Íþróttafréttakonur þurfa oft að sæta hræðilegum svívirðingum Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 9. júlí 2018 11:30 Maður grípur um fréttakonu í beinni útsendingu frá Rússlandi á dögunum DW/Skjáskot Konur eiga enn erfitt uppdráttar í karllægum heimi íþróttanna og það á ekki síst við um íþróttafréttamenn að sögn Suzanne Franks, prófessors í fjölmiðlun við City University í Lundúnum. Hún segir að konur sem starfi sem íþróttafréttamenn verði oft fyrir hræðilegum svívirðingum. Franks segir að heimur íþróttafréttamanna hafi ekki enn aðlagast þeirri vitundarvakningu sem hafi orðið í flestum öðrum starfsgreinum hvað varðar kynbundna áreitni og mismunun. Franks hefur varið síðustu árum í rannsóknir á starfsaðstæðum kvenna sem flytja fréttir af íþróttum. Hún segir að þrátt fyrir að konur hafi orðið sýnilegri á þeim vettvangi á allra síðustu árum sé enn langt í land hvað jafnrétti varðar. Vísir/Getty Sem dæmi megi nefna einelti sem konur verði fyrir á netinu þegar þær tjái sig um íþróttir, jafnvel þó að þær hafi atvinnu af. Þá séu tíð dæmi um að íþróttafréttakonur séu áreittar kynferðislega, bæði með orðum og gjörðum. Hún nefnir meðal annars mál Erin Andrews sem varð fyrir því árið 2008 að eltihrellir tók af henni nektarmyndband með leynilegri myndavél þegar hún var á hótelherbergi. Hún starfaði fyrir íþróttastöðina ESPN. Margar aðrar konur í stéttinni stigu fram og sögðu frá áreitni eftir að hennar mál komst í fjölmiðla. Áreitni, sem beinist gegn íþróttafréttakonum, hefur meðal annars vakið athygli á heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í Rússlandi í sumar. Nokkur dæmi hafa komið upp þar sem karlmenn áreittu fréttakonur í beinni útsendingu. Þeirra á meðal er brasilíska fréttakonan Julia Guimarães en hún vakti athygli fyrir kröftug mótmæli þegar maður vatt sér að henni og kyssti hana óboðinn. „Aldrei gera svona við konu, sýndu virðingu!“ sagði hún meðal annars. Spænska fréttakonan Julieth González Therán varð fyrir svipaðri áreitni í beinni útsendingu Deutsche Welle frá Rússlandi. Íslensku fréttakonurnar á HM fóru ekki varhluta af umhverfinu. Birta Björnsdóttir lýsti því í Síðdegisútvarpinu á dögunum hvernig það gerðist tvisvar að menn gripu hana úti á götu og reyndu að kyssa hana þegar hún var að reyna að sinna starfi sínu. Myndband af öðru atvikinu má sjá á vef RÚV. Maðurinn segir það falsfrétt að hann hafi verið að áreita fréttakonuna á myndinniCNN/Skjáskot Athygli vakti þegar Edda Sif Pálsdóttir varð fyrir áreiti kollega síns, Hjartar Hjartarsonar, sem var í kjölfarið sendur heim frá Rússlandi og sagði upp störfum hjá Sýn, sem rekur Stöð 2, Bylgjuna og Vísi. Hann hafði áður veist að henni með ofbeldi opinberlega og verið kærður fyrir, þó að sú kæra hafi verið látin niður falla eftir samkomulag. Á annað hundrað fjölmiðlakvenna sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þess var krafist að öryggi þeirra yrði tryggt á vinnustað. Þá vakti athygli að í umfjöllun CNN um áreitni á HM í Rússlandi var meðal annars birt mynd af stuðningsmanni íslenska landsliðsins. Í samtali við fréttastofu sagði maðurinn það falsfréttir að hann hafi verið að áreita fréttakonuna. Kyn hennar hafi ekki skipt máli, þetta hafi bara verið tilraun til að fá athygli með uppgerð og sprelli. HM 2018 í Rússlandi Fjölmiðlar MeToo Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira
Konur eiga enn erfitt uppdráttar í karllægum heimi íþróttanna og það á ekki síst við um íþróttafréttamenn að sögn Suzanne Franks, prófessors í fjölmiðlun við City University í Lundúnum. Hún segir að konur sem starfi sem íþróttafréttamenn verði oft fyrir hræðilegum svívirðingum. Franks segir að heimur íþróttafréttamanna hafi ekki enn aðlagast þeirri vitundarvakningu sem hafi orðið í flestum öðrum starfsgreinum hvað varðar kynbundna áreitni og mismunun. Franks hefur varið síðustu árum í rannsóknir á starfsaðstæðum kvenna sem flytja fréttir af íþróttum. Hún segir að þrátt fyrir að konur hafi orðið sýnilegri á þeim vettvangi á allra síðustu árum sé enn langt í land hvað jafnrétti varðar. Vísir/Getty Sem dæmi megi nefna einelti sem konur verði fyrir á netinu þegar þær tjái sig um íþróttir, jafnvel þó að þær hafi atvinnu af. Þá séu tíð dæmi um að íþróttafréttakonur séu áreittar kynferðislega, bæði með orðum og gjörðum. Hún nefnir meðal annars mál Erin Andrews sem varð fyrir því árið 2008 að eltihrellir tók af henni nektarmyndband með leynilegri myndavél þegar hún var á hótelherbergi. Hún starfaði fyrir íþróttastöðina ESPN. Margar aðrar konur í stéttinni stigu fram og sögðu frá áreitni eftir að hennar mál komst í fjölmiðla. Áreitni, sem beinist gegn íþróttafréttakonum, hefur meðal annars vakið athygli á heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í Rússlandi í sumar. Nokkur dæmi hafa komið upp þar sem karlmenn áreittu fréttakonur í beinni útsendingu. Þeirra á meðal er brasilíska fréttakonan Julia Guimarães en hún vakti athygli fyrir kröftug mótmæli þegar maður vatt sér að henni og kyssti hana óboðinn. „Aldrei gera svona við konu, sýndu virðingu!“ sagði hún meðal annars. Spænska fréttakonan Julieth González Therán varð fyrir svipaðri áreitni í beinni útsendingu Deutsche Welle frá Rússlandi. Íslensku fréttakonurnar á HM fóru ekki varhluta af umhverfinu. Birta Björnsdóttir lýsti því í Síðdegisútvarpinu á dögunum hvernig það gerðist tvisvar að menn gripu hana úti á götu og reyndu að kyssa hana þegar hún var að reyna að sinna starfi sínu. Myndband af öðru atvikinu má sjá á vef RÚV. Maðurinn segir það falsfrétt að hann hafi verið að áreita fréttakonuna á myndinniCNN/Skjáskot Athygli vakti þegar Edda Sif Pálsdóttir varð fyrir áreiti kollega síns, Hjartar Hjartarsonar, sem var í kjölfarið sendur heim frá Rússlandi og sagði upp störfum hjá Sýn, sem rekur Stöð 2, Bylgjuna og Vísi. Hann hafði áður veist að henni með ofbeldi opinberlega og verið kærður fyrir, þó að sú kæra hafi verið látin niður falla eftir samkomulag. Á annað hundrað fjölmiðlakvenna sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þess var krafist að öryggi þeirra yrði tryggt á vinnustað. Þá vakti athygli að í umfjöllun CNN um áreitni á HM í Rússlandi var meðal annars birt mynd af stuðningsmanni íslenska landsliðsins. Í samtali við fréttastofu sagði maðurinn það falsfréttir að hann hafi verið að áreita fréttakonuna. Kyn hennar hafi ekki skipt máli, þetta hafi bara verið tilraun til að fá athygli með uppgerð og sprelli.
HM 2018 í Rússlandi Fjölmiðlar MeToo Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira