Telja bankastjóra Landsbanka hafa fengið hóflega hækkun Sigurður Mikael Jónsson skrifar 3. júlí 2018 08:00 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, fékk hóflega launahækkun að mati bankaráðsins. Fréttablaðið/Eyþór Bankaráð Landsbankans telur sig hafa gætt hófsemi þegar það ákvarðaði að mánaðarlaun bankastjórans skyldu hækka um tæpar 1,2 milljónir á síðasta ári. Ákvörðunin hafi byggt á starfskjarastefnu bankans þar sem kveðið er á um að laun helstu stjórnenda skuli vera samkeppnishæf við kjör annarra stjórnenda stórra fjármálafyrirtækja, nokkuð sem ekki hafi verið raunin með bankastjóra Landsbankans um áralangt skeið.Líkt og Fréttablaðið greindi frá um helgina hækkuðu laun margra forstjóra ríkisfyrirtækja gríðarlega þann 1. júlí í fyrra þegar ákvörðunarvald yfir launum þeirra var fært frá kjararáði til stjórna viðkomandi fyrirtækja. Mánaðarlaun forstjóra Landsvirkjunar, Harðar Arnarsonar, hækkuðu um 58 prósent eða sem nemur ríflega 1,2 milljónum króna.Sjá einnig: Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Fast á hæla Herði í hækkunum kom Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, sem hækkaði um 56 prósent eða tæpar 1,2 milljónir á mánuði. Hækkuðu laun bankastjórans úr 2.089.093 krónum á mánuði í 3.250.000 krónur. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins kom fram að stjórn Landsvirkjunar taldi sig vera að efna ráðningarsamning við Hörð frá árinu 2009, áður en forstjórinn færðist undir kjararáð.Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs og starfskjaranefndar Landsbankans.Í svari frá Landsbankanum við fyrirspurn Fréttablaðsins þar sem óskað var skýringa frá bankaráði á þeirri ákvörðun að hækka laun bankastjórans um 56 prósent á einu bretti, segir að það byggi á starfskjarastefnu bankans sem samþykkt sé á aðalfundi. „Um að starfskjör helstu stjórnenda skuli vera samkeppnishæf við kjör stjórnenda í stærri fjármálafyrirtækjum á fjármálamarkaði og ákveðin í samræmi við lög en þó ekki leiðandi.“ Eins og fram hefur komið beindi fjármála- og efnahagsráðuneytið þeim tilmælum til stjórna ríkisfyrirtækja í ársbyrjun 2017 að launahækkunum forstjóra yrði stillt í hóf eftir breytingarnar 1. júlí. Aðspurð hvernig launahækkun bankastjórans í fyrra samræmist þeim tilmælum segir: „Í kjölfar lagabreytingarinnar hefur bankaráð tekið starfskjör bankastjóra til endurskoðunar og lagt til grundvallar að gætt sé hófsemi varðandi launakjör, en að laun stjórnenda eigi að standast samanburð á þeim sviðum sem bankinn starfar á, en séu ekki leiðandi. Bankastjóri Landsbankans hefur um áralangt skeið ekki notið kjara í samræmi við starfskjarastefnu bankans.“ Fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, Steinþór Pálsson, gerði oft athugasemdir við launakjör sín á sínum tíma og benti á að hann sem bankastjóri væri með lægri laun en margir undirmanna hans. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Bankaráð Landsbankans telur sig hafa gætt hófsemi þegar það ákvarðaði að mánaðarlaun bankastjórans skyldu hækka um tæpar 1,2 milljónir á síðasta ári. Ákvörðunin hafi byggt á starfskjarastefnu bankans þar sem kveðið er á um að laun helstu stjórnenda skuli vera samkeppnishæf við kjör annarra stjórnenda stórra fjármálafyrirtækja, nokkuð sem ekki hafi verið raunin með bankastjóra Landsbankans um áralangt skeið.Líkt og Fréttablaðið greindi frá um helgina hækkuðu laun margra forstjóra ríkisfyrirtækja gríðarlega þann 1. júlí í fyrra þegar ákvörðunarvald yfir launum þeirra var fært frá kjararáði til stjórna viðkomandi fyrirtækja. Mánaðarlaun forstjóra Landsvirkjunar, Harðar Arnarsonar, hækkuðu um 58 prósent eða sem nemur ríflega 1,2 milljónum króna.Sjá einnig: Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Fast á hæla Herði í hækkunum kom Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, sem hækkaði um 56 prósent eða tæpar 1,2 milljónir á mánuði. Hækkuðu laun bankastjórans úr 2.089.093 krónum á mánuði í 3.250.000 krónur. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins kom fram að stjórn Landsvirkjunar taldi sig vera að efna ráðningarsamning við Hörð frá árinu 2009, áður en forstjórinn færðist undir kjararáð.Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs og starfskjaranefndar Landsbankans.Í svari frá Landsbankanum við fyrirspurn Fréttablaðsins þar sem óskað var skýringa frá bankaráði á þeirri ákvörðun að hækka laun bankastjórans um 56 prósent á einu bretti, segir að það byggi á starfskjarastefnu bankans sem samþykkt sé á aðalfundi. „Um að starfskjör helstu stjórnenda skuli vera samkeppnishæf við kjör stjórnenda í stærri fjármálafyrirtækjum á fjármálamarkaði og ákveðin í samræmi við lög en þó ekki leiðandi.“ Eins og fram hefur komið beindi fjármála- og efnahagsráðuneytið þeim tilmælum til stjórna ríkisfyrirtækja í ársbyrjun 2017 að launahækkunum forstjóra yrði stillt í hóf eftir breytingarnar 1. júlí. Aðspurð hvernig launahækkun bankastjórans í fyrra samræmist þeim tilmælum segir: „Í kjölfar lagabreytingarinnar hefur bankaráð tekið starfskjör bankastjóra til endurskoðunar og lagt til grundvallar að gætt sé hófsemi varðandi launakjör, en að laun stjórnenda eigi að standast samanburð á þeim sviðum sem bankinn starfar á, en séu ekki leiðandi. Bankastjóri Landsbankans hefur um áralangt skeið ekki notið kjara í samræmi við starfskjarastefnu bankans.“ Fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, Steinþór Pálsson, gerði oft athugasemdir við launakjör sín á sínum tíma og benti á að hann sem bankastjóri væri með lægri laun en margir undirmanna hans.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00