Upp með hausinn Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 23. júní 2018 11:00 Íslendingar töpuðu í gær fyrir Nígeríu á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Engin skömm er að því, nígeríska liðið er gott og firnasterkir leikmennirnir spila langflestir með feikisterkum evrópskum liðum. Til að ná sigri gegn slíku liði þarf hreinlega allt að ganga upp. Sú varð því miður ekki raunin í gær. Þegar horft var á leik Króatíu og Argentínu á fimmtudag varð ekki hjá því komist að bera íslenska liðið saman við hið argentínska. Nöfnin í því síðarnefnda eru mun stærri og þekktari. Með liðinu spilar sjálfur Lionel Messi, sem margir telja besta knattspyrnumann allra tíma. Við Íslendingar eigum líka okkar stórstjörnu, Gylfa Þór Sigurðsson. Hann er kannski enginn Messi, en hann hefur í ófá skiptin komið okkur Íslendingunum til bjargar á ögurstundu. Í leik Argentínu og Króatíu var augljóst að leikmenn Argentínu lögðu allt sitt traust á Messi. Þeir biðu hreinlega eftir því að Messi galdraði eitthvað úr engu. Svo fór að þeir þurftu að bíða í níutíu mínútur plús uppbótartíma og fram yfir lokaflaut því galdrarnir virtust tímabundið hafa yfirgefið snillinginn. Argentína tapaði 3-0. Þegar Messi tekst ekki að sýna sitt allra besta er engu líkara en hann sé latur. Auðvitað er hann það ekki, en stundum gengur hann í rólegheitum um völlinn, fórnar jafnvel höndum. Það geta snillingar leyft sér. Greyið litli töframaðurinn, honum hlýtur að vera illt í öxlunum að bera svo þungar byrðar fyrir hönd heillar þjóðar – þjóðar sem sannarlega lifir sig inn í það sem gerist á fótboltavellinum, allir sem einn að því er virðist. Íslenska liðið leitar sömuleiðis að Gylfa til að framkalla töfrana. Gylfi var venju samkvæmt góður gegn Nígeríu, en aldrei þessu vant þá klikkaði hann á ögurstundu – klúðraði víti. Gylfi okkar fer hins vegar alltaf fram með góðu fordæmi. Enginn í íslenska liðinu leggur harðar að sér en Gylfi, og gegn Nígeríu hljóp hann enn einu sinni lengst allra í liðinu. Gylfi fórnar fíngerðari leik sem honum er eðlislægur fyrir liðið. Í þau örfáu skipti sem Gylfi sýnir ekki sitt allra besta með landsliðinu er hreinlega ekkert hægt að skammast í honum, því við vitum að hann leggur sig alltaf allan fram þegar hann klæðist bláa búningnum. Meira er ekki hægt að biðja um. Hann hvetur liðsfélagana til dáða, færir þeim aukinn kraft. Enginn nýliði þorir að slá slöku við þegar hógværa stórstjarnan Gylfi hættir aldrei að hlaupa. Gylfi gefur tóninn, sem heimsbyggðin hefur hrifist af. Fáir hafa borið hróður Íslands víðar en Gylfi og strákarnir. Íslenska liðið á ennþá möguleika á að komast í næstu umferð. Til þess þarf Ísland að vinna Króatíu og úrslit í leik Argentínu og Nígeríu að falla með okkur. Annað eins hefur nú gerst. Miði er möguleiki. Upp með hausinn, Gylfi og strákarnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Íslendingar töpuðu í gær fyrir Nígeríu á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Engin skömm er að því, nígeríska liðið er gott og firnasterkir leikmennirnir spila langflestir með feikisterkum evrópskum liðum. Til að ná sigri gegn slíku liði þarf hreinlega allt að ganga upp. Sú varð því miður ekki raunin í gær. Þegar horft var á leik Króatíu og Argentínu á fimmtudag varð ekki hjá því komist að bera íslenska liðið saman við hið argentínska. Nöfnin í því síðarnefnda eru mun stærri og þekktari. Með liðinu spilar sjálfur Lionel Messi, sem margir telja besta knattspyrnumann allra tíma. Við Íslendingar eigum líka okkar stórstjörnu, Gylfa Þór Sigurðsson. Hann er kannski enginn Messi, en hann hefur í ófá skiptin komið okkur Íslendingunum til bjargar á ögurstundu. Í leik Argentínu og Króatíu var augljóst að leikmenn Argentínu lögðu allt sitt traust á Messi. Þeir biðu hreinlega eftir því að Messi galdraði eitthvað úr engu. Svo fór að þeir þurftu að bíða í níutíu mínútur plús uppbótartíma og fram yfir lokaflaut því galdrarnir virtust tímabundið hafa yfirgefið snillinginn. Argentína tapaði 3-0. Þegar Messi tekst ekki að sýna sitt allra besta er engu líkara en hann sé latur. Auðvitað er hann það ekki, en stundum gengur hann í rólegheitum um völlinn, fórnar jafnvel höndum. Það geta snillingar leyft sér. Greyið litli töframaðurinn, honum hlýtur að vera illt í öxlunum að bera svo þungar byrðar fyrir hönd heillar þjóðar – þjóðar sem sannarlega lifir sig inn í það sem gerist á fótboltavellinum, allir sem einn að því er virðist. Íslenska liðið leitar sömuleiðis að Gylfa til að framkalla töfrana. Gylfi var venju samkvæmt góður gegn Nígeríu, en aldrei þessu vant þá klikkaði hann á ögurstundu – klúðraði víti. Gylfi okkar fer hins vegar alltaf fram með góðu fordæmi. Enginn í íslenska liðinu leggur harðar að sér en Gylfi, og gegn Nígeríu hljóp hann enn einu sinni lengst allra í liðinu. Gylfi fórnar fíngerðari leik sem honum er eðlislægur fyrir liðið. Í þau örfáu skipti sem Gylfi sýnir ekki sitt allra besta með landsliðinu er hreinlega ekkert hægt að skammast í honum, því við vitum að hann leggur sig alltaf allan fram þegar hann klæðist bláa búningnum. Meira er ekki hægt að biðja um. Hann hvetur liðsfélagana til dáða, færir þeim aukinn kraft. Enginn nýliði þorir að slá slöku við þegar hógværa stórstjarnan Gylfi hættir aldrei að hlaupa. Gylfi gefur tóninn, sem heimsbyggðin hefur hrifist af. Fáir hafa borið hróður Íslands víðar en Gylfi og strákarnir. Íslenska liðið á ennþá möguleika á að komast í næstu umferð. Til þess þarf Ísland að vinna Króatíu og úrslit í leik Argentínu og Nígeríu að falla með okkur. Annað eins hefur nú gerst. Miði er möguleiki. Upp með hausinn, Gylfi og strákarnir.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun