Southgate: Gerum hið ómögulega mögulegt Einar Sigurvinsson skrifar 10. júní 2018 14:00 Gareth Southgate. vísir/getty „Þeir eru ungir og hungraðir, þeir eru með eldmóðinn og ekkert lítið af gæðum,“ segir Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, en hann hefur mikla trú á sínum mönnum á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Enska landsliðið æltar sér stóra hluti á mótinu, en á dögunum sagði Harry Kane, fyrirliði liðsins og framherji Tottenham, að enska liðið gæti vel staðið uppi sem sigurvegari á mótinu. Undir þetta tók samherji hans hjá Lundúnarliðinu, Dele Alli, sem sagði að silfur á mótinu myndi vera vonbrigði fyrir Englendinga. „Af hverju ætti ég að setja takmörk á það sem þeir hafa trú á? Starf mitt er að gefa fólki færi á að láta sig dreyma. Hvert er orðatiltækið? Gerum hið ómögulega mögulegt. Þeir eru ungir og hungraðir, þeir eru með eldmóðinn og ekkert lítið af gæðum,“ segir Southgate, hann er þó ögn raunsærri en Tottenham mennirnir tveir. „En við verðum að bæta okkur til þess að ná á seinni stig mótsins og það mun krefjast mikillar vinnu og ábyrgðar, en ég sé dæmi þess að menn geta tekist á við þessa áskorun.“ Hugsa ekki um tapið gegn ÍslandiSíðasta stórmót endaði illa fyrir Englendinga þar sem liðið tapaði fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum. Á Heimsmeistaramótinu í Brasilíu fyrir fjórum árum síðan endaði England í neðsta sæti síns riðils með eitt stig. Southgate telur ekki rétt að horfa mikið á fyrra gengi liðsins á stórmótum. „Fortíðin getur upplýst og hjálpað okkur, en hún ætti ekki að móta okkur. Við verðum að vera okkar eigið lið.“ „Þetta er fjölbreytt lið með hæfileika á misjöfnum sviðum. Þeir fá tækifæri til þess að skrifa sína eigin sögu. Í hvert sinn sem þú ferð í ensku treyjuna færðu tækifæri til þess að gera eitthvað sögulegt,“ segir landsliðsþjálfarinn. Fyrsti leikur enska landsliðsins á HM er gegn Túnis, mánudaginn 18. júní. Auk Túnis er enska liðið með Panama og Belgíu í G-riðli. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Alli: Ætlum að vinna HM Það verður ekki tekið af ungstirni enska landsliðsins, Dele Alli, að hann mætir á HM með sjálfstraustið í botni og ætlar sér stóra hluti. 6. júní 2018 08:00 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
„Þeir eru ungir og hungraðir, þeir eru með eldmóðinn og ekkert lítið af gæðum,“ segir Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, en hann hefur mikla trú á sínum mönnum á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Enska landsliðið æltar sér stóra hluti á mótinu, en á dögunum sagði Harry Kane, fyrirliði liðsins og framherji Tottenham, að enska liðið gæti vel staðið uppi sem sigurvegari á mótinu. Undir þetta tók samherji hans hjá Lundúnarliðinu, Dele Alli, sem sagði að silfur á mótinu myndi vera vonbrigði fyrir Englendinga. „Af hverju ætti ég að setja takmörk á það sem þeir hafa trú á? Starf mitt er að gefa fólki færi á að láta sig dreyma. Hvert er orðatiltækið? Gerum hið ómögulega mögulegt. Þeir eru ungir og hungraðir, þeir eru með eldmóðinn og ekkert lítið af gæðum,“ segir Southgate, hann er þó ögn raunsærri en Tottenham mennirnir tveir. „En við verðum að bæta okkur til þess að ná á seinni stig mótsins og það mun krefjast mikillar vinnu og ábyrgðar, en ég sé dæmi þess að menn geta tekist á við þessa áskorun.“ Hugsa ekki um tapið gegn ÍslandiSíðasta stórmót endaði illa fyrir Englendinga þar sem liðið tapaði fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum. Á Heimsmeistaramótinu í Brasilíu fyrir fjórum árum síðan endaði England í neðsta sæti síns riðils með eitt stig. Southgate telur ekki rétt að horfa mikið á fyrra gengi liðsins á stórmótum. „Fortíðin getur upplýst og hjálpað okkur, en hún ætti ekki að móta okkur. Við verðum að vera okkar eigið lið.“ „Þetta er fjölbreytt lið með hæfileika á misjöfnum sviðum. Þeir fá tækifæri til þess að skrifa sína eigin sögu. Í hvert sinn sem þú ferð í ensku treyjuna færðu tækifæri til þess að gera eitthvað sögulegt,“ segir landsliðsþjálfarinn. Fyrsti leikur enska landsliðsins á HM er gegn Túnis, mánudaginn 18. júní. Auk Túnis er enska liðið með Panama og Belgíu í G-riðli.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Alli: Ætlum að vinna HM Það verður ekki tekið af ungstirni enska landsliðsins, Dele Alli, að hann mætir á HM með sjálfstraustið í botni og ætlar sér stóra hluti. 6. júní 2018 08:00 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Alli: Ætlum að vinna HM Það verður ekki tekið af ungstirni enska landsliðsins, Dele Alli, að hann mætir á HM með sjálfstraustið í botni og ætlar sér stóra hluti. 6. júní 2018 08:00