Öryggisfulltrúi KSÍ fundar tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum Henry Birgir Gunnarsson í Kabardinka skrifar 11. júní 2018 13:00 Víðir vígalegur í vinnunni. vísir/vilhelm Það hvílir mikil ábyrgð á herðum Víðis Reynissonar öryggisfulltrúa að sjá til þess ásamt yfirvöldum í Rússlandi að strákarnir okkar séu öruggir allan tímann hér í landi. „Það er búið að ganga mjög vel og flest gengið eftir sem lagt var upp með. Það er helst að veðrið sé að stríða okkur í dag því það fauk allt á æfingasvæðinu. Annars gengur þetta vel," segir Víðir léttur en annars taka menn öryggismálunum hér í landi ekki létt. „Það er greinilegt að Rússarnir ætla að gera þetta vel og þeim er unnt um öryggið. Ekki bara okkar heldur líka í kringum áhorfendur eins og við fengum að kynnast á opnu æfingunni í gær. Það er mjög jákvætt að okkar stuðningsmenn komist öruggir á völlinn." Það er í mörg horn að líta hjá Víði og hann þarf að funda með yfirvöldum. „Það eru margir aðilar sem koma að öryggismálunum og samskiptin þurfa því að vera góð. Síðustu mánuðir hafa farið í að undirbúa þetta. Það var gott að vera búinn að vinna mikið fyrir fram. Ég var búinn að koma hingað fimm sinnum til þess að skipuleggja komu okkar. Ég funda tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum hér um hvernig eigi að gera hlutina," segir Víðir en það má ekki hver sem er koma á hótel landsliðsins þar sem íslenska liðið er með tvær hæðir út af fyrir sig. „Það eru gestir á hótelinu og búið að setja upp kerfi sem virkar fyrir þá. Samstarfið við fólkið á hótelinu gengur mjög vel. Ef þú ert ekki gestur á hótelinu þá færðu ekki að fara inn. Þetta er samt ekkert fangelsi." Víðir er sem betur fer í samskiptum við fólk sem kann ensku en þeir eru þó ekki margir. „Flestir tala einhverja ensku og lykilmennirnir tala mjög góða ensku. Tungumálavesen hefur því ekki verið nein hindrun. Við fórum líka á námskeið til þess að læra kírílíska letrið svo maður gæti kannski lesið á skilti og svona. Það hjálpaði til."Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Samúel Kári: Ég kann loksins að haga mér "Þetta er algjörlega geðveikt," segir hinn ungi Samúel Kári Friðjónsson er eðlilega í skýjunum með að vera kominn til Rússlands með íslenska landsliðinu. 11. júní 2018 10:30 Hannes fundaði með markvörðunum: „Mér fannst ég verða að segja nokkur orð“ Hannes Þór Halldórsson fór aðeins yfir málin með markvörðum íslenska liðsins. 11. júní 2018 08:30 Messi ýjar að því að HM í Rússlandi verði hans síðasta HM í Rússlandi gæti orðið síðasta keppni Lionel Messi með argentínska landsliðinu en hann hefur aðeins einu sinni unnið til gullverðlauna með Argentínu. 11. júní 2018 11:30 HM í dag: Rangur misskilningur á rússneskum veitingastað Þátturinn sem aldrei sefur er kominn í loftið. 11. júní 2018 09:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira
Það hvílir mikil ábyrgð á herðum Víðis Reynissonar öryggisfulltrúa að sjá til þess ásamt yfirvöldum í Rússlandi að strákarnir okkar séu öruggir allan tímann hér í landi. „Það er búið að ganga mjög vel og flest gengið eftir sem lagt var upp með. Það er helst að veðrið sé að stríða okkur í dag því það fauk allt á æfingasvæðinu. Annars gengur þetta vel," segir Víðir léttur en annars taka menn öryggismálunum hér í landi ekki létt. „Það er greinilegt að Rússarnir ætla að gera þetta vel og þeim er unnt um öryggið. Ekki bara okkar heldur líka í kringum áhorfendur eins og við fengum að kynnast á opnu æfingunni í gær. Það er mjög jákvætt að okkar stuðningsmenn komist öruggir á völlinn." Það er í mörg horn að líta hjá Víði og hann þarf að funda með yfirvöldum. „Það eru margir aðilar sem koma að öryggismálunum og samskiptin þurfa því að vera góð. Síðustu mánuðir hafa farið í að undirbúa þetta. Það var gott að vera búinn að vinna mikið fyrir fram. Ég var búinn að koma hingað fimm sinnum til þess að skipuleggja komu okkar. Ég funda tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum hér um hvernig eigi að gera hlutina," segir Víðir en það má ekki hver sem er koma á hótel landsliðsins þar sem íslenska liðið er með tvær hæðir út af fyrir sig. „Það eru gestir á hótelinu og búið að setja upp kerfi sem virkar fyrir þá. Samstarfið við fólkið á hótelinu gengur mjög vel. Ef þú ert ekki gestur á hótelinu þá færðu ekki að fara inn. Þetta er samt ekkert fangelsi." Víðir er sem betur fer í samskiptum við fólk sem kann ensku en þeir eru þó ekki margir. „Flestir tala einhverja ensku og lykilmennirnir tala mjög góða ensku. Tungumálavesen hefur því ekki verið nein hindrun. Við fórum líka á námskeið til þess að læra kírílíska letrið svo maður gæti kannski lesið á skilti og svona. Það hjálpaði til."Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Samúel Kári: Ég kann loksins að haga mér "Þetta er algjörlega geðveikt," segir hinn ungi Samúel Kári Friðjónsson er eðlilega í skýjunum með að vera kominn til Rússlands með íslenska landsliðinu. 11. júní 2018 10:30 Hannes fundaði með markvörðunum: „Mér fannst ég verða að segja nokkur orð“ Hannes Þór Halldórsson fór aðeins yfir málin með markvörðum íslenska liðsins. 11. júní 2018 08:30 Messi ýjar að því að HM í Rússlandi verði hans síðasta HM í Rússlandi gæti orðið síðasta keppni Lionel Messi með argentínska landsliðinu en hann hefur aðeins einu sinni unnið til gullverðlauna með Argentínu. 11. júní 2018 11:30 HM í dag: Rangur misskilningur á rússneskum veitingastað Þátturinn sem aldrei sefur er kominn í loftið. 11. júní 2018 09:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira
Samúel Kári: Ég kann loksins að haga mér "Þetta er algjörlega geðveikt," segir hinn ungi Samúel Kári Friðjónsson er eðlilega í skýjunum með að vera kominn til Rússlands með íslenska landsliðinu. 11. júní 2018 10:30
Hannes fundaði með markvörðunum: „Mér fannst ég verða að segja nokkur orð“ Hannes Þór Halldórsson fór aðeins yfir málin með markvörðum íslenska liðsins. 11. júní 2018 08:30
Messi ýjar að því að HM í Rússlandi verði hans síðasta HM í Rússlandi gæti orðið síðasta keppni Lionel Messi með argentínska landsliðinu en hann hefur aðeins einu sinni unnið til gullverðlauna með Argentínu. 11. júní 2018 11:30
HM í dag: Rangur misskilningur á rússneskum veitingastað Þátturinn sem aldrei sefur er kominn í loftið. 11. júní 2018 09:00