Niðurlægður í Krónunni og krefst betra aðgengis að salerni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. júní 2018 06:00 Maðurinn fékk ekki aðgang að salerni Krónunnar. Vísir/heiða Karlmaður með sjúkdóminn sáraristilbólgu (e. colitis) kallar eftir því að stjórnvöld útbúi skírteini fyrir þá sem glíma við hann eða sambærilega kvilla. Skírteinið myndi veita sjúklingum forgang á salerni hvar sem þeir eru staddir. Maðurinn lenti í því í vikunni að kúka á sig eftir að starfsfólk Krónunnar í Nóatúni neitaði honum um aðgang að salerni í húsinu. „Þetta var eins niðurlægjandi og það getur orðið. Þegar svona gerist verður maður alveg pínulítill,“ segir maðurinn við Fréttablaðið en í ljósi atvika málsins kaus hann að segja ekki frá atvikinu undir nafni. Einkenni sáraristilbólgu og Crohn’s sjúkdómsins eru um margt lík. Sjúkdómarnir eru langvinnir og herja yfirleitt á neðri hluta þarmanna og ristilsins. Einkennin eru tíðar og óvæntar salernisferðir. Oft valda bólgurnar blæðingum og því vill vallgangurinn oft verða blandaður blóði. Í alvarlegustu tilfellunum skilar líkaminn nær eingöngu blóði af sér. Sjúkdómarnir eru ólæknandi en möguleiki getur verið að draga úr einkennum með breyttu mataræði. „Sem stendur er ég meðhöndlaður með sex tegundum lyfja sem halda þessu örlítið í skefjum. Þegar ég var sem verstur var ég að fara á klósettið upp undir tuttugu sinnum á dag. Blóð og alls konar viðbjóður fylgdi þessu,“ segir maðurinn. Það sem hafi verkað best á hann sé hampolía en hún sé ólögleg hér á landi. Þau skipti sem hann hafi reynt að útvega sér slíka hafi sendingarnar verið stöðvaðar af tollyfirvöldum. Hann segir sögu sína ekki vera einsdæmi. Fleiri en hann hafi lent í því að verða brátt í brók á almannafæri eða í verslun. Í einhverjum tilfellum hafi umráðamenn salerna neitað fólki um notkun þeirra og þá sé lítið við því að gera. Náttúran og sjúkdómurinn hafi sinn gang.„Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ég hef lent í sambærilegum aðstæðum. Niðurlægingin og reiðin er slík að maður krypplast eiginlega.“ „En hlutirnir lagast ekki nema þeir séu ræddir svo það verður einhver að taka það á sig,“ segir maðurinn. Að sögn mannsins eru samtök þeirra sem sambærilega sjúkdóma hafa frekar máttlaus. Flestir starfi þar í sjálfboðavinnu. „Í Bretlandi hefur sú leið verið farin að prenta út skírteini fyrir fólk í þessari aðstöðu. Skírteinið veitir því í raun forgang á salerni og biður umráðamann þeirra, til að mynda í verslunum, vinsamlegast um að hleypa viðkomandi á klósettið. Það ætti ekki að vera mikið mál að framkvæma slíkt hér á landi,“ segir maðurinn Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Sjá meira
Karlmaður með sjúkdóminn sáraristilbólgu (e. colitis) kallar eftir því að stjórnvöld útbúi skírteini fyrir þá sem glíma við hann eða sambærilega kvilla. Skírteinið myndi veita sjúklingum forgang á salerni hvar sem þeir eru staddir. Maðurinn lenti í því í vikunni að kúka á sig eftir að starfsfólk Krónunnar í Nóatúni neitaði honum um aðgang að salerni í húsinu. „Þetta var eins niðurlægjandi og það getur orðið. Þegar svona gerist verður maður alveg pínulítill,“ segir maðurinn við Fréttablaðið en í ljósi atvika málsins kaus hann að segja ekki frá atvikinu undir nafni. Einkenni sáraristilbólgu og Crohn’s sjúkdómsins eru um margt lík. Sjúkdómarnir eru langvinnir og herja yfirleitt á neðri hluta þarmanna og ristilsins. Einkennin eru tíðar og óvæntar salernisferðir. Oft valda bólgurnar blæðingum og því vill vallgangurinn oft verða blandaður blóði. Í alvarlegustu tilfellunum skilar líkaminn nær eingöngu blóði af sér. Sjúkdómarnir eru ólæknandi en möguleiki getur verið að draga úr einkennum með breyttu mataræði. „Sem stendur er ég meðhöndlaður með sex tegundum lyfja sem halda þessu örlítið í skefjum. Þegar ég var sem verstur var ég að fara á klósettið upp undir tuttugu sinnum á dag. Blóð og alls konar viðbjóður fylgdi þessu,“ segir maðurinn. Það sem hafi verkað best á hann sé hampolía en hún sé ólögleg hér á landi. Þau skipti sem hann hafi reynt að útvega sér slíka hafi sendingarnar verið stöðvaðar af tollyfirvöldum. Hann segir sögu sína ekki vera einsdæmi. Fleiri en hann hafi lent í því að verða brátt í brók á almannafæri eða í verslun. Í einhverjum tilfellum hafi umráðamenn salerna neitað fólki um notkun þeirra og þá sé lítið við því að gera. Náttúran og sjúkdómurinn hafi sinn gang.„Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ég hef lent í sambærilegum aðstæðum. Niðurlægingin og reiðin er slík að maður krypplast eiginlega.“ „En hlutirnir lagast ekki nema þeir séu ræddir svo það verður einhver að taka það á sig,“ segir maðurinn. Að sögn mannsins eru samtök þeirra sem sambærilega sjúkdóma hafa frekar máttlaus. Flestir starfi þar í sjálfboðavinnu. „Í Bretlandi hefur sú leið verið farin að prenta út skírteini fyrir fólk í þessari aðstöðu. Skírteinið veitir því í raun forgang á salerni og biður umráðamann þeirra, til að mynda í verslunum, vinsamlegast um að hleypa viðkomandi á klósettið. Það ætti ekki að vera mikið mál að framkvæma slíkt hér á landi,“ segir maðurinn
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Sjá meira