Kosið í Pakistan í skugga ofbeldis Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 25. júlí 2018 19:30 Pakistanar kusu til þings í dag í skugga hryðjuverkaárása en ein sprengja í borginni Quetta banaði 31 á meðan minni árásir hafa átt sér stað á kjörstöðum víða um land. Íslamska ríkið er sagt bera ábyrgð á árásunum en hryðjuverkahópar hafa plagað Pakistan um árbil. Kosið er á 272 manna þjóðþing Pakistan en tveir flokkar hafa barist um toppsætið í kosningabaráttunni, Bandalag Múslima og Réttlætishreyfingin. Fyrir bandalagi Múslima fer Shebaz Sharif sem hefur þjónað sem ríkisstjóri Punjab héraðs frá árinu 1997. Hann er bróðir Nawaz Sharif sem hrökklaðist frá völdum í fyrra, var bannað að bjóða sig fram aftur og hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi vegna hneykslis sem ljóstrað var upp um í Panamaskjölunum. Fyrir Réttlætishreyfingunni fer fyrrverandi krikketstjarnan Imran Khan. Herinn er sagður standa að baki framboði hans. Herinn hefur meira og minna farið með völdin í Pakistan í áratugi, varla líður kjörtímabil án þess að herinn skipti sér af stjórn landsins. Khan hefur þá lofað að ráðast gegn spillingu í Pakistan sem hefur verið eitt af aðalmálum baráttunnar. Barátta gegn hryðjuverkum og samskipti við Bandaríkin hafa þá verið ofarlega á baugi. Þrátt fyrir að Bandalag Múslima og Réttlætishreyfingin berjist um toppsætið gæti Þjóðarflokkurinn orðið oddaflokkur á þinginu og í því tilfelli þyrfti að mynda samsteypustjórn sem Khan hefur þó lagst gegn. Afstaða Khan gæti flækt hlutina nokkuð eftir kosningar. Bilawal Bhutto Zardari, fer fyrir Þjóðarflokknum en hann er einkasonur Benhazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan sem var myrt árið 2007. Úrslit kosninganna ættu að vera ljós á morgun. Pakistan Tengdar fréttir Pakistanar ganga til þingkosninga í dag Kosið er um öll 342 sætin á pakistanska þinginu 25. júlí 2018 06:00 31 lést í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 25. júlí 2018 10:56 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Fleiri fréttir Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Sjá meira
Pakistanar kusu til þings í dag í skugga hryðjuverkaárása en ein sprengja í borginni Quetta banaði 31 á meðan minni árásir hafa átt sér stað á kjörstöðum víða um land. Íslamska ríkið er sagt bera ábyrgð á árásunum en hryðjuverkahópar hafa plagað Pakistan um árbil. Kosið er á 272 manna þjóðþing Pakistan en tveir flokkar hafa barist um toppsætið í kosningabaráttunni, Bandalag Múslima og Réttlætishreyfingin. Fyrir bandalagi Múslima fer Shebaz Sharif sem hefur þjónað sem ríkisstjóri Punjab héraðs frá árinu 1997. Hann er bróðir Nawaz Sharif sem hrökklaðist frá völdum í fyrra, var bannað að bjóða sig fram aftur og hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi vegna hneykslis sem ljóstrað var upp um í Panamaskjölunum. Fyrir Réttlætishreyfingunni fer fyrrverandi krikketstjarnan Imran Khan. Herinn er sagður standa að baki framboði hans. Herinn hefur meira og minna farið með völdin í Pakistan í áratugi, varla líður kjörtímabil án þess að herinn skipti sér af stjórn landsins. Khan hefur þá lofað að ráðast gegn spillingu í Pakistan sem hefur verið eitt af aðalmálum baráttunnar. Barátta gegn hryðjuverkum og samskipti við Bandaríkin hafa þá verið ofarlega á baugi. Þrátt fyrir að Bandalag Múslima og Réttlætishreyfingin berjist um toppsætið gæti Þjóðarflokkurinn orðið oddaflokkur á þinginu og í því tilfelli þyrfti að mynda samsteypustjórn sem Khan hefur þó lagst gegn. Afstaða Khan gæti flækt hlutina nokkuð eftir kosningar. Bilawal Bhutto Zardari, fer fyrir Þjóðarflokknum en hann er einkasonur Benhazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan sem var myrt árið 2007. Úrslit kosninganna ættu að vera ljós á morgun.
Pakistan Tengdar fréttir Pakistanar ganga til þingkosninga í dag Kosið er um öll 342 sætin á pakistanska þinginu 25. júlí 2018 06:00 31 lést í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 25. júlí 2018 10:56 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Fleiri fréttir Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Sjá meira
Pakistanar ganga til þingkosninga í dag Kosið er um öll 342 sætin á pakistanska þinginu 25. júlí 2018 06:00
31 lést í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 25. júlí 2018 10:56