Segir kostnað aðstoðarmanna nægja til að hækka árslaun allra ljósmæðra um eina og hálfa milljón Birgir Olgeirsson skrifar 17. júlí 2018 20:03 Sigmundur Davíð á landsþingi Miðflokksins. Fréttablaðið/Ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir þróun aðstoðarmanna ríkisstjórnar Íslands vera sláandi.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði í dag fyrirspurn Sigmundar um aðstoðarmenn ráðherra og annað starfsfólk. Í svörum Katrínar kom fram að áætlaður árlegur kostnaður við aðstoðarmenn ráðherra og annað aðstoðarfólk er 427 milljónir króna. Sigmundur spurði hversu marga aðstoðarmenn ráðherrar og ríkisstjórn hefðu ráðið án auglýsingar frá því að ríkisstjórnin tók til starfa. Kom fram að alls hefðu 24 aðstoðarmenn ráðherra og ríkisstjórnar verið ráðnir á grundvelli laga um Stjórnarráð Íslands. Nú séu starfandi alls 22 aðstoðarmenn ráðherra og ríkisstjórnar. Jafnframt spurði Sigmundur hvort að aðstoðarmenn hefðu áður verið fleiri en nú. Ekki er annað að skilja á svarinu en að svo sé ekki þar sem árið 2017 hafi 20 aðstoðarmenn verið að störfum þegar mest var og er það næstmesti fjöldi aðstoðarmanna sem verið hefur. Sigmundur fjallar um þessa þróun á Facebook-síðu sinni en hann segir enga ríkisstjórn hafa haft eins marga pólitíska aðstoðarmenn og kostnaðurinn aldrei verið nálægt því eins mikill og nú.Til að setja upphæðina í samhengi, það er áætlaðan árlegan kostnað upp á 427 milljónir króna, bendir Sigmundur á að sú upphæð myndi nægja til að hækka árslaun allra 280 til 399 starfandi ljósmæðra landsins um eina og hálfa milljón króna. „Nú er ég ekki að halda því fram að ráðherrar ættu ekki að hafa aðstoðarmenn eða setja út á fólkið sem vinnur pólitísk störf fyrir ríkisstjórnarflokkana en þróunin er sláandi,“ skrifar Sigmundur. Hann rifjar upp þegar gert var sprell með að hann hefði í sinni ráðherratíð haft marga aðstoðarmenn og ýmsir starfsmenn ríkisstjórnar og annarra ráðuneyta tíndir til. „Ég réði hins vegar aldrei meira en einn aðstoðarmann forsætisráðherra og samnýtti hann á meðan ég gegndi embætti dómsmálaráðherra. Einnig hvatti ég ráðherra til að nýta eins fáa pólitíska aðstoðarmenn og þeir teldu fært,“ skrifar Sigmundur.Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur ráðið til sín alls 24 aðstoðarmenn síðan hún tók til starfa en nú eru 22 starfandi.fréttablaðið/ernirHonum bauðst hins vegar að fá lánaða aðstoðarmenn, meðal annars einn sem hópur í Framsóknarflokknum hafði milligöngu um. „Sá bauðst til að vinna launalaust enda þegar á launum hjá ríkinu annars staðar. Ég taldi þetta hið besta sparnaðarráð en eins og síðar átti eftir að koma í ljós hefði ég betur hugað að hinu fornkveðna „timeo Danaos et dona ferentes” - „varastu Grikkina þegar þeir vilja færa þér gjafir”,“ skrifar Sigmundur.Í nóvember árið 2013 var greint frá því að Ásmundur Einar Daðason hefði verið ráðinn sem aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Í tilkynningu kom fram að um tímabundna ráðningu væri að ræða og Ásmundur myndi sjá um að samhæfa verkefni milli ráðuneyta og fylgja eftir tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Kom fram að Ásmundur myndi hvorki þiggja laun né önnur fríðindi fyrir störf sín fyrir forsætisráðherra, enda starfandi þingmaður á þeim tíma. Alþingi Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Áætlaður árlegur kostnaður við aðstoðarmenn 427 milljónir króna Alls 22 aðstoðarmenn starfandi. 17. júlí 2018 16:10 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir þróun aðstoðarmanna ríkisstjórnar Íslands vera sláandi.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði í dag fyrirspurn Sigmundar um aðstoðarmenn ráðherra og annað starfsfólk. Í svörum Katrínar kom fram að áætlaður árlegur kostnaður við aðstoðarmenn ráðherra og annað aðstoðarfólk er 427 milljónir króna. Sigmundur spurði hversu marga aðstoðarmenn ráðherrar og ríkisstjórn hefðu ráðið án auglýsingar frá því að ríkisstjórnin tók til starfa. Kom fram að alls hefðu 24 aðstoðarmenn ráðherra og ríkisstjórnar verið ráðnir á grundvelli laga um Stjórnarráð Íslands. Nú séu starfandi alls 22 aðstoðarmenn ráðherra og ríkisstjórnar. Jafnframt spurði Sigmundur hvort að aðstoðarmenn hefðu áður verið fleiri en nú. Ekki er annað að skilja á svarinu en að svo sé ekki þar sem árið 2017 hafi 20 aðstoðarmenn verið að störfum þegar mest var og er það næstmesti fjöldi aðstoðarmanna sem verið hefur. Sigmundur fjallar um þessa þróun á Facebook-síðu sinni en hann segir enga ríkisstjórn hafa haft eins marga pólitíska aðstoðarmenn og kostnaðurinn aldrei verið nálægt því eins mikill og nú.Til að setja upphæðina í samhengi, það er áætlaðan árlegan kostnað upp á 427 milljónir króna, bendir Sigmundur á að sú upphæð myndi nægja til að hækka árslaun allra 280 til 399 starfandi ljósmæðra landsins um eina og hálfa milljón króna. „Nú er ég ekki að halda því fram að ráðherrar ættu ekki að hafa aðstoðarmenn eða setja út á fólkið sem vinnur pólitísk störf fyrir ríkisstjórnarflokkana en þróunin er sláandi,“ skrifar Sigmundur. Hann rifjar upp þegar gert var sprell með að hann hefði í sinni ráðherratíð haft marga aðstoðarmenn og ýmsir starfsmenn ríkisstjórnar og annarra ráðuneyta tíndir til. „Ég réði hins vegar aldrei meira en einn aðstoðarmann forsætisráðherra og samnýtti hann á meðan ég gegndi embætti dómsmálaráðherra. Einnig hvatti ég ráðherra til að nýta eins fáa pólitíska aðstoðarmenn og þeir teldu fært,“ skrifar Sigmundur.Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur ráðið til sín alls 24 aðstoðarmenn síðan hún tók til starfa en nú eru 22 starfandi.fréttablaðið/ernirHonum bauðst hins vegar að fá lánaða aðstoðarmenn, meðal annars einn sem hópur í Framsóknarflokknum hafði milligöngu um. „Sá bauðst til að vinna launalaust enda þegar á launum hjá ríkinu annars staðar. Ég taldi þetta hið besta sparnaðarráð en eins og síðar átti eftir að koma í ljós hefði ég betur hugað að hinu fornkveðna „timeo Danaos et dona ferentes” - „varastu Grikkina þegar þeir vilja færa þér gjafir”,“ skrifar Sigmundur.Í nóvember árið 2013 var greint frá því að Ásmundur Einar Daðason hefði verið ráðinn sem aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Í tilkynningu kom fram að um tímabundna ráðningu væri að ræða og Ásmundur myndi sjá um að samhæfa verkefni milli ráðuneyta og fylgja eftir tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Kom fram að Ásmundur myndi hvorki þiggja laun né önnur fríðindi fyrir störf sín fyrir forsætisráðherra, enda starfandi þingmaður á þeim tíma.
Alþingi Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Áætlaður árlegur kostnaður við aðstoðarmenn 427 milljónir króna Alls 22 aðstoðarmenn starfandi. 17. júlí 2018 16:10 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Áætlaður árlegur kostnaður við aðstoðarmenn 427 milljónir króna Alls 22 aðstoðarmenn starfandi. 17. júlí 2018 16:10