Hvernig á að bregðast við? Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. júní 2018 10:00 Þeir Íslendingar sem héldu til Rússlands til að styðja landsliðið á HM skemmtu sér konunglega. Ráðherrar og forseti Íslands voru fjarri góðu gamni, en ríkisstjórnin hafði látið þau boð út ganga að hún myndi ekki senda fulltrúa sína á mótið vegna taugaeitursárásar á Skripal-feðginin í Salisbury í Bretlandi sem Pútín er kennt um. Þessi ákvörðun vakti enga sérstaka athygli landsmanna, fyrir utan megna óánægju hlustenda Útvarps Sögu sem í símatímum fordæmdu fjarveru forsetans á mótinu og sögðu hann kúgaðan af illa innrættri og vonlausri ríkisstjórn. Þeir kvöddu síðan með fullyrðingu um að Ólafur Ragnar Grímsson hefði ekki látið bjóða sér slíka meðferð heldur tekið fyrsta flug til Rússlands. Forsetafrúin fór til Rússlands til að horfa á fótbolta og vel má túlka þá ferð sem svo að forsetinn hafi ekki með öllu verið sáttur við ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson mætti einnig galvaskur á leiki íslenska liðsins. Hann hefur örugglega farið á eigin kostnað sem prívat manneskja en um leið getur hann ekki alveg hrist af sér opinberu persónuna. Það hefði verið fullkomin hræsni af hans hálfu að mæta til Rússlands ef hann styddi í hjarta sínu ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Sennilega er hann á þeirri skoðun að í þessu tilviki hafi verið hæpið að blanda saman íþróttum og pólitík. Samband pólitíkur og íþrótta er flókið og stundum er eins og ekki sé til neitt rétt svar. Á sínum tíma hefði til dæmis mátt færa mjög gild rök fyrir því að ekki væri forsvaranlegt að senda íþróttafólk á Ólympíuleika Hitlers í Berlín árið 1936. Rökin gegn þeirri skoðun eru að þar var unnið afrek sem komst í heimssöguna þegar blökkumanninum Jesse Owens tókst með sigrum sínum að afsanna kenningar nasista um yfirburði hins aríska kynstofns. Þegar stjórnmálamenn byrja að taka ákvarðanir um að senda ekki fulltrúa á íþróttaviðburði í löndum þar sem stjórnvöld fremja fólskuverk þá er erfitt að draga mörkin. Hinn siðferðilegi vandi er æpandi þegar kemur að heimsmeistarakeppninni í fótbolta í Katar árið 2022. Íslendingar eru bjartsýnisfólk og gera vitanlega ráð fyrir þátttöku landsliðs síns í landi þar sem ýmislegt bjátar á. Í Katar er þegar byrjað að vinna að uppbyggingu leikvanga fyrir HM og yfirgnæfandi hluti þeirra sem koma að því verki eru farandverkamenn frá Suður-Asíu. Fullyrt er að hundruð þeirra hafi þegar látið lífið á vinnusvæðinu. Sharan Burrow, formaður Alþjóðasambands verkalýðsfélaga, segir að svo geti farið að allt að fjögur þúsund verkamenn hafi látið lífið vegna bágra aðstæðna áður en heimsmeistaramótið hefst. Íslenskir ráðamenn ákváðu að stilla sér upp við hlið vestrænna þjóða og mótmæla árásinni á Skripal-feðginin í Salisbury með því að senda ekki fulltrúa sína á HM í Rússlandi. Nú vill svo til að Skripal-feðginin eru á lífi og sögð við góða heilsu meðan nokkrar þúsundir bíða dauðans í Katar. Það er fórnin sem er færð til að halda HM í Katar. Spurningin sem bíður heimsbyggðarinnar er: Hvernig á að bregðast við? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Þeir Íslendingar sem héldu til Rússlands til að styðja landsliðið á HM skemmtu sér konunglega. Ráðherrar og forseti Íslands voru fjarri góðu gamni, en ríkisstjórnin hafði látið þau boð út ganga að hún myndi ekki senda fulltrúa sína á mótið vegna taugaeitursárásar á Skripal-feðginin í Salisbury í Bretlandi sem Pútín er kennt um. Þessi ákvörðun vakti enga sérstaka athygli landsmanna, fyrir utan megna óánægju hlustenda Útvarps Sögu sem í símatímum fordæmdu fjarveru forsetans á mótinu og sögðu hann kúgaðan af illa innrættri og vonlausri ríkisstjórn. Þeir kvöddu síðan með fullyrðingu um að Ólafur Ragnar Grímsson hefði ekki látið bjóða sér slíka meðferð heldur tekið fyrsta flug til Rússlands. Forsetafrúin fór til Rússlands til að horfa á fótbolta og vel má túlka þá ferð sem svo að forsetinn hafi ekki með öllu verið sáttur við ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson mætti einnig galvaskur á leiki íslenska liðsins. Hann hefur örugglega farið á eigin kostnað sem prívat manneskja en um leið getur hann ekki alveg hrist af sér opinberu persónuna. Það hefði verið fullkomin hræsni af hans hálfu að mæta til Rússlands ef hann styddi í hjarta sínu ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Sennilega er hann á þeirri skoðun að í þessu tilviki hafi verið hæpið að blanda saman íþróttum og pólitík. Samband pólitíkur og íþrótta er flókið og stundum er eins og ekki sé til neitt rétt svar. Á sínum tíma hefði til dæmis mátt færa mjög gild rök fyrir því að ekki væri forsvaranlegt að senda íþróttafólk á Ólympíuleika Hitlers í Berlín árið 1936. Rökin gegn þeirri skoðun eru að þar var unnið afrek sem komst í heimssöguna þegar blökkumanninum Jesse Owens tókst með sigrum sínum að afsanna kenningar nasista um yfirburði hins aríska kynstofns. Þegar stjórnmálamenn byrja að taka ákvarðanir um að senda ekki fulltrúa á íþróttaviðburði í löndum þar sem stjórnvöld fremja fólskuverk þá er erfitt að draga mörkin. Hinn siðferðilegi vandi er æpandi þegar kemur að heimsmeistarakeppninni í fótbolta í Katar árið 2022. Íslendingar eru bjartsýnisfólk og gera vitanlega ráð fyrir þátttöku landsliðs síns í landi þar sem ýmislegt bjátar á. Í Katar er þegar byrjað að vinna að uppbyggingu leikvanga fyrir HM og yfirgnæfandi hluti þeirra sem koma að því verki eru farandverkamenn frá Suður-Asíu. Fullyrt er að hundruð þeirra hafi þegar látið lífið á vinnusvæðinu. Sharan Burrow, formaður Alþjóðasambands verkalýðsfélaga, segir að svo geti farið að allt að fjögur þúsund verkamenn hafi látið lífið vegna bágra aðstæðna áður en heimsmeistaramótið hefst. Íslenskir ráðamenn ákváðu að stilla sér upp við hlið vestrænna þjóða og mótmæla árásinni á Skripal-feðginin í Salisbury með því að senda ekki fulltrúa sína á HM í Rússlandi. Nú vill svo til að Skripal-feðginin eru á lífi og sögð við góða heilsu meðan nokkrar þúsundir bíða dauðans í Katar. Það er fórnin sem er færð til að halda HM í Katar. Spurningin sem bíður heimsbyggðarinnar er: Hvernig á að bregðast við?
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun