Fjórða greinin á morgun verður sú lengsta í sögu heimsleikanna í krossfit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2018 09:00 Viðbrögðin hjá Anníe Mist Þórisdóttur. Mynd/Twitter/@CrossFitGames Keppendurnir á heimsleikunum í krossfit fengu hverja tilkynninguna á fætur annarri í gær þegar hæstráðandi heimsleikanna, Dave Castro, var duglegur að hitta á hópinn og segja frá greinunum í komandi í keppni. Fimm Íslendingar keppa í einstaklingskeppni heimsleikanna í ár. Það eru Björgvin Karl Guðmundsson karlamegin og svo þær Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir kvennamegin. Frederick Aegidius, maður Anníe Mistar, er einnig með. Heimsleikarnir hefjast á morgun miðvikudag en fyrsta greinin verður hjólreiðakeppni sem er nýbreytni því síðustu leikar hafa byrjað á sundi og hlaupi. Svo koma tvær dæmigerðari krossfit-æfingaraðir inn á milli en dagurinn endar síðan á sögulegri grein. Fjórða greinin á heimsleikunum í ár verður einnig á miðvikudaginn og hún verður sú lengsta í sögu heimsleikanna. Fjórða greinin verður nefnilega maraþonróður en allir keppendurnir, 40 karlar og 40 konur, munu keppa á sama tíma í Veterans Memorial Coliseum höllinni í Madison. Það verður örugglega rosalega stemmning í salnum þegar 80 krossfitarar reyna að róa í 42 kílómetra en það má búast við því að það taki þá á bilinu þrjá til fjóra klukkutíma. Í fyrra fóru „aðeins“ fram þrjár greinar á fyrsta degi sem var fimmtudagur en fjórar greinar voru síðan á föstudeginum. Góðu fréttirnar núna eru kannski að fimmtudagurinn verður hvíldardagur og fimmta greinin fer ekki fram fyrr en á föstudagsmorguninn. Það verða síðan þrjár greinar á föstudaginn og því sjö greinar frá miðvikudegi til föstudags alveg eins og í fyrra. Keppendur fengu örugglega smá sjokk við þessar stóru fréttir eins og forráðamenn leikanna grínuðust með þegar þeir birtu mynd af Anníe Mist Þórisdóttur á Twitter-síðu heimsleikanna eins og sjá má hér fyrir neðan..@IcelandAnnieprocessing 42,195 meters of traveling in the same place. #MarathonRowpic.twitter.com/xVKONnJB8n — The CrossFit Games (@CrossFitGames) July 31, 2018 Það er ljóst að fyrsta og fjórða grein miðvikudagsins verða mjög sérhæfðar og krefjandi greinar fyrir keppendur heimsleikanna og um leið greinar sem þau hafa örugglega ekki æft mikið fyrir. Þessi miðvikudagur mun reyna á hópinn. „Ég var búinn að segja ykkur að miðvikudagurinn yrði sá erfiðasti í sögu heimsleikanna í krossfit og ég var ekki að ljúga,“ sagði Dave Castro þegar hann horfði yfir hópinn meðtaka alla þá kílómetra sem bíða þeirra á morgun. Það má sjá alla kynninguna hans Dave Castro hér fyrir neðan. CrossFit Tengdar fréttir Heimsleikarnir í krossfit í ár byrja á hjólreiðakeppni Dave Castro, hæstráðandi heimsleikanna í krossfit, tilkynnti keppendunum í dag hvernig fyrsta greinin á heimsleikunum í ár muni líta út. 30. júlí 2018 16:29 Katrín Tanja: Stolt af því að vera kona með vöðva Íslenska krossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir ætlar sér að endurheimta titilinn hraustasta kona heims þegar heimsleikarnir hefjast í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum í þessarri viku. 30. júlí 2018 10:30 Sara mætir til leiks á heimsleikana í ár með doktor í sálfræði sér við hlið Íslenska krossfitstjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er mætt til Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum þar sem framundan eru heimsleikarnir í krossfit. 30. júlí 2018 09:00 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Sjá meira
Keppendurnir á heimsleikunum í krossfit fengu hverja tilkynninguna á fætur annarri í gær þegar hæstráðandi heimsleikanna, Dave Castro, var duglegur að hitta á hópinn og segja frá greinunum í komandi í keppni. Fimm Íslendingar keppa í einstaklingskeppni heimsleikanna í ár. Það eru Björgvin Karl Guðmundsson karlamegin og svo þær Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir kvennamegin. Frederick Aegidius, maður Anníe Mistar, er einnig með. Heimsleikarnir hefjast á morgun miðvikudag en fyrsta greinin verður hjólreiðakeppni sem er nýbreytni því síðustu leikar hafa byrjað á sundi og hlaupi. Svo koma tvær dæmigerðari krossfit-æfingaraðir inn á milli en dagurinn endar síðan á sögulegri grein. Fjórða greinin á heimsleikunum í ár verður einnig á miðvikudaginn og hún verður sú lengsta í sögu heimsleikanna. Fjórða greinin verður nefnilega maraþonróður en allir keppendurnir, 40 karlar og 40 konur, munu keppa á sama tíma í Veterans Memorial Coliseum höllinni í Madison. Það verður örugglega rosalega stemmning í salnum þegar 80 krossfitarar reyna að róa í 42 kílómetra en það má búast við því að það taki þá á bilinu þrjá til fjóra klukkutíma. Í fyrra fóru „aðeins“ fram þrjár greinar á fyrsta degi sem var fimmtudagur en fjórar greinar voru síðan á föstudeginum. Góðu fréttirnar núna eru kannski að fimmtudagurinn verður hvíldardagur og fimmta greinin fer ekki fram fyrr en á föstudagsmorguninn. Það verða síðan þrjár greinar á föstudaginn og því sjö greinar frá miðvikudegi til föstudags alveg eins og í fyrra. Keppendur fengu örugglega smá sjokk við þessar stóru fréttir eins og forráðamenn leikanna grínuðust með þegar þeir birtu mynd af Anníe Mist Þórisdóttur á Twitter-síðu heimsleikanna eins og sjá má hér fyrir neðan..@IcelandAnnieprocessing 42,195 meters of traveling in the same place. #MarathonRowpic.twitter.com/xVKONnJB8n — The CrossFit Games (@CrossFitGames) July 31, 2018 Það er ljóst að fyrsta og fjórða grein miðvikudagsins verða mjög sérhæfðar og krefjandi greinar fyrir keppendur heimsleikanna og um leið greinar sem þau hafa örugglega ekki æft mikið fyrir. Þessi miðvikudagur mun reyna á hópinn. „Ég var búinn að segja ykkur að miðvikudagurinn yrði sá erfiðasti í sögu heimsleikanna í krossfit og ég var ekki að ljúga,“ sagði Dave Castro þegar hann horfði yfir hópinn meðtaka alla þá kílómetra sem bíða þeirra á morgun. Það má sjá alla kynninguna hans Dave Castro hér fyrir neðan.
CrossFit Tengdar fréttir Heimsleikarnir í krossfit í ár byrja á hjólreiðakeppni Dave Castro, hæstráðandi heimsleikanna í krossfit, tilkynnti keppendunum í dag hvernig fyrsta greinin á heimsleikunum í ár muni líta út. 30. júlí 2018 16:29 Katrín Tanja: Stolt af því að vera kona með vöðva Íslenska krossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir ætlar sér að endurheimta titilinn hraustasta kona heims þegar heimsleikarnir hefjast í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum í þessarri viku. 30. júlí 2018 10:30 Sara mætir til leiks á heimsleikana í ár með doktor í sálfræði sér við hlið Íslenska krossfitstjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er mætt til Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum þar sem framundan eru heimsleikarnir í krossfit. 30. júlí 2018 09:00 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Sjá meira
Heimsleikarnir í krossfit í ár byrja á hjólreiðakeppni Dave Castro, hæstráðandi heimsleikanna í krossfit, tilkynnti keppendunum í dag hvernig fyrsta greinin á heimsleikunum í ár muni líta út. 30. júlí 2018 16:29
Katrín Tanja: Stolt af því að vera kona með vöðva Íslenska krossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir ætlar sér að endurheimta titilinn hraustasta kona heims þegar heimsleikarnir hefjast í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum í þessarri viku. 30. júlí 2018 10:30
Sara mætir til leiks á heimsleikana í ár með doktor í sálfræði sér við hlið Íslenska krossfitstjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er mætt til Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum þar sem framundan eru heimsleikarnir í krossfit. 30. júlí 2018 09:00