Norski flökkukötturinn loksins kominn heim til sín Heimir Már Pétursson skrifar 3. júlí 2018 19:30 Norski heimiliskötturinn sem kom óvænt hingað til lands sem laumufarþegi í gámi er kominn aftur til síns heima við mikinn fögnuð eigenda sinna. Kötturinn hefur fengið íslenska nafnið Snorri í tilefni leiðangursins, jafnvel þótt hann sé læða. Kötturinn Pus, eða Kisi, fannst í gámi hjónanna Aldísar Gunnarsdóttur og Baldvins Johnsen á miðvikudag í síðustu viku þegar þau voru að ferja búslóð sína inn á á nýtt heimili í Garðabæ eftir flutning heim frá Álasundi í Noregi. Líklegt er að kötturinn hafi verið í gámnum í 18 daga þegar hann fannst. Fljótlega kom í ljós að eigendurnir voru fjölskylda sem býr hinum megin við götuna þar sem Aldís og Baldvin bjuggu áður og höfðu þau gefið upp alla von um að kötturinn væri á lífi þar til þau fengu fréttirnar á fimmtudag. Grete Hove einn eigenda Pus var mjög ánægð að endurheimta köttinn sem er orðinn „heimsfrægur” í Álasundi. „Nágrannar okkar hafa margir komið til að fagna því að kötturinn er á lífi. Fólk er mjög undrandi og strákinn okkar hlakkar mikið til að kötturinn komi heim. Þetta er ótrúleg saga? Þetta er alveg frábært,” segir Grete.Ævintýralegt ferðalag Ferðalag kattarins verður að teljast ævintýralegt og ekki sjálfgefið að hann fengi að lifa eftir að hann fannst á Íslandi en eigendurnir eru þakklátir Matvælastofnun fyrir að hafa tekið Pus í fóstur um leið og hann fannst. Það sem varð honum til lífs var að hann var aldrei fjarlægður úr gámnum fyrr en dýralæknir frá Matvælastofnun kom og náði í hann.Baldvin flaug svo með Pus til Oslóar í gærkvöldi og var hann ekkert allt of hrifinn af látunum á Keflavíkurflugvelli. Á Gardemoen flugvelli beið síðan norski heimilisfaðirinn Frank Martin en greinilegt var að kötturinn var jafn undrandi á öllu saman og Frank var glaður að endurheimta köttinn. Pus kom síðan loksins heim aftur til Álasunds í morgun og ríghélt sér í matmóðurina.Er mikill munur á kettinum sem fór inn í gáminn og þeim ketti sem þú heldur nú á í fanginu, spurði fréttamaður TV 2 í Noregi.„Hann er töluvert léttari og með risastór augu. Og hann heldur sér mjög fast í mig,” sagði Grete með Pus í fanginu.Þá var sjö ára bróðir Pus úr sama goti ekki síður ánægður með að sjá hann aftur. En Pus þurfti að sannfæra sjálfan sig um að hann væri kominn heim með því að þefa hér og þar og nudda sér utan í staði og svo þurfti hann auðvitað að borða. Fransk Martin segir að í tilefni ferðarinnar til Íslands fengi Pus, sem einfaldlega þýðir kisa, íslenskt nafn.„Við höfum ákveðið að kalla Pus kannski Snorra í framtíðinni, jafnvel þótt hún sé læða. Hún bregst betur við því en til dæmis Freyja, út af ess-hljóðinu í Snorri held ég,” segir Frank Martin. Dýr Tengdar fréttir Köttur sem villtist af heimili sínu í Noregi ferðaðist til Íslands í gámi Kötturinn Pus villtist frá heimili sínu í Noregi þann 9. júní en fannst á Íslandi í gær. 28. júní 2018 11:18 Norskur landnámsköttur fær að snúa aftur heim úr víking á Íslandi Ferfættur laumufarþegi kom ungum hjónum sem voru að flytja heim frá Álasundi í Noregi á óvart þegar þau byrjuðu að tæma gám með búðslóð sinni í gær. 28. júní 2018 19:45 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði Sjá meira
Norski heimiliskötturinn sem kom óvænt hingað til lands sem laumufarþegi í gámi er kominn aftur til síns heima við mikinn fögnuð eigenda sinna. Kötturinn hefur fengið íslenska nafnið Snorri í tilefni leiðangursins, jafnvel þótt hann sé læða. Kötturinn Pus, eða Kisi, fannst í gámi hjónanna Aldísar Gunnarsdóttur og Baldvins Johnsen á miðvikudag í síðustu viku þegar þau voru að ferja búslóð sína inn á á nýtt heimili í Garðabæ eftir flutning heim frá Álasundi í Noregi. Líklegt er að kötturinn hafi verið í gámnum í 18 daga þegar hann fannst. Fljótlega kom í ljós að eigendurnir voru fjölskylda sem býr hinum megin við götuna þar sem Aldís og Baldvin bjuggu áður og höfðu þau gefið upp alla von um að kötturinn væri á lífi þar til þau fengu fréttirnar á fimmtudag. Grete Hove einn eigenda Pus var mjög ánægð að endurheimta köttinn sem er orðinn „heimsfrægur” í Álasundi. „Nágrannar okkar hafa margir komið til að fagna því að kötturinn er á lífi. Fólk er mjög undrandi og strákinn okkar hlakkar mikið til að kötturinn komi heim. Þetta er ótrúleg saga? Þetta er alveg frábært,” segir Grete.Ævintýralegt ferðalag Ferðalag kattarins verður að teljast ævintýralegt og ekki sjálfgefið að hann fengi að lifa eftir að hann fannst á Íslandi en eigendurnir eru þakklátir Matvælastofnun fyrir að hafa tekið Pus í fóstur um leið og hann fannst. Það sem varð honum til lífs var að hann var aldrei fjarlægður úr gámnum fyrr en dýralæknir frá Matvælastofnun kom og náði í hann.Baldvin flaug svo með Pus til Oslóar í gærkvöldi og var hann ekkert allt of hrifinn af látunum á Keflavíkurflugvelli. Á Gardemoen flugvelli beið síðan norski heimilisfaðirinn Frank Martin en greinilegt var að kötturinn var jafn undrandi á öllu saman og Frank var glaður að endurheimta köttinn. Pus kom síðan loksins heim aftur til Álasunds í morgun og ríghélt sér í matmóðurina.Er mikill munur á kettinum sem fór inn í gáminn og þeim ketti sem þú heldur nú á í fanginu, spurði fréttamaður TV 2 í Noregi.„Hann er töluvert léttari og með risastór augu. Og hann heldur sér mjög fast í mig,” sagði Grete með Pus í fanginu.Þá var sjö ára bróðir Pus úr sama goti ekki síður ánægður með að sjá hann aftur. En Pus þurfti að sannfæra sjálfan sig um að hann væri kominn heim með því að þefa hér og þar og nudda sér utan í staði og svo þurfti hann auðvitað að borða. Fransk Martin segir að í tilefni ferðarinnar til Íslands fengi Pus, sem einfaldlega þýðir kisa, íslenskt nafn.„Við höfum ákveðið að kalla Pus kannski Snorra í framtíðinni, jafnvel þótt hún sé læða. Hún bregst betur við því en til dæmis Freyja, út af ess-hljóðinu í Snorri held ég,” segir Frank Martin.
Dýr Tengdar fréttir Köttur sem villtist af heimili sínu í Noregi ferðaðist til Íslands í gámi Kötturinn Pus villtist frá heimili sínu í Noregi þann 9. júní en fannst á Íslandi í gær. 28. júní 2018 11:18 Norskur landnámsköttur fær að snúa aftur heim úr víking á Íslandi Ferfættur laumufarþegi kom ungum hjónum sem voru að flytja heim frá Álasundi í Noregi á óvart þegar þau byrjuðu að tæma gám með búðslóð sinni í gær. 28. júní 2018 19:45 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði Sjá meira
Köttur sem villtist af heimili sínu í Noregi ferðaðist til Íslands í gámi Kötturinn Pus villtist frá heimili sínu í Noregi þann 9. júní en fannst á Íslandi í gær. 28. júní 2018 11:18
Norskur landnámsköttur fær að snúa aftur heim úr víking á Íslandi Ferfættur laumufarþegi kom ungum hjónum sem voru að flytja heim frá Álasundi í Noregi á óvart þegar þau byrjuðu að tæma gám með búðslóð sinni í gær. 28. júní 2018 19:45