Opinberar aftökur Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 2. júlí 2018 10:00 Það er nokkur vandi að vera manneskja enda hendir flesta að misstíga sig á ævinni. Yfirleitt stendur viðkomandi upp eftir að hafa hrasað og heldur áfram að lifa. Hann hefur lært af mistökum sínum og hefur engan áhuga á að endurtaka þau. Hann vill lifa lífinu sem almennileg manneskja. Þetta er þó ekki reynsla allra því stöðugt berast dapurlegar sögur af einstaklingum sem brjóta af sér, falla og rísa upp en falla síðan aftur. Svo kemur að því að þeir hafa brotið flestar, kannski allar, brýr að baki sér, starfsferlinum virðist lokið, æran er farin og verður ekki svo auðveldlega endurheimt. Hin dapurlega staðreynd er að viðkomandi getur engum um kennt nema sjálfum sér. Það jafngildir þó ekki því að leyfilegt sé að efna til opinberrar aftöku á honum. Það hefur aldrei þótt stórmannlegt að sparka í liggjandi mann. Samt er hneigðin til þess afar áberandi á samtíma okkar. Það er engu líkara en það þyki sjálfsagt mál að brennimerkja rækilega einstakling sem hefur brotið af sér eða er talinn hafa farið út af sporinu. Það nægir engan veginn að mál hans fari í ákveðið ferli, slíkt þykir sýna óþarfa mildi og tekur auk þess tíma. Dómstóll götunnar er fljótur að kveða upp úrskurð sinn. Hann er ekkert sérstaklega að kynna sér staðreyndir mála því það kostar óþarfa fyrirhöfn enda telur þessi sjálfskipaði dómstóll þær liggja fyrir. Þegar ofsinn hjá dómstóli götunnar er sem mestur er engu líkara en hópur hrægamma hafi steypt sér yfir bráð sína í þeim tilgangi að rífa hana á hol. Hrikaleg dæmi finnast um mótmæli og múgsefjun vegna ásakana sem engin stoð reyndist síðan fyrir. Þá fer ansi lítið fyrir iðran þeirra sem hæst létu. Dómstóll götunnar tekur sér umboð til að fordæma og virðist beinlínis ætlast til að einstaklingi eða einstaklingum sem brjóta af sér sé útskúfað úr mannlegu samfélagi. Það skiptir engu þótt viðkomandi iðrist opinberlega og segist vilja taka sig á. Hann á ekki að fá vinnu í sínu fagi og glími hann við fíkn er sá sjúkdómur sagður vera eins og hver annar kvilli sem hann hefði átt að hrista auðveldlega af sér fyrir löngu. Hinar sjálfskipuðu refsinornir tala síðan eins og allir sem vilja ekki taka þátt í æsingafullri fordæmingu þeirra séu að leggja blessun sína yfir brotin sem hafa verið framin. Það er alls ekki svo. Sannarlega verður hver og einn einstaklingur að taka afleiðingum gjörða sinna, en það jafngildir ekki því að aðrir eigi að láta það eftir sér að breytast í lýð sem gefur sig múgæsingu á vald. Það munu alltaf verða til hópar sem stunda opinberar aftökur. Það er mikilvægt að þeim séu send þau skilaboð að slíkt sé ekki í lagi. Þessum hópum má ekki mæta með þögn. Þeir gætu auðveldlega túlkað þá þögn sem samþykki og færst enn í aukana. Á því þurfum við síst að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Það er nokkur vandi að vera manneskja enda hendir flesta að misstíga sig á ævinni. Yfirleitt stendur viðkomandi upp eftir að hafa hrasað og heldur áfram að lifa. Hann hefur lært af mistökum sínum og hefur engan áhuga á að endurtaka þau. Hann vill lifa lífinu sem almennileg manneskja. Þetta er þó ekki reynsla allra því stöðugt berast dapurlegar sögur af einstaklingum sem brjóta af sér, falla og rísa upp en falla síðan aftur. Svo kemur að því að þeir hafa brotið flestar, kannski allar, brýr að baki sér, starfsferlinum virðist lokið, æran er farin og verður ekki svo auðveldlega endurheimt. Hin dapurlega staðreynd er að viðkomandi getur engum um kennt nema sjálfum sér. Það jafngildir þó ekki því að leyfilegt sé að efna til opinberrar aftöku á honum. Það hefur aldrei þótt stórmannlegt að sparka í liggjandi mann. Samt er hneigðin til þess afar áberandi á samtíma okkar. Það er engu líkara en það þyki sjálfsagt mál að brennimerkja rækilega einstakling sem hefur brotið af sér eða er talinn hafa farið út af sporinu. Það nægir engan veginn að mál hans fari í ákveðið ferli, slíkt þykir sýna óþarfa mildi og tekur auk þess tíma. Dómstóll götunnar er fljótur að kveða upp úrskurð sinn. Hann er ekkert sérstaklega að kynna sér staðreyndir mála því það kostar óþarfa fyrirhöfn enda telur þessi sjálfskipaði dómstóll þær liggja fyrir. Þegar ofsinn hjá dómstóli götunnar er sem mestur er engu líkara en hópur hrægamma hafi steypt sér yfir bráð sína í þeim tilgangi að rífa hana á hol. Hrikaleg dæmi finnast um mótmæli og múgsefjun vegna ásakana sem engin stoð reyndist síðan fyrir. Þá fer ansi lítið fyrir iðran þeirra sem hæst létu. Dómstóll götunnar tekur sér umboð til að fordæma og virðist beinlínis ætlast til að einstaklingi eða einstaklingum sem brjóta af sér sé útskúfað úr mannlegu samfélagi. Það skiptir engu þótt viðkomandi iðrist opinberlega og segist vilja taka sig á. Hann á ekki að fá vinnu í sínu fagi og glími hann við fíkn er sá sjúkdómur sagður vera eins og hver annar kvilli sem hann hefði átt að hrista auðveldlega af sér fyrir löngu. Hinar sjálfskipuðu refsinornir tala síðan eins og allir sem vilja ekki taka þátt í æsingafullri fordæmingu þeirra séu að leggja blessun sína yfir brotin sem hafa verið framin. Það er alls ekki svo. Sannarlega verður hver og einn einstaklingur að taka afleiðingum gjörða sinna, en það jafngildir ekki því að aðrir eigi að láta það eftir sér að breytast í lýð sem gefur sig múgæsingu á vald. Það munu alltaf verða til hópar sem stunda opinberar aftökur. Það er mikilvægt að þeim séu send þau skilaboð að slíkt sé ekki í lagi. Þessum hópum má ekki mæta með þögn. Þeir gætu auðveldlega túlkað þá þögn sem samþykki og færst enn í aukana. Á því þurfum við síst að halda.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun