Lítill árangur hefur náðst við að auka jafnrétti í íþróttum Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. júní 2018 08:00 Stelpunum okkar gengur ekkert síður vel en strákunum okkar í fótboltanum. Ísland er í toppsæti síns riðils í undankeppni HM 2019 í fótbolta og spilar úrslitaleikinn um fyrsta sætið í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Vísbendingar eru um að á síðustu tuttugu árum hafi lítið gerst á vettvangi ríkisvaldsins til þess að stuðla að auknu jafnrétti kynjanna í íþróttum. Þetta má lesa út úr ritgerð sem birtist í vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla í gær. Þar er kannað hvernig íslenska ríkinu er skylt að tryggja kynjajafnrétti í íþróttum, á hvaða grundvelli slík skylda er reist og hvort ríkið hafi horft til sjónarmiða um kynjajafnrétti í stefnumótun sinni og fjárveitingum til íþróttamála. „Hér er um ákveðið brautryðjendaverk að ræða þar sem ekkert hefur verið skrifað um skuldbindingar íslenska ríkisins til að tryggja jafnrétti í íþróttum í íslenskri lögfræði hingað til,“ segir í greininni. Þar kemur fram að í framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016-2019 sé fjallað um jafnrétti kynjanna í íþróttum. „Athygli vekur að markmið framkvæmdaáætlunarinnar eru efnislega sambærileg þeim sem nefnd um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna var falið að vinna tillögur að með þingsályktun árið 1996,“ segir í ritgerðinni. Þetta sé líklega einhver vísbending um þann árangur sem hafi náðst.Styðja þarf betur við framkvæmd jafnréttisáætlana, segir í ritgerðinni.VÍSIR/GETTYÍ ritgerðinni eru lagðar til nokkrar tillögur að úrbótum í því skyni að vinna að auknu kynjajafnrétti í íþróttum á Íslandi. Þar er meðal annars lagt til að úthlutanir úr Íþróttasjóði, Afrekssjóði og öðrum sjóðum sem veita fjármunum frá opinberum aðilum til íþróttamála verði kyngreindar og kynjuð sjónarmið lögð til grundvallar við fjárútlát til málaflokksins. Þá segir í ritgerðinni að stefna stjórnvalda í íþróttamálum eins og hún birtist á fjárlögum taki ekki mið af kynjajafnréttissjónarmiðum og er lagt til að sjónarmiðum um kynjaða fjárlagagerð verði beitt í tengslum við vinnslu fjárheimilda til útgjalda í gegnum fjárlög. Einnig er lagt til að íþróttahreyfingin styðji við markvissa framkvæmd jafnréttisáætlana í starfsemi sinni allri. Jafnframt að íslenskir fulltrúar íþróttahreyfingarinnar, sem taka þátt í erlendu samstarfi og starfi erlendu sérsambandanna, beiti sér fyrir því að auka veg og hlut kvenna og stúlkna innan viðkomandi íþróttagreinar. Þetta taki bæði til reglna og innri starfsemi, en einnig í fjárhagslegu samhengi. Það eru þau María Bjarnadóttir, doktorsnemi í lögfræði við Háskólann í Sussex, Bjarni Már Magnússon, dósent við lagadeild HR, Hafrún Kristjánsdóttir, sviðsstjóri íþróttafræðasviðs HR, og Margrét Lilja Guðmundsdóttir, aðjúnkt við íþróttafræðasvið HR, sem skrifuðu greinina Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingar óhræddari við að að trúa á góðan árangur í íþróttum á alþjóðavettvangi Íþróttaiðkun barna á Íslandi er betur skipulögð svo möguleikarnir eru jafnari en í Bandaríkjunum og hér á landi er kynjamisréttið minna, segir prófessor við háskóla í Bandaríkjunum. 29. maí 2018 15:45 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Vísbendingar eru um að á síðustu tuttugu árum hafi lítið gerst á vettvangi ríkisvaldsins til þess að stuðla að auknu jafnrétti kynjanna í íþróttum. Þetta má lesa út úr ritgerð sem birtist í vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla í gær. Þar er kannað hvernig íslenska ríkinu er skylt að tryggja kynjajafnrétti í íþróttum, á hvaða grundvelli slík skylda er reist og hvort ríkið hafi horft til sjónarmiða um kynjajafnrétti í stefnumótun sinni og fjárveitingum til íþróttamála. „Hér er um ákveðið brautryðjendaverk að ræða þar sem ekkert hefur verið skrifað um skuldbindingar íslenska ríkisins til að tryggja jafnrétti í íþróttum í íslenskri lögfræði hingað til,“ segir í greininni. Þar kemur fram að í framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016-2019 sé fjallað um jafnrétti kynjanna í íþróttum. „Athygli vekur að markmið framkvæmdaáætlunarinnar eru efnislega sambærileg þeim sem nefnd um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna var falið að vinna tillögur að með þingsályktun árið 1996,“ segir í ritgerðinni. Þetta sé líklega einhver vísbending um þann árangur sem hafi náðst.Styðja þarf betur við framkvæmd jafnréttisáætlana, segir í ritgerðinni.VÍSIR/GETTYÍ ritgerðinni eru lagðar til nokkrar tillögur að úrbótum í því skyni að vinna að auknu kynjajafnrétti í íþróttum á Íslandi. Þar er meðal annars lagt til að úthlutanir úr Íþróttasjóði, Afrekssjóði og öðrum sjóðum sem veita fjármunum frá opinberum aðilum til íþróttamála verði kyngreindar og kynjuð sjónarmið lögð til grundvallar við fjárútlát til málaflokksins. Þá segir í ritgerðinni að stefna stjórnvalda í íþróttamálum eins og hún birtist á fjárlögum taki ekki mið af kynjajafnréttissjónarmiðum og er lagt til að sjónarmiðum um kynjaða fjárlagagerð verði beitt í tengslum við vinnslu fjárheimilda til útgjalda í gegnum fjárlög. Einnig er lagt til að íþróttahreyfingin styðji við markvissa framkvæmd jafnréttisáætlana í starfsemi sinni allri. Jafnframt að íslenskir fulltrúar íþróttahreyfingarinnar, sem taka þátt í erlendu samstarfi og starfi erlendu sérsambandanna, beiti sér fyrir því að auka veg og hlut kvenna og stúlkna innan viðkomandi íþróttagreinar. Þetta taki bæði til reglna og innri starfsemi, en einnig í fjárhagslegu samhengi. Það eru þau María Bjarnadóttir, doktorsnemi í lögfræði við Háskólann í Sussex, Bjarni Már Magnússon, dósent við lagadeild HR, Hafrún Kristjánsdóttir, sviðsstjóri íþróttafræðasviðs HR, og Margrét Lilja Guðmundsdóttir, aðjúnkt við íþróttafræðasvið HR, sem skrifuðu greinina
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingar óhræddari við að að trúa á góðan árangur í íþróttum á alþjóðavettvangi Íþróttaiðkun barna á Íslandi er betur skipulögð svo möguleikarnir eru jafnari en í Bandaríkjunum og hér á landi er kynjamisréttið minna, segir prófessor við háskóla í Bandaríkjunum. 29. maí 2018 15:45 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Íslendingar óhræddari við að að trúa á góðan árangur í íþróttum á alþjóðavettvangi Íþróttaiðkun barna á Íslandi er betur skipulögð svo möguleikarnir eru jafnari en í Bandaríkjunum og hér á landi er kynjamisréttið minna, segir prófessor við háskóla í Bandaríkjunum. 29. maí 2018 15:45