Ég kann alveg á blautarann Þórlindur Kjartansson skrifar 6. júlí 2018 07:00 Næstum því öll börn eiga það eflaust sammerkt að þau misskilja fyrst á ævinni hvað felst í því að keyra bíl. Þegar þau setjast sjálf undir stýri, eða herma eftir akstri í leik, þá hamast þau á stýrinu og rykkja því af offorsi fram og til baka. Ef þau eru alin upp við beinskipta bíla þá djöflast þau líka á gírstönginni. Allir vita að eftir því sem maður keyrir hraðar, þeim mun meiri tilþrif þarf við að snúa stýrinu. Auðvitað veit fullorðna fólkið að þessi krúttlega sannfæring barnanna er reist á sandi rétt eins og sannfæring miðaldra karlmanna um að þeir gætu léttilega skrúfað aukaspyrnur upp í samskeytin þegar þeir horfa á Gylfa, Messi og Ronaldo gera það í sjónvarpinu.Sjálfstraust, hroki, heimska Einn ókosturinn við að eldast og þroskast er að það fjarar smám saman undan þessu óraunhæfa og sandbyggða sjálfstrausti. Það tekur þó mismikinn tíma. Ég og skólafélagar mínir áttum til dæmis nóg eftir af þess lags innihaldslitlu sjálfsöryggi langt fram eftir þrítugsaldrinum. Auðvitað heitir það ekki lengur sjálfstraust þegar fullorðið fólk þykist geta allt—það heitir ýmist hroki eða heimska. En það er samt sem áður hægt að njóta þess að vera heimskur og hrokafullur þegar maður er ungur. Vinir mínir og ég stofnuðum til að mynda fyrirtæki sem hafði engan tilgang, engar vörur, enga fjármögnun og engar áætlanir—heldur var einvörðungu stofnað af þeirri sannfæringu að við félagarnir gætum allt; og flest betur en nokkur annar. Við vorum uppfullir af alls konar stórum hugmyndum, þó einkum um sjálfa okkur. En sem betur fer reyndumst við vera þeir einu sem trúðu þessum órum, og engum datt í hug að treysta okkur fyrir neins konar ábyrgð. Fljótlega komumst við að því að þegar maður kafar ofan í hitt og þetta sem á yfirborðinu virðist fáránlegt eða vitlaust þá kemst maður að því að að baki liggja góðar ákvarðanir gáfaðs fólks sem skilur hlutina hundrað sinnum betur en hrokafull ungmenni. Það er svo þroski sem flestir taka út með tíð og tíma, að ná að bera virðingu fyrir því að flest fólk er býsna klárt í því sem það tekur sér fyrir hendur, og leggur metnað og stolt í að gera hlutina vel. Það sem á yfirborðinu gæti virkað einfalt, eins og að snúa stýrinu í bíl hratt, er oftast miklu flóknara en maður gerði sér í hugarlund. Miðdepillinn Í vikunni vakti þingmaðurinn Brynjar Níelsson athygli fyrir að lýsa því yfir að íslenskir fjölmiðlar væru „í ruslflokki“—að minnsta kosti allir nema hinn eini sanni fjölmiðill þar sem réttar skoðanir eru varðar af aðdáunarverðum heiðarleika. Það er svo sannarlega ekki ný saga á Íslandi eða annars staðar að stjórnmálamönnum finnist fjölmiðlamenn vera villtir bjánar, og að fjölmiðlafólki finnist stjórnmálamenn vera spilltir kjánar. Ætli hvorri stéttinni sýnist ekki á yfirborðinu að fremur lítið komi til starfa hinnar. Blaðamenn gætu auðveldlega séð sig standa í pontu á þingi og stjórnmálamenn telja sig eflaust geta skrifað betri og gáfulegri fréttir og leiðara heldur en blaðasnáparnir. Blaðamenn og stjórnmálamenn eiga það reyndar að einhverju leyti sammerkt að þeir halda lengi í þá hugmynd um sjálfa sig að þeir geti auðveldlega dembt sér inn í umræðu um hvaða sérhæfða og flókna viðfangsefni sem er og vitað svörin betur en nokkur annar. Það er reyndar nauðsynlegt fyrir báðar stéttir að geta sett sig hratt og vel inn í ýmiss konar málefni, en það er hollt að temja sér að setja hæfilegan fyrirvara við eigin getu til þess að segja fólki fyrir verkum eða til syndanna fyrir að kunna ekki sitt fag. Það er fáránlegt hjá Brynjari Níelssyni að gefa sér að blaðamenn séu meira og minna allir að reka erindi sín eða hugsjónir í störfum sínum. Þótt enginn skilji persónuleika sinn, metnað eða lífsviðhorf eftir heima þegar þeir mæta í vinnuna þá held ég að langflestir blaðamenn séu einfaldlega að hugsa um að skrifa og segja góðar, áhugaverðar og sannar fréttir. Vitleysa Brynjars á líklega rætur sínar í þeirri rótföstu hugmynd stjórnmálamanna að samfélagið snúist fyrst og fremst um þá sjálfa og það sem þeir eru að gera. Sorrí, það er misskilningur. Blautarinn Ein lítil stúlka sem hafði lært svo óskaplega vel á heimilistækin var ekki bara með það á hreinu hvernig ætti að setja þurrkarann í gang. Hún kunni líka á tækið sem stendur við hliðina á þurrkaranum og hefur það hlutverk í tilverunni að gera fötin blaut svo það sé hægt að þurrka þau—sem sagt, blautarann. Stundum getur það nefnilega hent mann að misskilja ekki bara hvernig hlutirnir virka, heldur vaða líka í eintómri villu um raunverulegan tilgang þeirra og eðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Næstum því öll börn eiga það eflaust sammerkt að þau misskilja fyrst á ævinni hvað felst í því að keyra bíl. Þegar þau setjast sjálf undir stýri, eða herma eftir akstri í leik, þá hamast þau á stýrinu og rykkja því af offorsi fram og til baka. Ef þau eru alin upp við beinskipta bíla þá djöflast þau líka á gírstönginni. Allir vita að eftir því sem maður keyrir hraðar, þeim mun meiri tilþrif þarf við að snúa stýrinu. Auðvitað veit fullorðna fólkið að þessi krúttlega sannfæring barnanna er reist á sandi rétt eins og sannfæring miðaldra karlmanna um að þeir gætu léttilega skrúfað aukaspyrnur upp í samskeytin þegar þeir horfa á Gylfa, Messi og Ronaldo gera það í sjónvarpinu.Sjálfstraust, hroki, heimska Einn ókosturinn við að eldast og þroskast er að það fjarar smám saman undan þessu óraunhæfa og sandbyggða sjálfstrausti. Það tekur þó mismikinn tíma. Ég og skólafélagar mínir áttum til dæmis nóg eftir af þess lags innihaldslitlu sjálfsöryggi langt fram eftir þrítugsaldrinum. Auðvitað heitir það ekki lengur sjálfstraust þegar fullorðið fólk þykist geta allt—það heitir ýmist hroki eða heimska. En það er samt sem áður hægt að njóta þess að vera heimskur og hrokafullur þegar maður er ungur. Vinir mínir og ég stofnuðum til að mynda fyrirtæki sem hafði engan tilgang, engar vörur, enga fjármögnun og engar áætlanir—heldur var einvörðungu stofnað af þeirri sannfæringu að við félagarnir gætum allt; og flest betur en nokkur annar. Við vorum uppfullir af alls konar stórum hugmyndum, þó einkum um sjálfa okkur. En sem betur fer reyndumst við vera þeir einu sem trúðu þessum órum, og engum datt í hug að treysta okkur fyrir neins konar ábyrgð. Fljótlega komumst við að því að þegar maður kafar ofan í hitt og þetta sem á yfirborðinu virðist fáránlegt eða vitlaust þá kemst maður að því að að baki liggja góðar ákvarðanir gáfaðs fólks sem skilur hlutina hundrað sinnum betur en hrokafull ungmenni. Það er svo þroski sem flestir taka út með tíð og tíma, að ná að bera virðingu fyrir því að flest fólk er býsna klárt í því sem það tekur sér fyrir hendur, og leggur metnað og stolt í að gera hlutina vel. Það sem á yfirborðinu gæti virkað einfalt, eins og að snúa stýrinu í bíl hratt, er oftast miklu flóknara en maður gerði sér í hugarlund. Miðdepillinn Í vikunni vakti þingmaðurinn Brynjar Níelsson athygli fyrir að lýsa því yfir að íslenskir fjölmiðlar væru „í ruslflokki“—að minnsta kosti allir nema hinn eini sanni fjölmiðill þar sem réttar skoðanir eru varðar af aðdáunarverðum heiðarleika. Það er svo sannarlega ekki ný saga á Íslandi eða annars staðar að stjórnmálamönnum finnist fjölmiðlamenn vera villtir bjánar, og að fjölmiðlafólki finnist stjórnmálamenn vera spilltir kjánar. Ætli hvorri stéttinni sýnist ekki á yfirborðinu að fremur lítið komi til starfa hinnar. Blaðamenn gætu auðveldlega séð sig standa í pontu á þingi og stjórnmálamenn telja sig eflaust geta skrifað betri og gáfulegri fréttir og leiðara heldur en blaðasnáparnir. Blaðamenn og stjórnmálamenn eiga það reyndar að einhverju leyti sammerkt að þeir halda lengi í þá hugmynd um sjálfa sig að þeir geti auðveldlega dembt sér inn í umræðu um hvaða sérhæfða og flókna viðfangsefni sem er og vitað svörin betur en nokkur annar. Það er reyndar nauðsynlegt fyrir báðar stéttir að geta sett sig hratt og vel inn í ýmiss konar málefni, en það er hollt að temja sér að setja hæfilegan fyrirvara við eigin getu til þess að segja fólki fyrir verkum eða til syndanna fyrir að kunna ekki sitt fag. Það er fáránlegt hjá Brynjari Níelssyni að gefa sér að blaðamenn séu meira og minna allir að reka erindi sín eða hugsjónir í störfum sínum. Þótt enginn skilji persónuleika sinn, metnað eða lífsviðhorf eftir heima þegar þeir mæta í vinnuna þá held ég að langflestir blaðamenn séu einfaldlega að hugsa um að skrifa og segja góðar, áhugaverðar og sannar fréttir. Vitleysa Brynjars á líklega rætur sínar í þeirri rótföstu hugmynd stjórnmálamanna að samfélagið snúist fyrst og fremst um þá sjálfa og það sem þeir eru að gera. Sorrí, það er misskilningur. Blautarinn Ein lítil stúlka sem hafði lært svo óskaplega vel á heimilistækin var ekki bara með það á hreinu hvernig ætti að setja þurrkarann í gang. Hún kunni líka á tækið sem stendur við hliðina á þurrkaranum og hefur það hlutverk í tilverunni að gera fötin blaut svo það sé hægt að þurrka þau—sem sagt, blautarann. Stundum getur það nefnilega hent mann að misskilja ekki bara hvernig hlutirnir virka, heldur vaða líka í eintómri villu um raunverulegan tilgang þeirra og eðli.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun