Allt annað en venjulegur dagur á skrifstofunni Tómas Þór Þórðarson í Volgograd skrifar 21. júní 2018 07:30 Alfreð Finnbogason og Hannes Þór Halldórsson munu ekki gleyma 16. júní 2018 í bráð. vísri/vilhelm Hannes Þór Halldórsson og Alfreð Finnbogason, leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta, segja upplifunina af Argentínuleiknum í Moskvu eðlilega vera eitthvað sem að þeir munu aldrei gleyma. Þeir félagarnir sátu fyrir svörum á blaðmannafundi á æfingasvæðinu í Kabardinka í gær og viðurkenndu að leikurinn við Messi og félaga var allt annað en venjulegur dagur á skrifstofunni. „Þetta var nú allt annað en venjulegur dagur í vinnunni. Þetta var auðvitað ótrúleg upplifun enda fyrsti leikur Íslands á heimsmeistaramóti. Það er eitthvað sem allir í hópnum eru stoltir af því að hafa tekið þátt í,“ sagði Hannes Þór Halldórsson.Hannes Þór varði víti frá Lionel Messi.vísir/vilhelmEinbeitingin á næsta leik Hannes varði víti frá Messi og Alfreð skoraði fyrsta mark Íslands á HM frá upphafi. Stórar stundir sem þeir munu gleyma seint. „Þetta voru stór augnablik og eitthvað sem við munum aldrei gleyma en ég held að núna snúist þetta um að leggja þetta aðeins til hliðar. Við munum heyra nóg af þessu síðar þegar að við verðum komnir heim. Nú þurfum við að einbeita okkur að næsta leik,“ sagði Hannes. Alfreð tók undir með markverðinum. Þetta var ógleymanlegt. „Þetta er stærsta sviðið sem hægt er að vera á í fótboltanum og er eitthvað sem mun fylgja okkur leikmönnum lengra eftir mótið,“ sagði hann. „Það var ekkert eðlilegt við þennan fyrsta leik. Þetta var fyrsti leikur Íslands á HM og erfiðara að ná ró fyrir þennan leik heldur en marga aðra.“Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM.VÍSIR/VILHELMFljótir í núllstillingu Strákarnir okkar lentu í Volgograd í gær og mæta Nígeríu hér í borg á morgun og þar þurfa þeir sigur ef þeir ætla sér stóra hluti í þessu móti. Stigið gegn Argentínu getur gleymst fljótt ef illa fer. „Eins og fótboltinn er vitum við að við þurfum að vera fljótir að núllstilla okkur. Stigið sem við fengum á móti Argentínu var frábært en við vitum að ekki förum við áfram með eitt stig,“ segir Alfreð. „Í fótboltanum ertu dæmdur af þínum síðasta leik. Við þurfum því að vera fljótir að ná okkur niður og gera okkur klára fyrir næsta leik því hvort sem að fer illa eða vel verður bragðið af síðasta leik alltaf í munninum,“ segir Alfreð FinnbogasonVísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson og Alfreð Finnbogason, leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta, segja upplifunina af Argentínuleiknum í Moskvu eðlilega vera eitthvað sem að þeir munu aldrei gleyma. Þeir félagarnir sátu fyrir svörum á blaðmannafundi á æfingasvæðinu í Kabardinka í gær og viðurkenndu að leikurinn við Messi og félaga var allt annað en venjulegur dagur á skrifstofunni. „Þetta var nú allt annað en venjulegur dagur í vinnunni. Þetta var auðvitað ótrúleg upplifun enda fyrsti leikur Íslands á heimsmeistaramóti. Það er eitthvað sem allir í hópnum eru stoltir af því að hafa tekið þátt í,“ sagði Hannes Þór Halldórsson.Hannes Þór varði víti frá Lionel Messi.vísir/vilhelmEinbeitingin á næsta leik Hannes varði víti frá Messi og Alfreð skoraði fyrsta mark Íslands á HM frá upphafi. Stórar stundir sem þeir munu gleyma seint. „Þetta voru stór augnablik og eitthvað sem við munum aldrei gleyma en ég held að núna snúist þetta um að leggja þetta aðeins til hliðar. Við munum heyra nóg af þessu síðar þegar að við verðum komnir heim. Nú þurfum við að einbeita okkur að næsta leik,“ sagði Hannes. Alfreð tók undir með markverðinum. Þetta var ógleymanlegt. „Þetta er stærsta sviðið sem hægt er að vera á í fótboltanum og er eitthvað sem mun fylgja okkur leikmönnum lengra eftir mótið,“ sagði hann. „Það var ekkert eðlilegt við þennan fyrsta leik. Þetta var fyrsti leikur Íslands á HM og erfiðara að ná ró fyrir þennan leik heldur en marga aðra.“Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM.VÍSIR/VILHELMFljótir í núllstillingu Strákarnir okkar lentu í Volgograd í gær og mæta Nígeríu hér í borg á morgun og þar þurfa þeir sigur ef þeir ætla sér stóra hluti í þessu móti. Stigið gegn Argentínu getur gleymst fljótt ef illa fer. „Eins og fótboltinn er vitum við að við þurfum að vera fljótir að núllstilla okkur. Stigið sem við fengum á móti Argentínu var frábært en við vitum að ekki förum við áfram með eitt stig,“ segir Alfreð. „Í fótboltanum ertu dæmdur af þínum síðasta leik. Við þurfum því að vera fljótir að ná okkur niður og gera okkur klára fyrir næsta leik því hvort sem að fer illa eða vel verður bragðið af síðasta leik alltaf í munninum,“ segir Alfreð FinnbogasonVísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Sjá meira