Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. júní 2018 12:31 Ármann Kr. Ólafsson tók að nýju við bæjarstjórastólnum eftir sveitarstjórnarkosningarnar í maí. Vísir/Arnþór/Anton Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, hefur lagt til við bæjarstjórn þar í bæ að laun kjörinna fulltrúa, þar á meðal bæjarstjóra, verði lækkuð um 15 prósent. Launaþróun kjörinna fulltrúa, og þá einkum Ármanns sjálfs, hefur sætt nokkurri gagnrýni undanfarnar vikur og mánuði. Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. Var henni að því búnu vísað til forsætisnefndar með öllum greiddum atkvæðum.Sjá einnig: Laun Ármanns fram úr hófi Eins og áður sagði hefur úrskurður kjararáðs um hraustlega hækkun á launum þingmanna verið harðlega gagnrýnd en sú hækkun hafði áhrif á sveitarstjórnarstigið. Laun Ármanns, sem er einn launahæsti bæjarstjóri landsins, hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017 og fékk hann alls tæpar 2,5 milljónir á mánuði í fyrra fyrir bæjarstjórastarfið. Þá hækkuðu laun fulltrúa í bæjarstjórn og bæjarráði Kópavogsbæjar sömuleiðis um 20 prósent. Greinargerð um tillögu Ármanns má sjá í heild hér að neðan:Í kjölfar úrskurðar kjararáðs um kjör þingmanna samþykkti bæjarstjórn Kópavogs á nýliðnu kjörtímabili að hækka laun kjörinna fulltrúa og bæjarstjóra hjá Kópavogsbæ. Hækkunin tók þó ekki mið af úrskurði kjararáðs heldur var hækkunin lægri en þar var kveðið á um og tók þess í stað mið af þróun launavísitölu á vinnumarkaði. Engu að síður hefur komið fram gagnrýni á launaþróun þessara aðila sem og kjör annarra kjörinna fulltrúa í landinu m.a. af hálfu forystufólks á vinnumarkaði. Því er lagt til að launin lækki í upphafi kjörtímabils um 15% frá því sem þau eru nú.Margrét Friðriksdóttir lagði til að tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar verði vísað til úrvinnslu forsætisnefndar. Var það samþykkt með 11 atkvæðum. Kjaramál Kosningar 2018 Tengdar fréttir Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Segir launahækkunina vera í samræmi við launaþróun Ármann Kr. Ólafsson segir laun bæjarstjóra Kópavogs hafa fylgt úrskurði kjararáðs áratugum saman og því ekki um sérstaka hækkun að ræða, en laun hans hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 20. maí 2018 12:17 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Braust inn og stal bjórkútum Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, hefur lagt til við bæjarstjórn þar í bæ að laun kjörinna fulltrúa, þar á meðal bæjarstjóra, verði lækkuð um 15 prósent. Launaþróun kjörinna fulltrúa, og þá einkum Ármanns sjálfs, hefur sætt nokkurri gagnrýni undanfarnar vikur og mánuði. Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. Var henni að því búnu vísað til forsætisnefndar með öllum greiddum atkvæðum.Sjá einnig: Laun Ármanns fram úr hófi Eins og áður sagði hefur úrskurður kjararáðs um hraustlega hækkun á launum þingmanna verið harðlega gagnrýnd en sú hækkun hafði áhrif á sveitarstjórnarstigið. Laun Ármanns, sem er einn launahæsti bæjarstjóri landsins, hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017 og fékk hann alls tæpar 2,5 milljónir á mánuði í fyrra fyrir bæjarstjórastarfið. Þá hækkuðu laun fulltrúa í bæjarstjórn og bæjarráði Kópavogsbæjar sömuleiðis um 20 prósent. Greinargerð um tillögu Ármanns má sjá í heild hér að neðan:Í kjölfar úrskurðar kjararáðs um kjör þingmanna samþykkti bæjarstjórn Kópavogs á nýliðnu kjörtímabili að hækka laun kjörinna fulltrúa og bæjarstjóra hjá Kópavogsbæ. Hækkunin tók þó ekki mið af úrskurði kjararáðs heldur var hækkunin lægri en þar var kveðið á um og tók þess í stað mið af þróun launavísitölu á vinnumarkaði. Engu að síður hefur komið fram gagnrýni á launaþróun þessara aðila sem og kjör annarra kjörinna fulltrúa í landinu m.a. af hálfu forystufólks á vinnumarkaði. Því er lagt til að launin lækki í upphafi kjörtímabils um 15% frá því sem þau eru nú.Margrét Friðriksdóttir lagði til að tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar verði vísað til úrvinnslu forsætisnefndar. Var það samþykkt með 11 atkvæðum.
Kjaramál Kosningar 2018 Tengdar fréttir Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Segir launahækkunina vera í samræmi við launaþróun Ármann Kr. Ólafsson segir laun bæjarstjóra Kópavogs hafa fylgt úrskurði kjararáðs áratugum saman og því ekki um sérstaka hækkun að ræða, en laun hans hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 20. maí 2018 12:17 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Braust inn og stal bjórkútum Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00
Segir launahækkunina vera í samræmi við launaþróun Ármann Kr. Ólafsson segir laun bæjarstjóra Kópavogs hafa fylgt úrskurði kjararáðs áratugum saman og því ekki um sérstaka hækkun að ræða, en laun hans hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 20. maí 2018 12:17