Sungu Ó, Jesú, bróðir besti yfir leiði Viggu gömlu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. júní 2018 06:00 Legsteinn Viggu komin á sinn stað. Skólasysturnar Ólöf Eyjólfsdóttir, Rannveig Jónsdóttir, Jóna Sigríður Jónsdóttir, Erla Gerður Högnadóttir, Margrét Steina Gunnarsdóttir og Hrafnhildur Stella Stephens. Silja Ástþórsdóttir „Í ljósaskiptum langrar ævi gekk hún bæ frá bæ eða barst með straumi,“ er letrað aftan á legstein flökkukonunnar Vigdísar Ingvadóttur sem afhjúpaður var við Skeiðflatarkirkju daginn fyrir sautjánda júní. Steinninn er afrakstur söfnunar sem Jóna Sigríður Jónsdóttir frá Litla-Hvammi og fimm aðrar brottfluttar vinkonur hennar og skólasystur úr Mýrdal stóðu fyrir til að heiðra minningu Viggu gömlu sem alþekkt var á sinni tíð þar í héraðinu fyrir flökkulíf sitt. Jóna er ánægð með velheppnaða athöfn. Þrátt fyrir að einhverjir hefðu áhyggjur af því að tímasetningin, í miðjum leik Íslands við Argentínu á HM í fótbolta, myndi draga úr aðsókninni, mættu um sextíu manns í Skeiðflatarkirkju. „Það var mjög góð stemming og sólin skein á okkur,“ segir Jóna. Einn þeirra sem viðstaddir voru athöfnina er Sigurður Sigurðarson dýralæknir. Hann segist að jafnvel þótt hann hafi aldrei hittu Viggu gömlu hafi honum þótt vænt um þessa sérstöku förukonu. „Tengdafaðir minn, Einar bóndi í Kaldrananesi, talaði hlýlega um hana og hún var velkomin alls staðar á ferðum sínum, enda lagði hún ekki fyrir sig að bera sögur á milli bæja, eins og sumir förumenn gerðu,“ segir Sigurður. Séra Haraldur Kristjánsson, sóknarprestur í Vík, stýrði athöfninni og þrjár konur úr söfnunarhópnum fluttu ávörp. Inni í kirkjunni var sungið „Blessuð sértu sveitin mín“ en hjá legsteini Viggu gömlu söng hópurinn „Ó, Jesú, bróðir besti“. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vildi stýra afhjúpun en var afþakkaður Upphafskona að söfnun fyrir steini á gröf flökkukonunnar Viggu gömlu segir afleysingaprest ekki hafa átt frumkvæði að söfnuninni líkt og hann gefi í skyn. Presturinn hafi viljað stýra málinu án þess að þess hafi verið óskað. Hann sé velkominn á afhjúpun á laugardaginn. 14. júní 2018 06:00 Tveir legsteinar bjóðast á ómerkta gröf Vigdísar Tvær steinsmiðjur og fjöldi fólks býður aðstoð við að koma upp legsteini á leiði númer 148 í Skeiðflatarkirkjugarði. 3. nóvember 2017 07:00 Legsteinn Viggu gömlu tilbúinn fyrir vígsluna Flökkukonan Vigdís Ingvadóttir úr Mýrdal fær loks legstein rúmum sextíu árum eftir andlátið. Steinn verður afhjúpaður við athöfn í Skeiðflatarkirkjugarði á laugardag. Aðalsprautan í málinu vonast eftir góðri aðsókn þótt athöfnin sé í miðjum HM-leik Íslands og Argentínu. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
„Í ljósaskiptum langrar ævi gekk hún bæ frá bæ eða barst með straumi,“ er letrað aftan á legstein flökkukonunnar Vigdísar Ingvadóttur sem afhjúpaður var við Skeiðflatarkirkju daginn fyrir sautjánda júní. Steinninn er afrakstur söfnunar sem Jóna Sigríður Jónsdóttir frá Litla-Hvammi og fimm aðrar brottfluttar vinkonur hennar og skólasystur úr Mýrdal stóðu fyrir til að heiðra minningu Viggu gömlu sem alþekkt var á sinni tíð þar í héraðinu fyrir flökkulíf sitt. Jóna er ánægð með velheppnaða athöfn. Þrátt fyrir að einhverjir hefðu áhyggjur af því að tímasetningin, í miðjum leik Íslands við Argentínu á HM í fótbolta, myndi draga úr aðsókninni, mættu um sextíu manns í Skeiðflatarkirkju. „Það var mjög góð stemming og sólin skein á okkur,“ segir Jóna. Einn þeirra sem viðstaddir voru athöfnina er Sigurður Sigurðarson dýralæknir. Hann segist að jafnvel þótt hann hafi aldrei hittu Viggu gömlu hafi honum þótt vænt um þessa sérstöku förukonu. „Tengdafaðir minn, Einar bóndi í Kaldrananesi, talaði hlýlega um hana og hún var velkomin alls staðar á ferðum sínum, enda lagði hún ekki fyrir sig að bera sögur á milli bæja, eins og sumir förumenn gerðu,“ segir Sigurður. Séra Haraldur Kristjánsson, sóknarprestur í Vík, stýrði athöfninni og þrjár konur úr söfnunarhópnum fluttu ávörp. Inni í kirkjunni var sungið „Blessuð sértu sveitin mín“ en hjá legsteini Viggu gömlu söng hópurinn „Ó, Jesú, bróðir besti“.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vildi stýra afhjúpun en var afþakkaður Upphafskona að söfnun fyrir steini á gröf flökkukonunnar Viggu gömlu segir afleysingaprest ekki hafa átt frumkvæði að söfnuninni líkt og hann gefi í skyn. Presturinn hafi viljað stýra málinu án þess að þess hafi verið óskað. Hann sé velkominn á afhjúpun á laugardaginn. 14. júní 2018 06:00 Tveir legsteinar bjóðast á ómerkta gröf Vigdísar Tvær steinsmiðjur og fjöldi fólks býður aðstoð við að koma upp legsteini á leiði númer 148 í Skeiðflatarkirkjugarði. 3. nóvember 2017 07:00 Legsteinn Viggu gömlu tilbúinn fyrir vígsluna Flökkukonan Vigdís Ingvadóttir úr Mýrdal fær loks legstein rúmum sextíu árum eftir andlátið. Steinn verður afhjúpaður við athöfn í Skeiðflatarkirkjugarði á laugardag. Aðalsprautan í málinu vonast eftir góðri aðsókn þótt athöfnin sé í miðjum HM-leik Íslands og Argentínu. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Vildi stýra afhjúpun en var afþakkaður Upphafskona að söfnun fyrir steini á gröf flökkukonunnar Viggu gömlu segir afleysingaprest ekki hafa átt frumkvæði að söfnuninni líkt og hann gefi í skyn. Presturinn hafi viljað stýra málinu án þess að þess hafi verið óskað. Hann sé velkominn á afhjúpun á laugardaginn. 14. júní 2018 06:00
Tveir legsteinar bjóðast á ómerkta gröf Vigdísar Tvær steinsmiðjur og fjöldi fólks býður aðstoð við að koma upp legsteini á leiði númer 148 í Skeiðflatarkirkjugarði. 3. nóvember 2017 07:00
Legsteinn Viggu gömlu tilbúinn fyrir vígsluna Flökkukonan Vigdís Ingvadóttir úr Mýrdal fær loks legstein rúmum sextíu árum eftir andlátið. Steinn verður afhjúpaður við athöfn í Skeiðflatarkirkjugarði á laugardag. Aðalsprautan í málinu vonast eftir góðri aðsókn þótt athöfnin sé í miðjum HM-leik Íslands og Argentínu. 11. júní 2018 06:00