Tignarmenn og skríll Sif Sigmarsdóttir skrifar 21. júlí 2018 10:00 Fullveldi Íslands var fagnað í vikunni með sérstökum hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum. Heldrafólk landsins kom þar saman og minntist þess að 100 ár voru liðin frá því að sambandslögin voru undirrituð. Fundurinn vakti helst athygli fyrir tvennt: Annars vegar fjarveru sauðsvarts almúgans sem haldið var í öruggri fjarlægð er Almannagjá var lokað og margtuggin myndlíking um gjá milli þings og þjóðar öðlaðist bókstaflega merkingu; hins vegar Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins og alræmdan þjóðernissinna, sem boðið var að ávarpa samkomuna, gjörning sem vafalítið mun teljast smánarblettur á sögu þjóðarinnar er fram líða stundir. Ekki er þetta þó í fyrsta sinn sem tignarmenn þjóðarinnar klúðra málum er þeir hyggjast föðurlegir sýna okkur skrílnum hvernig maður meðhöndlar söguna og menningararfinn. Í haust verða 290 ár liðin frá menningar- og sögulegu stórslysi sem sumir skrifa á yfirlæti elítunnar.Voðalegasti atburður Íslandssögunnar Sagan er miskunnarlaus; hún gleymir okkur flestum – við erum sandkorn sem sagan blæs áhugalaus inn í eilífðina. En sagan er líka dómari og fellir hún oft harða dóma um þá sem hún man eftir. Oft er mjótt á munum milli þess hvort menn séu úrskurðaðir skúrkar eða hetjur. Árni Magnússon prestssonur fæddist að Kvennabrekku í Dölum árið 1663. Hann gekk í skóla í Skálholti og hélt svo til Kaupmannahafnar til frekara náms. Árni var útnefndur prófessor við Hafnarháskóla og helgaði sig því að safna íslenskum handritum sem hann flutti til Danmerkur til rannsókna og varðveislu. Árið 1728 varð einn voðalegasti atburður Íslandssögunnar. Hann átti sér stað í Danmörku. Að kvöldi miðvikudagsins 20. október kom upp eldur í íbúð í miðri Kaupmannahöfn þar sem barn hafði farið ógætilega með kerti (sumir segja þó að foreldrar þess hafi kveikt eldinn og kennt barninu um). Eldurinn breiddist hratt milli húsanna sem flest voru úr timbri. Íslenskir námsmenn í Kaupmannahöfn höfðu uppi á Árna Magnússyni og hvöttu hann til að koma handritasafninu sínu undan. Sem sannur Íslendingur virðist Árni hafa hugsað: „Þetta reddast.“ En þegar eldurinn tók að gleypa í sig heilu göturnar sá Árni að sér. Ásamt nokkrum Íslendingum og þjónustufólki hóf hann að flytja handritasafnið í skjól. Farnar voru fjórar eða fimm ferðir á vagni með skinnhandrit og skjöl áður en hópurinn gafst upp fyrir hitanum frá eldinum. Þegar Árni gekk út úr húsinu í síðasta sinn mælti hann: „Þarna eru þær bækur sem aldrei og hvergi fást slíkar til dómadags.“ Eldurinn logaði í þrjá daga. Tæplega þriðjungur borgarinnar brann til kaldra kola í mesta eldsvoða í sögu Kaupmannahafnar. En skaðinn fyrir Íslendinga var líka mikill. Árna og félögum tókst að bjarga flestum skinnhandritunum sem Árni hafði sankað að sér á Íslandi. Þetta voru helstu gersemar íslenskra bókmennta frá því ritun hófst í landinu. En mikið af bókum, skjölum og pappírum glataðist.Skúrkur eða hetja? Er það viðtekin söguskýring að Árni Magnússon sé hetja sem bjargaði þjóðargersemum Íslendinga, handritunum, úr kámugum krumlum íslenskrar alþýðu sem kunni ekki að fara með þau. Til eru þó þeir sem eru andstæðrar skoðunar og líta á Árna sem skúrk; þjóðin hafi verið búin að varðveita handritin í 500 ár áður en Árni og aðrir handritasafnarar smöluðu þeim úr landi og hún hafi verið fullfær um að gæta þeirra áfram. Var Árni Magnússon skúrkur eða hetja? Dæmi hver fyrir sig. Hins vegar má draga einn lærdóm af fullveldishátíðarhöldum vikunnar: Þegar þess verður minnst 1. desember næstkomandi að 100 ár eru liðin frá því að sambandslögin tóku gildi er alveg óhætt að leyfa okkur almúganum að fagna með. Því ekki einu sinni óbreytt pylsupartí á Lækjartorgi þar sem skríllinn dansar úr takti við JóaPé og Króla með Heinz tómatsósu út á kinn getur orðið jafntaktlaust, getur óhreinkað íslenska arfleifð jafnglæsilega, og hástemmt einkapartí fyrirfólksins á Þingvöllum gerði í vikunni sem leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Handritasafn Árna Magnússonar Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Fullveldi Íslands var fagnað í vikunni með sérstökum hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum. Heldrafólk landsins kom þar saman og minntist þess að 100 ár voru liðin frá því að sambandslögin voru undirrituð. Fundurinn vakti helst athygli fyrir tvennt: Annars vegar fjarveru sauðsvarts almúgans sem haldið var í öruggri fjarlægð er Almannagjá var lokað og margtuggin myndlíking um gjá milli þings og þjóðar öðlaðist bókstaflega merkingu; hins vegar Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins og alræmdan þjóðernissinna, sem boðið var að ávarpa samkomuna, gjörning sem vafalítið mun teljast smánarblettur á sögu þjóðarinnar er fram líða stundir. Ekki er þetta þó í fyrsta sinn sem tignarmenn þjóðarinnar klúðra málum er þeir hyggjast föðurlegir sýna okkur skrílnum hvernig maður meðhöndlar söguna og menningararfinn. Í haust verða 290 ár liðin frá menningar- og sögulegu stórslysi sem sumir skrifa á yfirlæti elítunnar.Voðalegasti atburður Íslandssögunnar Sagan er miskunnarlaus; hún gleymir okkur flestum – við erum sandkorn sem sagan blæs áhugalaus inn í eilífðina. En sagan er líka dómari og fellir hún oft harða dóma um þá sem hún man eftir. Oft er mjótt á munum milli þess hvort menn séu úrskurðaðir skúrkar eða hetjur. Árni Magnússon prestssonur fæddist að Kvennabrekku í Dölum árið 1663. Hann gekk í skóla í Skálholti og hélt svo til Kaupmannahafnar til frekara náms. Árni var útnefndur prófessor við Hafnarháskóla og helgaði sig því að safna íslenskum handritum sem hann flutti til Danmerkur til rannsókna og varðveislu. Árið 1728 varð einn voðalegasti atburður Íslandssögunnar. Hann átti sér stað í Danmörku. Að kvöldi miðvikudagsins 20. október kom upp eldur í íbúð í miðri Kaupmannahöfn þar sem barn hafði farið ógætilega með kerti (sumir segja þó að foreldrar þess hafi kveikt eldinn og kennt barninu um). Eldurinn breiddist hratt milli húsanna sem flest voru úr timbri. Íslenskir námsmenn í Kaupmannahöfn höfðu uppi á Árna Magnússyni og hvöttu hann til að koma handritasafninu sínu undan. Sem sannur Íslendingur virðist Árni hafa hugsað: „Þetta reddast.“ En þegar eldurinn tók að gleypa í sig heilu göturnar sá Árni að sér. Ásamt nokkrum Íslendingum og þjónustufólki hóf hann að flytja handritasafnið í skjól. Farnar voru fjórar eða fimm ferðir á vagni með skinnhandrit og skjöl áður en hópurinn gafst upp fyrir hitanum frá eldinum. Þegar Árni gekk út úr húsinu í síðasta sinn mælti hann: „Þarna eru þær bækur sem aldrei og hvergi fást slíkar til dómadags.“ Eldurinn logaði í þrjá daga. Tæplega þriðjungur borgarinnar brann til kaldra kola í mesta eldsvoða í sögu Kaupmannahafnar. En skaðinn fyrir Íslendinga var líka mikill. Árna og félögum tókst að bjarga flestum skinnhandritunum sem Árni hafði sankað að sér á Íslandi. Þetta voru helstu gersemar íslenskra bókmennta frá því ritun hófst í landinu. En mikið af bókum, skjölum og pappírum glataðist.Skúrkur eða hetja? Er það viðtekin söguskýring að Árni Magnússon sé hetja sem bjargaði þjóðargersemum Íslendinga, handritunum, úr kámugum krumlum íslenskrar alþýðu sem kunni ekki að fara með þau. Til eru þó þeir sem eru andstæðrar skoðunar og líta á Árna sem skúrk; þjóðin hafi verið búin að varðveita handritin í 500 ár áður en Árni og aðrir handritasafnarar smöluðu þeim úr landi og hún hafi verið fullfær um að gæta þeirra áfram. Var Árni Magnússon skúrkur eða hetja? Dæmi hver fyrir sig. Hins vegar má draga einn lærdóm af fullveldishátíðarhöldum vikunnar: Þegar þess verður minnst 1. desember næstkomandi að 100 ár eru liðin frá því að sambandslögin tóku gildi er alveg óhætt að leyfa okkur almúganum að fagna með. Því ekki einu sinni óbreytt pylsupartí á Lækjartorgi þar sem skríllinn dansar úr takti við JóaPé og Króla með Heinz tómatsósu út á kinn getur orðið jafntaktlaust, getur óhreinkað íslenska arfleifð jafnglæsilega, og hástemmt einkapartí fyrirfólksins á Þingvöllum gerði í vikunni sem leið.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun