Trump segir að ný skjöl sanni mál sitt, án þess að hafa mikið fyrir sér Samúel Karl Ólason skrifar 22. júlí 2018 17:58 Donald Trump forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter í morgun að nýlega opinberað dómskjal varðandi umsókn á hlerunarheimild Alríkislögreglunnar á Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa forsetans, sanni að FBI og Dómsmálaráðuneytið hafi afvegaleitt dómstóla. Þá líti út fyrir að framboð hans hafi verið hlerað með ólögmætum hætti.Hann hefur hins vegar lítið fyrir sér. Þingmenn beggja flokka hafa lýst því yfir að umsóknin sýni ekki fram á að starfsmenn FBI hafi gert neitt af sér. Þess í stað grafi hún undan yfirlýsingum háttsettra þingmanna Repúblikanaflokksins.Lengi deilt um dómskjölin Mikil leynd hvílir yfir skjali sem þessu en það snýr að FISA-umsókn svokallaðri. FISA-lögin voru samin árið 1978 og snúa að hlerunum á aðilum sem taldir geta verið njósnarar. Þetta er í fyrsta sinn sem FISA-umsókn er opinberuð, en hlutar hennar hafa verið gerðir ólæsilegir. Repúblikanar í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gáfu í febrúar út umdeild minnisblað sem fjallaði að mestu leyti um áðurnefnda umsókn sem hefur verið gerð opinber. Þar var því haldið fram að æðstu starfsmenn FBI hafi sýnt mikla hlutdrægni gegn Trump og óstaðfestar upplýsingar hafi verið notaðar til að fá heimild til að hlera Page.Repúblikanar héldu því fram að Steele-skýrslan svokallaða, sem inniheldur meðal annars óstaðfestar sagnir um ferð Trump til Moskvu og vændiskonur, hefði verið notuð til að fá heimild til að hlera Page.Demókratar ósammála Demókratar í sömu nefnd gáfu út eigin minnisblað sem Repúblikanar drógu lengi að gera opinbert. Trump hafði hafnað því að opinbera það, þrátt fyrir að hann hefði heimilað opinberun minnisblaðs Repúblikana.Í því minnisblaði fullyrtu Demókratar að upphaflegt minnisblað repúblikana hafi verið „gegnsæ tilraun til að grafa undan“ rannsókn FBI, dómsmálaráðuneytisins og Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Þá var því haldið fram að tengsl Page við Rússa hefðu vakið athygli FBI áður en þeir fengu Steele-skýrsluna í hendur. Þá var Page fyrst yfirheyrður áður en hann var ráðinn til framboðs Trump.Hluti skýrslunnar metinn áreiðanlegur Hin nýopinberuðu skjöl gefa til kynna að Demókratar hafi verið nær sannleikanum. Skjölin sanna að Steele-skýrslan hafi verið hluti af hlerunarumsókninni. Þó er tekið fram að gerð hennar hafi verið fjármögnuð af andstæðingum Trump, að fyrstu innan Repúblikanaflokksins og svo af aðilum tengdum framboði Hillary Clinton. Starfsmenn FBI telja þrátt fyrir það að minnst einhver hluti skýrslunnar sé áreiðanlegur. Þá saka starfsmenn FBI Page um að starfa með stjórnvöldum Rússlands og segja þeir einnig að Rússar hafi varið miklu púðri í að fá Page í sitt lið. Adam Schiff, æðsti Demókratinn í leyniþjónustunefndinni, sagði í dag að umsóknin sýndi vel af hverju FBI hefði áhyggjur af því að Page gæti mögulega verið að vinna fyrir annað ríki. Þá sagði hann ekkert hafa verið að umsókninni. Hún hefði verið samþykkt og svo framlengd af fjórum dómurum sem skipaðir hefðu verið í embætti af þremur forsetum Repúblikanaflokksins. Marco Rubio, þingmaður Repúblikanaflokksins, sló á svipaða strengi og sagði FBI ekki hafa hlerað framboð Trump, miðað við þær upplýsingar sem hann hefði séð. „Við erum að tala um einstakling sem hefur stærst sig opinberlega af tengslum sínum við Rússland,“ sagði Rubio. Page segist aldrei hafa unnið fyrir Rússa, en í bréfi frá árinu 2013 titlaði hann sig sem „óformlegan ráðgjafa“ forsetaembættis Rússlands. Hann segir nú að ekki hafi verið rétt að titla hann með þeim hætti.Hér má sjá viðtal Jake Tapper á CNN við Carter Page í gærkvöldi. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter í morgun að nýlega opinberað dómskjal varðandi umsókn á hlerunarheimild Alríkislögreglunnar á Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa forsetans, sanni að FBI og Dómsmálaráðuneytið hafi afvegaleitt dómstóla. Þá líti út fyrir að framboð hans hafi verið hlerað með ólögmætum hætti.Hann hefur hins vegar lítið fyrir sér. Þingmenn beggja flokka hafa lýst því yfir að umsóknin sýni ekki fram á að starfsmenn FBI hafi gert neitt af sér. Þess í stað grafi hún undan yfirlýsingum háttsettra þingmanna Repúblikanaflokksins.Lengi deilt um dómskjölin Mikil leynd hvílir yfir skjali sem þessu en það snýr að FISA-umsókn svokallaðri. FISA-lögin voru samin árið 1978 og snúa að hlerunum á aðilum sem taldir geta verið njósnarar. Þetta er í fyrsta sinn sem FISA-umsókn er opinberuð, en hlutar hennar hafa verið gerðir ólæsilegir. Repúblikanar í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gáfu í febrúar út umdeild minnisblað sem fjallaði að mestu leyti um áðurnefnda umsókn sem hefur verið gerð opinber. Þar var því haldið fram að æðstu starfsmenn FBI hafi sýnt mikla hlutdrægni gegn Trump og óstaðfestar upplýsingar hafi verið notaðar til að fá heimild til að hlera Page.Repúblikanar héldu því fram að Steele-skýrslan svokallaða, sem inniheldur meðal annars óstaðfestar sagnir um ferð Trump til Moskvu og vændiskonur, hefði verið notuð til að fá heimild til að hlera Page.Demókratar ósammála Demókratar í sömu nefnd gáfu út eigin minnisblað sem Repúblikanar drógu lengi að gera opinbert. Trump hafði hafnað því að opinbera það, þrátt fyrir að hann hefði heimilað opinberun minnisblaðs Repúblikana.Í því minnisblaði fullyrtu Demókratar að upphaflegt minnisblað repúblikana hafi verið „gegnsæ tilraun til að grafa undan“ rannsókn FBI, dómsmálaráðuneytisins og Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Þá var því haldið fram að tengsl Page við Rússa hefðu vakið athygli FBI áður en þeir fengu Steele-skýrsluna í hendur. Þá var Page fyrst yfirheyrður áður en hann var ráðinn til framboðs Trump.Hluti skýrslunnar metinn áreiðanlegur Hin nýopinberuðu skjöl gefa til kynna að Demókratar hafi verið nær sannleikanum. Skjölin sanna að Steele-skýrslan hafi verið hluti af hlerunarumsókninni. Þó er tekið fram að gerð hennar hafi verið fjármögnuð af andstæðingum Trump, að fyrstu innan Repúblikanaflokksins og svo af aðilum tengdum framboði Hillary Clinton. Starfsmenn FBI telja þrátt fyrir það að minnst einhver hluti skýrslunnar sé áreiðanlegur. Þá saka starfsmenn FBI Page um að starfa með stjórnvöldum Rússlands og segja þeir einnig að Rússar hafi varið miklu púðri í að fá Page í sitt lið. Adam Schiff, æðsti Demókratinn í leyniþjónustunefndinni, sagði í dag að umsóknin sýndi vel af hverju FBI hefði áhyggjur af því að Page gæti mögulega verið að vinna fyrir annað ríki. Þá sagði hann ekkert hafa verið að umsókninni. Hún hefði verið samþykkt og svo framlengd af fjórum dómurum sem skipaðir hefðu verið í embætti af þremur forsetum Repúblikanaflokksins. Marco Rubio, þingmaður Repúblikanaflokksins, sló á svipaða strengi og sagði FBI ekki hafa hlerað framboð Trump, miðað við þær upplýsingar sem hann hefði séð. „Við erum að tala um einstakling sem hefur stærst sig opinberlega af tengslum sínum við Rússland,“ sagði Rubio. Page segist aldrei hafa unnið fyrir Rússa, en í bréfi frá árinu 2013 titlaði hann sig sem „óformlegan ráðgjafa“ forsetaembættis Rússlands. Hann segir nú að ekki hafi verið rétt að titla hann með þeim hætti.Hér má sjá viðtal Jake Tapper á CNN við Carter Page í gærkvöldi.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira