Reglulegt bransatal við flugmennina í háloftunum Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 10. júní 2018 07:30 Rúrik Gíslason kíkti framm í til Guðmundar Gíslasonar flugstjóra og kollega hjá Icelandair. Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðið í knattspyrnu er komið til Rússlands eftir samanlagt tíu klukkustunda ferðalag frá Hótel Hilton á Suðurlandsbraut á Hótel Nadezhda í Kabardinka. Liðið lagði af stað frá Hilton upp úr klukkan níu að íslenskum tíma og voru komnir á leiðarenda um klukkan 22 að staðartíma, klukkan sjö að íslenskum tíma. Babb kom í bátinn þegar í ljós kom að taska landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar hafði farið í ranga rútu. Úr varð hálftíma seinkun á flugi en leikmenn komu við í Saga Lounge í Keflavík í stundarfjórðung eða svo áður en haldið var út í vél. Sungið var fyrir landsliðsmennina og þeim sýnt myndband með kveðjum ættingja og vina.Kveðjukoss fyrir brottför. Kristbjörg Jónasdóttir smellir einum á landsliðsfyrirliðinn.Vísir/VilhelmFlugið tók um sex klukkustundir og snæddu menn lax, nautalund, piri piri kjúkling og súkkulaðifrauð. Margir lögðu aftur augun en sumir nýttu tækifærið og kíktu í heimsókn í flugstjórnarklefann. Þar réð Guðmundur Gíslason flugstjóri ríkjum og spjallaði við gestkomandi. Nokkrir fjölmiðlar voru mættir á flugvöll landsliðsins þegar leikmenn snertu rússneska jörð áður en haldið var upp í sérmerkta rútu. Þaðan var ekið að hóteli íslenska liðsins þar sem bæjarstjórinn í Gelendzhik sagði nokkur vel valinn orð og bauð hópinn velkominn.Framundan í dag er opin æfing á æfingavelli strákanna klukkan 11:30 að staðartíma, eða klukkan 8:30 að íslenskum tíma. Þar mun bæjarbúum gefast kostur að bera strákana augum auk þess sem fjölmiðlar héðan og þaðan munu ræða við strákana í íslenska liðinu.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.KR-ingarnir Albert Guðmundsson og Rúnar Alex Rúnarsson í fínasta pússinu í Leifsstöð í gær.Vísir/VilhelmSíðasti kaffibollinn á Íslandi fyrir brottför.Vísir/VilhelmÞessar voru heldur betur í stuði þegar strákarnir voru kvaddir í Keflavík.Vísir/VilhelmÞessar mættu um borð við lendingu í Gelendzhik og tóku vegabréf Íslendinganna.Vísir/VilhelmAron Einar lansliðsfyrirliði fór fyrstur leikmanna frá borði.Vísir/VilhelmHópurinn kominn á rússneska grundu. Í bakgrunni má sjá rútu íslenska liðsins, skreytta í fánalitunum og merkta Íslandi.Vísir/Vilhelm HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu er komið til Rússlands eftir samanlagt tíu klukkustunda ferðalag frá Hótel Hilton á Suðurlandsbraut á Hótel Nadezhda í Kabardinka. Liðið lagði af stað frá Hilton upp úr klukkan níu að íslenskum tíma og voru komnir á leiðarenda um klukkan 22 að staðartíma, klukkan sjö að íslenskum tíma. Babb kom í bátinn þegar í ljós kom að taska landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar hafði farið í ranga rútu. Úr varð hálftíma seinkun á flugi en leikmenn komu við í Saga Lounge í Keflavík í stundarfjórðung eða svo áður en haldið var út í vél. Sungið var fyrir landsliðsmennina og þeim sýnt myndband með kveðjum ættingja og vina.Kveðjukoss fyrir brottför. Kristbjörg Jónasdóttir smellir einum á landsliðsfyrirliðinn.Vísir/VilhelmFlugið tók um sex klukkustundir og snæddu menn lax, nautalund, piri piri kjúkling og súkkulaðifrauð. Margir lögðu aftur augun en sumir nýttu tækifærið og kíktu í heimsókn í flugstjórnarklefann. Þar réð Guðmundur Gíslason flugstjóri ríkjum og spjallaði við gestkomandi. Nokkrir fjölmiðlar voru mættir á flugvöll landsliðsins þegar leikmenn snertu rússneska jörð áður en haldið var upp í sérmerkta rútu. Þaðan var ekið að hóteli íslenska liðsins þar sem bæjarstjórinn í Gelendzhik sagði nokkur vel valinn orð og bauð hópinn velkominn.Framundan í dag er opin æfing á æfingavelli strákanna klukkan 11:30 að staðartíma, eða klukkan 8:30 að íslenskum tíma. Þar mun bæjarbúum gefast kostur að bera strákana augum auk þess sem fjölmiðlar héðan og þaðan munu ræða við strákana í íslenska liðinu.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.KR-ingarnir Albert Guðmundsson og Rúnar Alex Rúnarsson í fínasta pússinu í Leifsstöð í gær.Vísir/VilhelmSíðasti kaffibollinn á Íslandi fyrir brottför.Vísir/VilhelmÞessar voru heldur betur í stuði þegar strákarnir voru kvaddir í Keflavík.Vísir/VilhelmÞessar mættu um borð við lendingu í Gelendzhik og tóku vegabréf Íslendinganna.Vísir/VilhelmAron Einar lansliðsfyrirliði fór fyrstur leikmanna frá borði.Vísir/VilhelmHópurinn kominn á rússneska grundu. Í bakgrunni má sjá rútu íslenska liðsins, skreytta í fánalitunum og merkta Íslandi.Vísir/Vilhelm
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira