Katrín Tanja: Stolt af því að vera kona með vöðva Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2018 10:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/Titter/@CrossFitGames Íslenska krossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir ætlar sér að endurheimta titilinn hraustasta kona heims þegar heimsleikarnir hefjast í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum í þessarri viku. Katrín Tanja varð í fimmta sæti á leikunum í fyrra eftir að hafa fagnað sigri árin 2015 og 2016. Hún gæti orðið fyrsta konan til að vinna titilinn þrisvar sinnum..@katrintanja action figure. #CrossFitGames@davexre pic.twitter.com/5Cg7nbmkvo — The CrossFit Games (@CrossFitGames) July 29, 2018 Katrín Tanja hefur unnið hug og hjörtu allra í krossfitheiminum og utan hans. Ekki aðeins með frábærri frammistöðu í keppni heldur einnig með því að gefa mikið af sér utan hennar og standa sig frábærlega sem fyrirmynd kvenna (og karla) út um allan heim. Katrín Tanja er ein af andlitum Reebok íþróttavöruframleiðandans og íslenska afrekskonan er í stóru hlutverki í nýrri auglýsingaherferð Reebok. Katrín Tanja er þar í hópi með tónlistarkonunni Ariana Grande, leikkonunni Gal Gadot og tískumódelinu Gigi Hadid eins og hefur komið fram á Vísi. Katrín Tanja talar þar um jafnrétti kvenna og karla í hennar íþrótt sem er krossfit. „Ég er stolt af því að vera kona með vöðva. Í íþróttinni sem ég keppi í þá sitja konur og karlar við sama borð. Við gerum allt eins. Við erum með sömu æfingar, fáum jafnmikinn sjónvarpstíma og erum með sama verðlaunafé. Við konurnar getum nefnilega gert allt það sem karlarnir geta,“ sagði Katrín Tanja eins og sjá má hér fyrir neðan.“Im proud to be a woman with muscles”- Katrin Davisdottir. #BeMoreHuman@katrintanjahttps://t.co/Lz1dClcSGSpic.twitter.com/atODDgZzJa — Reebok (@Reebok) July 16, 2018 Katrín Tanja varð í fimmta sæti á heimsleikunum í fyrra sem voru vonbrigði fyrir hana eftir tvo titla í röð. Hún varð einnig „bara“ í þriðja sæti meðal íslensku krossfitstelpnanna á heimsleikunum 2017. Bæði Anníe Mist Þórisdóttir (3. sæti) og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir (4. sæti) voru fyrir ofan hana. Það verður því mjög fróðlegt að fylgjast með Katrínu Tönju á heimsleikunum í ár sem hefast á miðvikudaginn kemur. Katrín Tanja sýndi styrk sinn með því að vinna svæðakeppnina í vor og þá hefur hún aldrei endað ofar í opna hluta undankeppninnar. Katrín Tanja endaði þar í áttunda sæti en þegar hún vann titilinn 2015 og 2016 þá endaði hún í 14. sæti í opna hlutanum. Hún vann hinsvegar svæðakeppnina í ár eins og þegar hún vann heimsleikana síðast fyrir tveimur árum síðan.For Zevia Ambassador and two time @CrossFitGames champion @katrintanja, living her best means always giving 100% no matter what, every single day. Let us know what #LiveYourBest means to you. pic.twitter.com/V5guF133MB — Zevia (@Zevia) July 18, 2018 CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira
Íslenska krossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir ætlar sér að endurheimta titilinn hraustasta kona heims þegar heimsleikarnir hefjast í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum í þessarri viku. Katrín Tanja varð í fimmta sæti á leikunum í fyrra eftir að hafa fagnað sigri árin 2015 og 2016. Hún gæti orðið fyrsta konan til að vinna titilinn þrisvar sinnum..@katrintanja action figure. #CrossFitGames@davexre pic.twitter.com/5Cg7nbmkvo — The CrossFit Games (@CrossFitGames) July 29, 2018 Katrín Tanja hefur unnið hug og hjörtu allra í krossfitheiminum og utan hans. Ekki aðeins með frábærri frammistöðu í keppni heldur einnig með því að gefa mikið af sér utan hennar og standa sig frábærlega sem fyrirmynd kvenna (og karla) út um allan heim. Katrín Tanja er ein af andlitum Reebok íþróttavöruframleiðandans og íslenska afrekskonan er í stóru hlutverki í nýrri auglýsingaherferð Reebok. Katrín Tanja er þar í hópi með tónlistarkonunni Ariana Grande, leikkonunni Gal Gadot og tískumódelinu Gigi Hadid eins og hefur komið fram á Vísi. Katrín Tanja talar þar um jafnrétti kvenna og karla í hennar íþrótt sem er krossfit. „Ég er stolt af því að vera kona með vöðva. Í íþróttinni sem ég keppi í þá sitja konur og karlar við sama borð. Við gerum allt eins. Við erum með sömu æfingar, fáum jafnmikinn sjónvarpstíma og erum með sama verðlaunafé. Við konurnar getum nefnilega gert allt það sem karlarnir geta,“ sagði Katrín Tanja eins og sjá má hér fyrir neðan.“Im proud to be a woman with muscles”- Katrin Davisdottir. #BeMoreHuman@katrintanjahttps://t.co/Lz1dClcSGSpic.twitter.com/atODDgZzJa — Reebok (@Reebok) July 16, 2018 Katrín Tanja varð í fimmta sæti á heimsleikunum í fyrra sem voru vonbrigði fyrir hana eftir tvo titla í röð. Hún varð einnig „bara“ í þriðja sæti meðal íslensku krossfitstelpnanna á heimsleikunum 2017. Bæði Anníe Mist Þórisdóttir (3. sæti) og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir (4. sæti) voru fyrir ofan hana. Það verður því mjög fróðlegt að fylgjast með Katrínu Tönju á heimsleikunum í ár sem hefast á miðvikudaginn kemur. Katrín Tanja sýndi styrk sinn með því að vinna svæðakeppnina í vor og þá hefur hún aldrei endað ofar í opna hluta undankeppninnar. Katrín Tanja endaði þar í áttunda sæti en þegar hún vann titilinn 2015 og 2016 þá endaði hún í 14. sæti í opna hlutanum. Hún vann hinsvegar svæðakeppnina í ár eins og þegar hún vann heimsleikana síðast fyrir tveimur árum síðan.For Zevia Ambassador and two time @CrossFitGames champion @katrintanja, living her best means always giving 100% no matter what, every single day. Let us know what #LiveYourBest means to you. pic.twitter.com/V5guF133MB — Zevia (@Zevia) July 18, 2018
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira