Leit að betra lífi Davíð Þorláksson skrifar 4. júlí 2018 07:00 Það er ömurlegt að horfa upp á hvernig börn innflytjenda í Bandaríkjunum eru tekin frá foreldrum sínum og jafnvel geymd í búrum. Í flestum tilfellum er um heiðarlegt fólk að ræða sem er einfaldlega í leit að betra lífi fyrir sig og fjölskyldu sína. Eina sem þau hafa til sakar unnið er að fæðast röngu megin við ímyndaða línu. Í stað meðalhófs og umburðarlyndis, er rekin stefna án umburðarlyndis. Við getum vel tekið betur á móti innflytjendum og boðið fleiri kvótaflóttamönnum að koma hingað til lands. Eitt af því sem helst þarf að bæta varðandi móttöku innflytjenda er menntun barna þeirra. Margt bendir til að þar sé pottur brotinn. Menntun er lykilþáttur í að nýir Íslendingar nái að aðlagast lífinu hér og skapa sér gott líf til framtíðar. Sveitarfélögin þurfa að girða sig í brók hvað þetta varðar. Það er ekki bara siðferðisleg skylda okkar að taka vel á móti innflytjendum heldur sýna rannsóknir að innflytjendur hafa góð áhrif á hagkerfi þróaðra ríkja. Þeir sinna störfum sem ella væru ef til vill ekki unnin og nota launin sín til að kaupa vörur og þjónustu. Þetta skapar hagvöxt í nýja heimalandinu. Uppsveiflan sem við höfum séð hér síðustu árin hefði ekki verið svona mikil ef við hefðum ekki notið krafta erlends vinnuafls. Í dag, á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, er talið að um 2.300 börn innflytjenda séu í haldi stjórnvalda fjarri foreldrum sínum. Land frelsis og tækifæra hefur að mörgu leyti snúist upp í andhverfu sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það er ömurlegt að horfa upp á hvernig börn innflytjenda í Bandaríkjunum eru tekin frá foreldrum sínum og jafnvel geymd í búrum. Í flestum tilfellum er um heiðarlegt fólk að ræða sem er einfaldlega í leit að betra lífi fyrir sig og fjölskyldu sína. Eina sem þau hafa til sakar unnið er að fæðast röngu megin við ímyndaða línu. Í stað meðalhófs og umburðarlyndis, er rekin stefna án umburðarlyndis. Við getum vel tekið betur á móti innflytjendum og boðið fleiri kvótaflóttamönnum að koma hingað til lands. Eitt af því sem helst þarf að bæta varðandi móttöku innflytjenda er menntun barna þeirra. Margt bendir til að þar sé pottur brotinn. Menntun er lykilþáttur í að nýir Íslendingar nái að aðlagast lífinu hér og skapa sér gott líf til framtíðar. Sveitarfélögin þurfa að girða sig í brók hvað þetta varðar. Það er ekki bara siðferðisleg skylda okkar að taka vel á móti innflytjendum heldur sýna rannsóknir að innflytjendur hafa góð áhrif á hagkerfi þróaðra ríkja. Þeir sinna störfum sem ella væru ef til vill ekki unnin og nota launin sín til að kaupa vörur og þjónustu. Þetta skapar hagvöxt í nýja heimalandinu. Uppsveiflan sem við höfum séð hér síðustu árin hefði ekki verið svona mikil ef við hefðum ekki notið krafta erlends vinnuafls. Í dag, á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, er talið að um 2.300 börn innflytjenda séu í haldi stjórnvalda fjarri foreldrum sínum. Land frelsis og tækifæra hefur að mörgu leyti snúist upp í andhverfu sína.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun