Axlar utanríkisráðuneytið ábyrgð? Sigurður R. Þórðarson skrifar 4. júlí 2018 07:00 Í tilefni af grein utanríkisráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem birtist í Fréttablaðinu 2. júlí 2018 undir fyrirsögninni „Ísland axlar ábyrgð“ óskar undirritaður, fyrir hönd nokkurra félaga, að benda á það sem við höfum haldið fram í marga áratugi, nefnilega að við höfum verið gróflega beittir eignarréttar- og ekki síður mannréttindabrotum af óþægilega furðulegri gerð, af hálfu embættismanna utanríkisráðuneytisins og fyrirrennara Guðlaugs Þórs á ráðherrastóli með fáum undantekningum. Þetta er ástand sem er orðið allvel þekkt af umfangsmiklum og misjafnlega neikvæðum fjölmiðlaumfjöllunum, sem gengið hefur undir nafninu Heiðarfjallsmálið, allar götur síðan um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Málið hefur sömuleiðis vakið áhuga erlendra fjölmiðla. Ekki síst vegna þess að systurstöðvar radarstöðvarinnar H-2 á Heiðarfjalli í Kanada, samtals meira en 40 stöðvar, hafa allar verið hreinsaðar af eiturefnum, með ærnum tilkostnaði. Málið snýst í hnotskurn um að við höfum verið neyddir til að geyma á eignarlandi okkar tíu þúsund tonna (varlega áætlað magn) eiturefnahaug sem urðaður var á hábungu Heiðarfjalls á meðan Bandaríkjamenn ráku þar radarstöð frá árinu 1954 til 1970. Smiðshöggið á þann umhverfisglæp var framkvæmt að undirlagi Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og Sölu varnarliðseigna. Í þá tæpu hálfa öld sem þessi barátta okkar hefur staðið við sérkennilega óbilgjarna hermangs „elítu“ utanríkisráðuneytisins sem talið hefur sig þess umkomna að beita okkur ýtrustu valdníðslu gegn öllum okkar umleitunum um að gengið verði til verks í þeim tilgangi að koma í veg fyrir frekara tjón á landi, skepnum og mönnum; hefur öllum tiltækum ráðum gegn okkur verið beitt og þegar þessa starfsmenn utanríkisráðuneytisins skorti rök, var í allmörg skipti gripið til þess ráðs að kaupa rándýr en engu að síður ótrúlega ódýr lögfræðiálit, þar sem jafnvel hæstaréttarlögmenn féllu í þá gryfju að hanga á jafn vesælum hálmstráum og að sökin væri fyrnd, eða að við hefðum á sínum tíma keypt landið og sætt okkur við ástand þess. Þetta eru að sjálfsögðu vinnubrögð sem eru langt fyrir neðan öll venjuleg siðferðileg viðmið og við vonum sannarlega að þú, Guðlaugur Þór, sért sammála okkur, eftir að hafa tekið þessa farsælu ákvörðun að láta rödd Íslands hljóma á alþjóðavettvangi við tiltektir í mölbrotnu mannréttindahafi heimsins. Þess má geta að margir menn lærðir sem leikir hafa lýst furðu sinni yfir vinnubrögðum embættismanna utanríkisráðuneytisins. Margir þeirra hafa tekið undir skoðanir okkar í þá veru að við séum og verðum beittir skýlausum mannréttindabrotum á meðan ekki verður tekið undir kröfur okkar um að ljúka þessu máli á viðunandi hátt. Einn af þeim aðilum, Árni Þór Sigurðsson, þáverandi formaður utanríkismálanefndar Alþingis, leitaði til þáverandi utanríkisráðherra, Össurar Skarphéðinssonar, með spurninguna um hvort ætlunin sé að eigendur Heiðarfjalls á Langanesi verði til eilífðar beittir þvingunum til að sitja uppi með hauginn. Þessu erindi Árna Þórs var að sjálfsögðu svarað með sömu útúrsnúningum embættismanna utanríkisráðuneytisins og okkur hefur verið boðið upp á í tæpa hálfa öld.Höfundur skrifar f.h. landeigenda Heiðarfjalls Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ísland axlar ábyrgð Í síðustu viku náðist samstaða í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland gefi kost á sér til að taka það sæti sem losnaði í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna við úrsögn Bandaríkjanna. 2. júlí 2018 07:00 Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í tilefni af grein utanríkisráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem birtist í Fréttablaðinu 2. júlí 2018 undir fyrirsögninni „Ísland axlar ábyrgð“ óskar undirritaður, fyrir hönd nokkurra félaga, að benda á það sem við höfum haldið fram í marga áratugi, nefnilega að við höfum verið gróflega beittir eignarréttar- og ekki síður mannréttindabrotum af óþægilega furðulegri gerð, af hálfu embættismanna utanríkisráðuneytisins og fyrirrennara Guðlaugs Þórs á ráðherrastóli með fáum undantekningum. Þetta er ástand sem er orðið allvel þekkt af umfangsmiklum og misjafnlega neikvæðum fjölmiðlaumfjöllunum, sem gengið hefur undir nafninu Heiðarfjallsmálið, allar götur síðan um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Málið hefur sömuleiðis vakið áhuga erlendra fjölmiðla. Ekki síst vegna þess að systurstöðvar radarstöðvarinnar H-2 á Heiðarfjalli í Kanada, samtals meira en 40 stöðvar, hafa allar verið hreinsaðar af eiturefnum, með ærnum tilkostnaði. Málið snýst í hnotskurn um að við höfum verið neyddir til að geyma á eignarlandi okkar tíu þúsund tonna (varlega áætlað magn) eiturefnahaug sem urðaður var á hábungu Heiðarfjalls á meðan Bandaríkjamenn ráku þar radarstöð frá árinu 1954 til 1970. Smiðshöggið á þann umhverfisglæp var framkvæmt að undirlagi Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og Sölu varnarliðseigna. Í þá tæpu hálfa öld sem þessi barátta okkar hefur staðið við sérkennilega óbilgjarna hermangs „elítu“ utanríkisráðuneytisins sem talið hefur sig þess umkomna að beita okkur ýtrustu valdníðslu gegn öllum okkar umleitunum um að gengið verði til verks í þeim tilgangi að koma í veg fyrir frekara tjón á landi, skepnum og mönnum; hefur öllum tiltækum ráðum gegn okkur verið beitt og þegar þessa starfsmenn utanríkisráðuneytisins skorti rök, var í allmörg skipti gripið til þess ráðs að kaupa rándýr en engu að síður ótrúlega ódýr lögfræðiálit, þar sem jafnvel hæstaréttarlögmenn féllu í þá gryfju að hanga á jafn vesælum hálmstráum og að sökin væri fyrnd, eða að við hefðum á sínum tíma keypt landið og sætt okkur við ástand þess. Þetta eru að sjálfsögðu vinnubrögð sem eru langt fyrir neðan öll venjuleg siðferðileg viðmið og við vonum sannarlega að þú, Guðlaugur Þór, sért sammála okkur, eftir að hafa tekið þessa farsælu ákvörðun að láta rödd Íslands hljóma á alþjóðavettvangi við tiltektir í mölbrotnu mannréttindahafi heimsins. Þess má geta að margir menn lærðir sem leikir hafa lýst furðu sinni yfir vinnubrögðum embættismanna utanríkisráðuneytisins. Margir þeirra hafa tekið undir skoðanir okkar í þá veru að við séum og verðum beittir skýlausum mannréttindabrotum á meðan ekki verður tekið undir kröfur okkar um að ljúka þessu máli á viðunandi hátt. Einn af þeim aðilum, Árni Þór Sigurðsson, þáverandi formaður utanríkismálanefndar Alþingis, leitaði til þáverandi utanríkisráðherra, Össurar Skarphéðinssonar, með spurninguna um hvort ætlunin sé að eigendur Heiðarfjalls á Langanesi verði til eilífðar beittir þvingunum til að sitja uppi með hauginn. Þessu erindi Árna Þórs var að sjálfsögðu svarað með sömu útúrsnúningum embættismanna utanríkisráðuneytisins og okkur hefur verið boðið upp á í tæpa hálfa öld.Höfundur skrifar f.h. landeigenda Heiðarfjalls
Ísland axlar ábyrgð Í síðustu viku náðist samstaða í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland gefi kost á sér til að taka það sæti sem losnaði í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna við úrsögn Bandaríkjanna. 2. júlí 2018 07:00
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun