Einfalt og öflugt kerfi Kristján Þór Júlíusson skrifar 3. júlí 2018 07:00 Vorið 2016 samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp mitt sem þáverandi heilbrigðisráðherra um að koma á nýju greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustuna. Frumvarpið byggði á tillögum nefndar sem leidd var af Pétri heitnum Blöndal. Um var að ræða grundvallarbreytingar – þær mestu sem gerðar höfðu verið á greiðsluþátttöku sjúklinga í áraraðir. Helstu markmið frumvarpsins voru að skapa einfaldara, gegnsærra og skiljanlegra greiðsluþátttökukerfi. Verja þá sem mest þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda fyrir háum útgjöldum. Draga úr útgjöldum barnafjölskyldna og styrkja hlutverk heilsugæslunnar sem fyrsta viðkomustaðar fólks í heilbrigðiskerfinu. Frumvarpið varð að lögum 2. júní 2016 og tók nýja kerfið gildi 1. maí 2017. Starfsfólk velferðarráðuneytisins ásamt Sjúkratryggingum Íslands undir stjórn Steingríms Ara Arasonar unnu vel að framkvæmd málsins og þá var samvinna við velferðarnefnd undir forystu Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur til mikillar fyrirmyndar. Sjúkratryggingar Íslands hafa nú tekið saman skýrslu um reynsluna af þessu nýja kerfi. Niðurstaðan er sérstaklega ánægjuleg en staðreyndirnar tala sínu máli: Markmið nýja kerfisins um að lækka verulega útgjöld þeirra sem mest þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda hefur náðst. l Þak á hámarksgreiðslur sjúklinga hefur varið þá sem veikastir eru fyrir miklum útgjöldum. l Útgjöld barnafjölskyldna í hinu nýja kerfi hafa lækkað. l Hlutverk heilsugæslunnar sem fyrsta viðkomustaðar í heilbrigðiskerfinu hefur styrkst. l Meðalútgjöld einstaklinga vegna allrar þjónustu sem fellur undir greiðsluþátttökukerfið, bæði samningsbundinnar þjónustu SÍ, þjónustu á sjúkrahúsum og heilsugæslu, hafa lækkað um 19%. l Heildarútgjöld einstaklinga vegna allrar þjónustu sem fellur undir greiðsluþátttökukerfið lækkuðu um rúmar 800 milljónir miðað við árið 2016. Það eru gleðitíðindi hversu vel hefur til tekist á fyrsta ári nýs kerfis. Við eigum að halda áfram á þessari braut og draga enn frekar úr greiðsluþátttöku sjúklinga líkt og kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kristján Þór Júlíusson Mest lesið Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Vorið 2016 samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp mitt sem þáverandi heilbrigðisráðherra um að koma á nýju greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustuna. Frumvarpið byggði á tillögum nefndar sem leidd var af Pétri heitnum Blöndal. Um var að ræða grundvallarbreytingar – þær mestu sem gerðar höfðu verið á greiðsluþátttöku sjúklinga í áraraðir. Helstu markmið frumvarpsins voru að skapa einfaldara, gegnsærra og skiljanlegra greiðsluþátttökukerfi. Verja þá sem mest þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda fyrir háum útgjöldum. Draga úr útgjöldum barnafjölskyldna og styrkja hlutverk heilsugæslunnar sem fyrsta viðkomustaðar fólks í heilbrigðiskerfinu. Frumvarpið varð að lögum 2. júní 2016 og tók nýja kerfið gildi 1. maí 2017. Starfsfólk velferðarráðuneytisins ásamt Sjúkratryggingum Íslands undir stjórn Steingríms Ara Arasonar unnu vel að framkvæmd málsins og þá var samvinna við velferðarnefnd undir forystu Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur til mikillar fyrirmyndar. Sjúkratryggingar Íslands hafa nú tekið saman skýrslu um reynsluna af þessu nýja kerfi. Niðurstaðan er sérstaklega ánægjuleg en staðreyndirnar tala sínu máli: Markmið nýja kerfisins um að lækka verulega útgjöld þeirra sem mest þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda hefur náðst. l Þak á hámarksgreiðslur sjúklinga hefur varið þá sem veikastir eru fyrir miklum útgjöldum. l Útgjöld barnafjölskyldna í hinu nýja kerfi hafa lækkað. l Hlutverk heilsugæslunnar sem fyrsta viðkomustaðar í heilbrigðiskerfinu hefur styrkst. l Meðalútgjöld einstaklinga vegna allrar þjónustu sem fellur undir greiðsluþátttökukerfið, bæði samningsbundinnar þjónustu SÍ, þjónustu á sjúkrahúsum og heilsugæslu, hafa lækkað um 19%. l Heildarútgjöld einstaklinga vegna allrar þjónustu sem fellur undir greiðsluþátttökukerfið lækkuðu um rúmar 800 milljónir miðað við árið 2016. Það eru gleðitíðindi hversu vel hefur til tekist á fyrsta ári nýs kerfis. Við eigum að halda áfram á þessari braut og draga enn frekar úr greiðsluþátttöku sjúklinga líkt og kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun