Tímaskekkja Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 30. júní 2018 08:30 Fjórir blaðamenn voru sakfelldir í Hæstarétti í vikunni fyrir meiðyrði vegna frétta af svokölluðu Hlíðamáli. Tveir karlmenn voru sakaðir um nauðgun en lögreglan vísaði málinu frá vegna skorts á sönnunargögnum. Hæstiréttur gerir mikið úr því að ekki hafi verið rétt að íbúðin, þar sem verknaðurinn átti að hafa átt sér stað, hafi verið „útbúin“ til nauðgana líkt og sagt var í Fréttablaðinu. Vissulega var þar ofsagt, en það breytir litlu um heildarmyndina. Áhersluna á að hanka blaðamenn á smáatriðum, sem síðar reynast ónákvæm, hafa blaðamenn þurft að venja sig við í seinni tíð. Fréttin snerist um að menn voru kærðir fyrir nauðgun, efni kærunnar og að lögreglan rannsakaði málið. Þó að málið hafi verið fellt niður liggur ekkert annað fyrir en að sannanir voru ekki nægar, enda sönnunarbyrðin erfið, þegar aðeins tveir eru til frásagnar. Í dómi Hæstaréttar segir að rétturinn telji að við mat á því hvernig draga skuli mörk milli tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs verði að taka tillit til þess að í fámennu og opnu samfélagi eins og hér á landi, þar sem upplýsingar um fólk eru öllum aðgengilegar, sé auðvelt að finna út hver á í hlut, enda hafi mennirnir verið nafngreindir á samfélagsmiðlum og birtar af þeim myndir. Í þessum efnum er lítill munur á smáu samfélagi og stóru. Einstaklingur sem býr í stórborg á vini, kunningja, nágranna og samferðamenn alveg eins og sá sem býr í smáþorpi. Fólk getur verið úthrópað með réttu eða röngu hvort sem er í milljónaborg eða sveit. Í þessari mótsögn, sem byggist á heimóttarskap, felst að ein regla eigi að gilda í stórum bæ en önnur þar sem fáir búa. Fréttablaðið birti aldrei nöfn eða myndir af þeim kærðu. Blaðið hélt þá reglu í heiðri í hvívetna að menn séu saklausir uns sekt er sönnuð. Blaðið getur ekki borið ábyrgð á því að fólk úti í bæ leggi saman tvo og tvo og bregðist við fréttum þannig að Hæstarétti mislíki. Við segjum fréttir og getum ekki látið óttann við að upp komist hverjir eiga í hlut verða til þess að fréttnæmir atburðir liggi í þagnargildi. Blaðamenn verða að vanda sig. En áherslan á smáatriðin má ekki verða til þess að þeir þori ekki að segja fréttir. Fréttir eru ólíkar dómum dómstóla. Rangar frásagnir eða ónákvæmar leiðrétta sig eftir því sem atburðarás vindur fram. Fólk veit það. En vitlausir dómar standa eins og dæmin sanna. Fréttir eru sagðar í rauntíma. Eðli máls samkvæmt liggja ekki allar staðreyndir fyrir. Dómstólar verða að eftirláta blaðamönnum sanngjarnt rými. Blaðamenn á Íslandi fá það ekki. Starfsumhverfi fjölmiðla er eitt, en annað og verra er að í niðurstöðu Hæstaréttar felast skilaboð til fórnarlamba kynferðisbrota, þar sem sönnunarbyrði er erfið, um að tjá sig ekki opinberlega um reynslu sína. Fullyrða má, að engin metoo-bylting hefði orðið ef fjölmiðlar nálægra landa þyrftu að uppfylla kröfurnar sem Hæstiréttur gerir. Nafngreindir karlar austan hafs og vestan hafa orðið að svara fyrir ásakanir sem fyrst koma fram í fjölmiðlum. Sjaldnast liggja fyrir kærur, hvað þá opinberar ákærur. Ef Hæstiréttur Íslands réði ríkjum þyrfti að kveða upp dóma á færiböndum næstu misserin. Niðurstaða Hæstaréttar er tímaskekkja. Blaðamenn á Íslandi líkt og í nálægum löndum verða að fá svigrúm til að fjalla um kynferðisbrot á rannsóknarstigi. Auðvitað kann að vera að gerð verði mistök á þeirri vegferð, en viðurlögin mega ekki vera slík, eins og nú, að umfjöllun þagni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Fjórir blaðamenn voru sakfelldir í Hæstarétti í vikunni fyrir meiðyrði vegna frétta af svokölluðu Hlíðamáli. Tveir karlmenn voru sakaðir um nauðgun en lögreglan vísaði málinu frá vegna skorts á sönnunargögnum. Hæstiréttur gerir mikið úr því að ekki hafi verið rétt að íbúðin, þar sem verknaðurinn átti að hafa átt sér stað, hafi verið „útbúin“ til nauðgana líkt og sagt var í Fréttablaðinu. Vissulega var þar ofsagt, en það breytir litlu um heildarmyndina. Áhersluna á að hanka blaðamenn á smáatriðum, sem síðar reynast ónákvæm, hafa blaðamenn þurft að venja sig við í seinni tíð. Fréttin snerist um að menn voru kærðir fyrir nauðgun, efni kærunnar og að lögreglan rannsakaði málið. Þó að málið hafi verið fellt niður liggur ekkert annað fyrir en að sannanir voru ekki nægar, enda sönnunarbyrðin erfið, þegar aðeins tveir eru til frásagnar. Í dómi Hæstaréttar segir að rétturinn telji að við mat á því hvernig draga skuli mörk milli tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs verði að taka tillit til þess að í fámennu og opnu samfélagi eins og hér á landi, þar sem upplýsingar um fólk eru öllum aðgengilegar, sé auðvelt að finna út hver á í hlut, enda hafi mennirnir verið nafngreindir á samfélagsmiðlum og birtar af þeim myndir. Í þessum efnum er lítill munur á smáu samfélagi og stóru. Einstaklingur sem býr í stórborg á vini, kunningja, nágranna og samferðamenn alveg eins og sá sem býr í smáþorpi. Fólk getur verið úthrópað með réttu eða röngu hvort sem er í milljónaborg eða sveit. Í þessari mótsögn, sem byggist á heimóttarskap, felst að ein regla eigi að gilda í stórum bæ en önnur þar sem fáir búa. Fréttablaðið birti aldrei nöfn eða myndir af þeim kærðu. Blaðið hélt þá reglu í heiðri í hvívetna að menn séu saklausir uns sekt er sönnuð. Blaðið getur ekki borið ábyrgð á því að fólk úti í bæ leggi saman tvo og tvo og bregðist við fréttum þannig að Hæstarétti mislíki. Við segjum fréttir og getum ekki látið óttann við að upp komist hverjir eiga í hlut verða til þess að fréttnæmir atburðir liggi í þagnargildi. Blaðamenn verða að vanda sig. En áherslan á smáatriðin má ekki verða til þess að þeir þori ekki að segja fréttir. Fréttir eru ólíkar dómum dómstóla. Rangar frásagnir eða ónákvæmar leiðrétta sig eftir því sem atburðarás vindur fram. Fólk veit það. En vitlausir dómar standa eins og dæmin sanna. Fréttir eru sagðar í rauntíma. Eðli máls samkvæmt liggja ekki allar staðreyndir fyrir. Dómstólar verða að eftirláta blaðamönnum sanngjarnt rými. Blaðamenn á Íslandi fá það ekki. Starfsumhverfi fjölmiðla er eitt, en annað og verra er að í niðurstöðu Hæstaréttar felast skilaboð til fórnarlamba kynferðisbrota, þar sem sönnunarbyrði er erfið, um að tjá sig ekki opinberlega um reynslu sína. Fullyrða má, að engin metoo-bylting hefði orðið ef fjölmiðlar nálægra landa þyrftu að uppfylla kröfurnar sem Hæstiréttur gerir. Nafngreindir karlar austan hafs og vestan hafa orðið að svara fyrir ásakanir sem fyrst koma fram í fjölmiðlum. Sjaldnast liggja fyrir kærur, hvað þá opinberar ákærur. Ef Hæstiréttur Íslands réði ríkjum þyrfti að kveða upp dóma á færiböndum næstu misserin. Niðurstaða Hæstaréttar er tímaskekkja. Blaðamenn á Íslandi líkt og í nálægum löndum verða að fá svigrúm til að fjalla um kynferðisbrot á rannsóknarstigi. Auðvitað kann að vera að gerð verði mistök á þeirri vegferð, en viðurlögin mega ekki vera slík, eins og nú, að umfjöllun þagni.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun