Fordæmalausar sektarheimildir María Kristjánsdóttir skrifar 20. júní 2018 07:00 Eitt af síðustu verkum Alþingis þann 13. júní 2018 áður en þingmenn héldu í sumarfrí var að samþykkja ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Frumvarpið var keyrt í gegnum Alþingi á miklum hraða á síðustu dögum þingsins, sem er sérstakt og í raun gagnrýnivert í ljósi þess um hversu veigamikið og flókið mál er að ræða. Með lögunum er ný persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins innleidd í íslensk lög, en reglugerðin felur í sér umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á þessu réttarsviði í tvo áratugi og markar því mikilvæg tímamót. Ein veigamesta nýjungin eru stórauknar valdheimildir sem Persónuvernd eru fengnar í hendur í tengslum við viðurlög við brotum á ákvæðum laganna. Þau viðurlög sem kveðið er á um í nýju lögunum eru stjórnvaldssektir og refsingar, en að auki er heimilt að beita dagsektum í ákveðnum tilvikum. Helsta nýmæli laganna hvað þetta varðar er heimild til að leggja stjórnvaldssekt á þá sem brjóta gegn ákvæðum laganna, bæði einkaaðila og opinbera aðila. Sektarfjárhæðirnar sem mælt er fyrir um eru með því hæsta sem þekkist í íslenskum lögum, en sektarramminn er frá 100 þúsund krónum til 2,4 milljarða króna fyrir alvarlegustu brotin. Í þeim tilfellum sem fyrirtæki hefur gerst brotlegt við ákvæði laganna getur sektin numið 4% af árlegri heildarveltu á heimsvísu og því ekki útilokað að sektarfjárhæðin verði hærri en 2,4 milljarðar króna. Í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að afar ólíklegt verður að teljast að lögð verði sekt að fjárhæð 2,4 milljarðar króna á íslensk fyrirtæki. Sektarhámarkið tekur mið af því umhverfi sem persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins er sett í og að öllum líkindum aðeins stór alþjóðleg fyrirtæki með tugmilljarða króna í veltu sem munu sjá slíkar sektarfjárhæðir. Engu að síður er ljóst að sektir sem lagðar verða á íslensk fyrirtæki geta numið afar háum fjárhæðum og varða lögin því mikilvæga hagsmuni fyrirtækja. Víða í íslenskum lögum er mælt fyrir um heimild til að leggja á stjórnvaldssektir. Algengt er að hámark sektarfjárhæðar á lögaðila sé á bilinu 10-50 milljónir króna. Fjármálaeftirlitið hefur þó heimild til að leggja stjórnvaldssekt allt að 800 milljónir króna á eftirlitsskylda lögaðila, þ. á m. fjármálafyrirtæki. Þá er ennfremur rétt að nefna að samkeppnislög heimila Samkeppniseftirlitinu að leggja á sektir sem geta numið allt að 10% af heildarveltu fyrirtækja. Það er því ljóst að fjárhæð stjórnvaldssekta sem mælt er fyrir um í hinum nýju lögum um persónuvernd er langtum hærri en það sem áður hefur þekkst í íslensku lagaumhverfi. Til þess að spá fyrir um beitingu stjórnvaldssekta samkvæmt nýjum lögum um persónuvernd er áhugavert að skoða framkvæmd á beitingu stjórnvaldssekta í samkeppnisrétti hingað til. Núgildandi samkeppnislög voru sett 2005 og sama ár var Samkeppniseftirlitið sett á stofn. Á rúmlega tíu ára tímabili frá miðju ári 2005 til fyrri hluta árs 2016 sektaði stofnunin 63 fyrirtæki fyrir brot gegn samkeppnislögum og nam samanlögð fjárhæð stjórnvaldssekta í umræddum málum rúmlega 8 milljörðum. Sektir Samkeppniseftirlitsins í einstökum málum hafa jafnframt numið hundruðum milljóna, allt að 650 milljónum króna. Framkvæmd og beiting stjórnvaldssekta á sviði samkeppnisréttar sýnir glögglega að eftirlitsstofnanir hér á landi veigra sér ekki við að beita þeim valdheimildum sem þær hafa. Það er engin ástæða til að ætla annað en að hið sama muni gilda um Persónuvernd. Á þessu ári hafa fjárheimildir til Persónuverndar verið auknar verulega í þeim tilgangi að styrkja starfsemi stofnunarinnar til að geta betur sinnt eftirlitshlutverki sínu samkvæmt nýjum lögum. Þá er jafnframt gert ráð fyrir því að fjárheimildir Persónuverndar muni enn aukast á næstu árum með tilheyrandi fjölgun starfsfólks. Af framangreindu er ljóst að ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga fela í sér stórauknar valdheimildir Persónuverndar með heimild til að leggja á hæstu sektir sem um getur í íslensku lagaumhverfi. Ekkert bendir til annars en að heimild þessari verði beitt gagnvart brotlegum aðilum. Allir aðilar sem vinna með persónuupplýsingar einstaklinga hafa því gífurlega hagsmuni af því að starfsemi þeirra uppfylli ákvæði laganna. Lögin munu taka gildi 15. júlí næstkomandi og því ekki seinna vænna að taka meðferð persónuupplýsinga innan fyrirtækja til gaumgæfilegrar skoðunar út frá ákvæðum hinna nýju laga.Höfundur er lögmaður á LEX. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Eitt af síðustu verkum Alþingis þann 13. júní 2018 áður en þingmenn héldu í sumarfrí var að samþykkja ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Frumvarpið var keyrt í gegnum Alþingi á miklum hraða á síðustu dögum þingsins, sem er sérstakt og í raun gagnrýnivert í ljósi þess um hversu veigamikið og flókið mál er að ræða. Með lögunum er ný persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins innleidd í íslensk lög, en reglugerðin felur í sér umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á þessu réttarsviði í tvo áratugi og markar því mikilvæg tímamót. Ein veigamesta nýjungin eru stórauknar valdheimildir sem Persónuvernd eru fengnar í hendur í tengslum við viðurlög við brotum á ákvæðum laganna. Þau viðurlög sem kveðið er á um í nýju lögunum eru stjórnvaldssektir og refsingar, en að auki er heimilt að beita dagsektum í ákveðnum tilvikum. Helsta nýmæli laganna hvað þetta varðar er heimild til að leggja stjórnvaldssekt á þá sem brjóta gegn ákvæðum laganna, bæði einkaaðila og opinbera aðila. Sektarfjárhæðirnar sem mælt er fyrir um eru með því hæsta sem þekkist í íslenskum lögum, en sektarramminn er frá 100 þúsund krónum til 2,4 milljarða króna fyrir alvarlegustu brotin. Í þeim tilfellum sem fyrirtæki hefur gerst brotlegt við ákvæði laganna getur sektin numið 4% af árlegri heildarveltu á heimsvísu og því ekki útilokað að sektarfjárhæðin verði hærri en 2,4 milljarðar króna. Í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að afar ólíklegt verður að teljast að lögð verði sekt að fjárhæð 2,4 milljarðar króna á íslensk fyrirtæki. Sektarhámarkið tekur mið af því umhverfi sem persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins er sett í og að öllum líkindum aðeins stór alþjóðleg fyrirtæki með tugmilljarða króna í veltu sem munu sjá slíkar sektarfjárhæðir. Engu að síður er ljóst að sektir sem lagðar verða á íslensk fyrirtæki geta numið afar háum fjárhæðum og varða lögin því mikilvæga hagsmuni fyrirtækja. Víða í íslenskum lögum er mælt fyrir um heimild til að leggja á stjórnvaldssektir. Algengt er að hámark sektarfjárhæðar á lögaðila sé á bilinu 10-50 milljónir króna. Fjármálaeftirlitið hefur þó heimild til að leggja stjórnvaldssekt allt að 800 milljónir króna á eftirlitsskylda lögaðila, þ. á m. fjármálafyrirtæki. Þá er ennfremur rétt að nefna að samkeppnislög heimila Samkeppniseftirlitinu að leggja á sektir sem geta numið allt að 10% af heildarveltu fyrirtækja. Það er því ljóst að fjárhæð stjórnvaldssekta sem mælt er fyrir um í hinum nýju lögum um persónuvernd er langtum hærri en það sem áður hefur þekkst í íslensku lagaumhverfi. Til þess að spá fyrir um beitingu stjórnvaldssekta samkvæmt nýjum lögum um persónuvernd er áhugavert að skoða framkvæmd á beitingu stjórnvaldssekta í samkeppnisrétti hingað til. Núgildandi samkeppnislög voru sett 2005 og sama ár var Samkeppniseftirlitið sett á stofn. Á rúmlega tíu ára tímabili frá miðju ári 2005 til fyrri hluta árs 2016 sektaði stofnunin 63 fyrirtæki fyrir brot gegn samkeppnislögum og nam samanlögð fjárhæð stjórnvaldssekta í umræddum málum rúmlega 8 milljörðum. Sektir Samkeppniseftirlitsins í einstökum málum hafa jafnframt numið hundruðum milljóna, allt að 650 milljónum króna. Framkvæmd og beiting stjórnvaldssekta á sviði samkeppnisréttar sýnir glögglega að eftirlitsstofnanir hér á landi veigra sér ekki við að beita þeim valdheimildum sem þær hafa. Það er engin ástæða til að ætla annað en að hið sama muni gilda um Persónuvernd. Á þessu ári hafa fjárheimildir til Persónuverndar verið auknar verulega í þeim tilgangi að styrkja starfsemi stofnunarinnar til að geta betur sinnt eftirlitshlutverki sínu samkvæmt nýjum lögum. Þá er jafnframt gert ráð fyrir því að fjárheimildir Persónuverndar muni enn aukast á næstu árum með tilheyrandi fjölgun starfsfólks. Af framangreindu er ljóst að ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga fela í sér stórauknar valdheimildir Persónuverndar með heimild til að leggja á hæstu sektir sem um getur í íslensku lagaumhverfi. Ekkert bendir til annars en að heimild þessari verði beitt gagnvart brotlegum aðilum. Allir aðilar sem vinna með persónuupplýsingar einstaklinga hafa því gífurlega hagsmuni af því að starfsemi þeirra uppfylli ákvæði laganna. Lögin munu taka gildi 15. júlí næstkomandi og því ekki seinna vænna að taka meðferð persónuupplýsinga innan fyrirtækja til gaumgæfilegrar skoðunar út frá ákvæðum hinna nýju laga.Höfundur er lögmaður á LEX.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun