Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Atli Ísleifsson skrifar 20. október 2025 08:06 Sigríður Dóra Magnúsdóttir er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Ívar Reikna má með að starfsemi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins verði verulega skert föstudaginn 24. október næstkomandi vegna boðaðs kvennaverkfalls. Heilsugæslustöðvar verða opnar en munu eingöngu sinna bráðum erindum þennan dag. Frá þessu segir í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, en fjölmörg samtök kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks hafa boðað til kvennaverkfalls næstkomandi föstudags. „Konur og kvár sem það geta eru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf þann dag og taka þátt í skipulögðum viðburðum. Starfsfólk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er um 1.000 talsins, þar af um 86 prósent konur. Reikna má með að verulegur hluti starfsfólks heilsugæslunnar muni leggja niður störf þennan dag. Komið verður til móts við starfsfólk vegna boðaðs kvennaverkfalls eins og hægt er, en Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins mun tryggja að nauðsynlegri þjónustu verði haldið gangandi svo öryggi fólks eða heilsu sé ekki stefnt í hættu. Heilsugæslustöðvar verða opnar en munu eingöngu sinna bráðum erindum, auk þess sem nauðsynleg lyf verða endurnýjuð. Ekki má reikna með að hægt verði að sinna verkefnum sem ekki teljast bráð þennan dag. Forgangsraða verkefnum Lágmarksmönnun verður á Upplýsingamiðstöð HH. Miðstöðin svarar bráðum erindum í síma 1700 og á netspjalli Heilsuveru, en vegna lágmarks mönnunar má búast við lengri bið eftir þjónustu. Heimahjúkrun HH, sem veitir þjónustu í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, mun forgangsraða verkefnum þennan dag. Heimsóknum sem ekki mega bíða verður sinnt en mögulegt er að fresta þurfi heimsóknum sem geta beðið. Ekki dregið af launum starfsfólks Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins mun leita leiða til að konur og kvár sem ekki geta tekið þátt í verkfallinu geti með öðrum hætti sýnt samstöðu með kröfum dagsins. Í samræmi við tilmæli frá skrifstofu kjara- og mannauðsmála hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu mun Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins ekki draga frá launum þeirra sem taka þátt í kvennaverkfallinu,“ segir í tilkynningunni. Kvennaverkfall Heilsugæsla Heilbrigðismál Kvennafrídagurinn Tengdar fréttir Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Framkvæmdastjórn Kvennaárs hefur boðað til kvennaverkfalls þann 24. október þegar fimmtíu ár eru frá því að fyrsti kvennafrídagurinn var haldinn á Íslandi. Farið verður í sögugöngu og efnt til útifundar á Arnarhóli og víðar um land. Viðburðurinn er frá 14 til 16. 9. október 2025 09:12 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, en fjölmörg samtök kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks hafa boðað til kvennaverkfalls næstkomandi föstudags. „Konur og kvár sem það geta eru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf þann dag og taka þátt í skipulögðum viðburðum. Starfsfólk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er um 1.000 talsins, þar af um 86 prósent konur. Reikna má með að verulegur hluti starfsfólks heilsugæslunnar muni leggja niður störf þennan dag. Komið verður til móts við starfsfólk vegna boðaðs kvennaverkfalls eins og hægt er, en Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins mun tryggja að nauðsynlegri þjónustu verði haldið gangandi svo öryggi fólks eða heilsu sé ekki stefnt í hættu. Heilsugæslustöðvar verða opnar en munu eingöngu sinna bráðum erindum, auk þess sem nauðsynleg lyf verða endurnýjuð. Ekki má reikna með að hægt verði að sinna verkefnum sem ekki teljast bráð þennan dag. Forgangsraða verkefnum Lágmarksmönnun verður á Upplýsingamiðstöð HH. Miðstöðin svarar bráðum erindum í síma 1700 og á netspjalli Heilsuveru, en vegna lágmarks mönnunar má búast við lengri bið eftir þjónustu. Heimahjúkrun HH, sem veitir þjónustu í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, mun forgangsraða verkefnum þennan dag. Heimsóknum sem ekki mega bíða verður sinnt en mögulegt er að fresta þurfi heimsóknum sem geta beðið. Ekki dregið af launum starfsfólks Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins mun leita leiða til að konur og kvár sem ekki geta tekið þátt í verkfallinu geti með öðrum hætti sýnt samstöðu með kröfum dagsins. Í samræmi við tilmæli frá skrifstofu kjara- og mannauðsmála hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu mun Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins ekki draga frá launum þeirra sem taka þátt í kvennaverkfallinu,“ segir í tilkynningunni.
Kvennaverkfall Heilsugæsla Heilbrigðismál Kvennafrídagurinn Tengdar fréttir Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Framkvæmdastjórn Kvennaárs hefur boðað til kvennaverkfalls þann 24. október þegar fimmtíu ár eru frá því að fyrsti kvennafrídagurinn var haldinn á Íslandi. Farið verður í sögugöngu og efnt til útifundar á Arnarhóli og víðar um land. Viðburðurinn er frá 14 til 16. 9. október 2025 09:12 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Framkvæmdastjórn Kvennaárs hefur boðað til kvennaverkfalls þann 24. október þegar fimmtíu ár eru frá því að fyrsti kvennafrídagurinn var haldinn á Íslandi. Farið verður í sögugöngu og efnt til útifundar á Arnarhóli og víðar um land. Viðburðurinn er frá 14 til 16. 9. október 2025 09:12