Skoðanir, staðreyndir og þriggja ára stúdentspróf Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 4. júlí 2018 07:00 Einn af föstum dálkum Fréttablaðsins eru Bakþankarnir sem birtast daglega á öftustu síðu blaðsins. Þar hefur hópur höfunda frjálsar hendur til að fjalla með sínum hætti um þau málefni sem þeim eru efst í huga hverju sinni. Eins og gefur að skilja eru pistlarnir mismunandi bæði að efni og gæðum enda ekki heiglum hent að ryðja út úr sér áhugaverðum dálki einu sinni í viku. Einn af þessum höfundum er Sirrý Hallgrímsdóttir. Hún er greinilega innmúruð og -vígð í Sjálfstæðisflokkinn því margir pistla hennar fjalla um viðfangsefni tengd flokknum. Hún hefur gjarna þann háttinn á að búa til strámann úr andstæðingi sínum, leggja honum skoðanir í munn og hrekja þær síðan. Þetta er pottþétt aðferð til að hafa betur í rökræðum en virkar því miður aðeins gagnvart þeim sem eru sama sinnis og höfundur. Hjá öðrum veldur hún aðeins aulahrolli. Nýjasta áhugamál Sirrýjar er niðurskurður Illuga Gunnarssonar, fyrrverandi menntamálaráðherra, á stúdentsprófinu í þrjú ár. Í síðasta pistli sínum byrjar hún á því að benda á þá stöðu sem komin er upp í Bandaríkjunum þar sem um 75% manna eru ófær um að greina á milli skoðana og staðreynda. Því næst snýr hún sér að Fréttastofu Ríkisútvarpsins og gagnrýnir hana fyrir að greina frá neikvæðum skoðunum ýmissa aðila sem tengjast framhaldsskólanum á þriggja ára stúdentsprófinu í fréttatíma þar sem menn töldu að vinnuálag hefði aukist til muna. Sirrý segir réttilega að þetta séu skoðanir. Síðan bendir hún á að í öðrum fjölmiðlum hafi verið fréttir um að þriggja ára stúdentspróf í Verslunarskólanum hafi komið vel út og að könnun meðal nemenda sýni að þeim finnist vinnuálag hæfilegt. Nú er það að sjálfsögðu ánægjuleg frétt að stúdentspróf í Verslunarskólanum hafi komið vel út og ekkert út á það að setja en í pistli Sirrýjar verður ekki betur séð en þær skoðanir Verslunarskólanema að vinnuálag sé hæfilegt sé allt í einu orðið að staðreynd. Sirrý reynist því sjálf ófær um að greina á milli skoðana og staðreynda. Það sem henni þóknast er staðreynd, annað eru skoðanir. Mannfólkið er misjafnt, það sem sumum finnst mikið álag finnst öðrum hæfilegt og þar af leiðandi eru skoðanir á því ólíkar. Sjálfsagt er hægt með einhverjum aðferðum að meta námsálag á nemendur og full ástæða til að gera það. Það er hins vegar aðeins einn aðili sem getur mælt hvort þriggja ára námið stendur undir nafni hvað þekkingu og færni varðar og það er Háskóli Íslands. Svo fremi menn þar á bæ séu ekki búnir að aðlaga grunnáfanga námsins þriggja ára náminu, með því að draga úr kröfum, þá ætti að vera auðvelt að meta árangur stúdenta með þriggja og fjögurra ára stúdentspróf í völdum greinum og komast þannig að því hvort þekking og færni nemenda hefur beðið skaða af niðurskurðinum.Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Smellu RÚV Nýlega voru í fréttum niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum. Þar kom fram að 75% Bandaríkjamanna gera ekki greinarmun á skoðunum og staðreyndum. 30. júní 2018 10:00 Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Einn af föstum dálkum Fréttablaðsins eru Bakþankarnir sem birtast daglega á öftustu síðu blaðsins. Þar hefur hópur höfunda frjálsar hendur til að fjalla með sínum hætti um þau málefni sem þeim eru efst í huga hverju sinni. Eins og gefur að skilja eru pistlarnir mismunandi bæði að efni og gæðum enda ekki heiglum hent að ryðja út úr sér áhugaverðum dálki einu sinni í viku. Einn af þessum höfundum er Sirrý Hallgrímsdóttir. Hún er greinilega innmúruð og -vígð í Sjálfstæðisflokkinn því margir pistla hennar fjalla um viðfangsefni tengd flokknum. Hún hefur gjarna þann háttinn á að búa til strámann úr andstæðingi sínum, leggja honum skoðanir í munn og hrekja þær síðan. Þetta er pottþétt aðferð til að hafa betur í rökræðum en virkar því miður aðeins gagnvart þeim sem eru sama sinnis og höfundur. Hjá öðrum veldur hún aðeins aulahrolli. Nýjasta áhugamál Sirrýjar er niðurskurður Illuga Gunnarssonar, fyrrverandi menntamálaráðherra, á stúdentsprófinu í þrjú ár. Í síðasta pistli sínum byrjar hún á því að benda á þá stöðu sem komin er upp í Bandaríkjunum þar sem um 75% manna eru ófær um að greina á milli skoðana og staðreynda. Því næst snýr hún sér að Fréttastofu Ríkisútvarpsins og gagnrýnir hana fyrir að greina frá neikvæðum skoðunum ýmissa aðila sem tengjast framhaldsskólanum á þriggja ára stúdentsprófinu í fréttatíma þar sem menn töldu að vinnuálag hefði aukist til muna. Sirrý segir réttilega að þetta séu skoðanir. Síðan bendir hún á að í öðrum fjölmiðlum hafi verið fréttir um að þriggja ára stúdentspróf í Verslunarskólanum hafi komið vel út og að könnun meðal nemenda sýni að þeim finnist vinnuálag hæfilegt. Nú er það að sjálfsögðu ánægjuleg frétt að stúdentspróf í Verslunarskólanum hafi komið vel út og ekkert út á það að setja en í pistli Sirrýjar verður ekki betur séð en þær skoðanir Verslunarskólanema að vinnuálag sé hæfilegt sé allt í einu orðið að staðreynd. Sirrý reynist því sjálf ófær um að greina á milli skoðana og staðreynda. Það sem henni þóknast er staðreynd, annað eru skoðanir. Mannfólkið er misjafnt, það sem sumum finnst mikið álag finnst öðrum hæfilegt og þar af leiðandi eru skoðanir á því ólíkar. Sjálfsagt er hægt með einhverjum aðferðum að meta námsálag á nemendur og full ástæða til að gera það. Það er hins vegar aðeins einn aðili sem getur mælt hvort þriggja ára námið stendur undir nafni hvað þekkingu og færni varðar og það er Háskóli Íslands. Svo fremi menn þar á bæ séu ekki búnir að aðlaga grunnáfanga námsins þriggja ára náminu, með því að draga úr kröfum, þá ætti að vera auðvelt að meta árangur stúdenta með þriggja og fjögurra ára stúdentspróf í völdum greinum og komast þannig að því hvort þekking og færni nemenda hefur beðið skaða af niðurskurðinum.Höfundur er kennari
Smellu RÚV Nýlega voru í fréttum niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum. Þar kom fram að 75% Bandaríkjamanna gera ekki greinarmun á skoðunum og staðreyndum. 30. júní 2018 10:00
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun