Almannavarnir meta ástandið í Hítardal Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2018 14:37 Skriðan er há enda féll heil öxl úr fjallinu, að sögn Erlu Daggar. Erla Dögg Ármannsdóttir Fulltrúar almannavarna meta nú aðstæður í Hítardal á Mýrum þar sem stór skriða féll úr Fagraskógarfjalli og stíflaði Hítará snemma í morgun. Stórt lón hefur myndast í dalnum fyrir ofan stífluna. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til að aðstoða við að fá yfirsýn yfir svæðið með drónum og tryggja öryggi. Erla Dögg Ármannsdóttir, íbúi á bænum Hlítardal, sagði Vísi í dag að stór öxl hafi fallið úr fjallinu í morgun. Skriða sé einhverra tuga metra há og að minnsta kosti fimmhundruð metra löng. Hún hafi algerlega stíflað farveg Hítarár. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, kannar lögregla og fulltrúi aðgerðastjórnar björgunarsveita á svæðinu aðstæður. Um hálf tvö leytið var óskað eftir aðstoð björgunarsveita með fólki og drónum til að meta mögulega hættu og tryggja öryggi og lokanir á umferð. Ekki sé ljóst hvert vatnið úr ánni leitar vegna stíflunnar. Enn hefur þó ekki verið lokað formlega fyrir umferð um svæðið eftir því sem Davíð Már kemst næst. Starfsmenn ofanflóðavaktar Veðurstofunnar eru sagðir á leiðinni á staðinn en Davíð Már segir ekki hægt að útiloka frekari skriðuföll með fullri vissu. Stangaveiðifélag Reykjavíkur er með Hítará á leigu. Forsvarsmenn félagsins eru einnig á staðnum til að meta ástandið. Farvegur árinnar hefur þornað upp, um tíu kílómetra niður frá skriðunni. Almannavarnir Skriðufall í Hítardal Tengdar fréttir Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Fulltrúar almannavarna meta nú aðstæður í Hítardal á Mýrum þar sem stór skriða féll úr Fagraskógarfjalli og stíflaði Hítará snemma í morgun. Stórt lón hefur myndast í dalnum fyrir ofan stífluna. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til að aðstoða við að fá yfirsýn yfir svæðið með drónum og tryggja öryggi. Erla Dögg Ármannsdóttir, íbúi á bænum Hlítardal, sagði Vísi í dag að stór öxl hafi fallið úr fjallinu í morgun. Skriða sé einhverra tuga metra há og að minnsta kosti fimmhundruð metra löng. Hún hafi algerlega stíflað farveg Hítarár. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, kannar lögregla og fulltrúi aðgerðastjórnar björgunarsveita á svæðinu aðstæður. Um hálf tvö leytið var óskað eftir aðstoð björgunarsveita með fólki og drónum til að meta mögulega hættu og tryggja öryggi og lokanir á umferð. Ekki sé ljóst hvert vatnið úr ánni leitar vegna stíflunnar. Enn hefur þó ekki verið lokað formlega fyrir umferð um svæðið eftir því sem Davíð Már kemst næst. Starfsmenn ofanflóðavaktar Veðurstofunnar eru sagðir á leiðinni á staðinn en Davíð Már segir ekki hægt að útiloka frekari skriðuföll með fullri vissu. Stangaveiðifélag Reykjavíkur er með Hítará á leigu. Forsvarsmenn félagsins eru einnig á staðnum til að meta ástandið. Farvegur árinnar hefur þornað upp, um tíu kílómetra niður frá skriðunni.
Almannavarnir Skriðufall í Hítardal Tengdar fréttir Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32