Borgarlistamaðurinn varð HM-sérfræðingur á þremur korterum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. júní 2018 06:00 Edda Björgvinsdóttir við athöfnina í Höfða. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Ég get ekki fullþakkað að hann skuli fá að upplifa að einkadóttir hans skyldi vera valin borgarlistamaður og fá heiðursorðu,“ segir Edda Björgvinsdóttir, leikkona, nýr handhafi fálkaorðu og nafnbótarinnar borgarlistamaður Reykjavíkur, um 95 ára gamlan föður sinn. Listaferill Eddu er öllum kunnur, en hún hefur að undanförnu einbeitt sér æ meir að jákvæðri sálfræði og hamingjufræðum. Það stendur ekki á svörum þegar hún er innt eftir fræðilegri úttekt á gengi íslenska karlalandsliðsins. „Alvöru hamingjumælingar sýna að undirstaðan er að eiga alvöru tengsl við fólk. Í íþrótta- og listaheiminum þar sem virkilega er lögð áhersla á þessar mannlegu tengingar sést að það ræður úrslitum í öllu sem maður gerir,“ segir Edda og bætir við: „Af því við erum svo fá og smá þá erum með svo miklu sterkari og betri svona tengingar. Ég er gersamlega handviss um að þetta er lykillinn að því hvað við eigum mikið af ótrúlega frábæru afreksfólki.“Sjá einnig: Mætir í kaffibolla til Guðna á morgun og innheimtir fálkaorðuna Edda segir ekkert yfirnáttúrulegt við þetta heldur sé um líkamlegt, hormónatengt fyrirbæri að ræða. „Svo er lögð mikil áhersla á þetta hér bæði hjá þjálfurum og stjórnendum í listum, að vera kærleiksríkur og umfaðma aðra. Það bætir líka sjálfsmyndina og eykur sjálfstraust.“ Edda er nýorðin sérfræðingur í knattspyrnu eftir hraðsoðinn þriggja kortera kúrs þegar sjúkraþjálfarinn hennar varð þess áskynja að hún var ekki nægilega vel inni í æðinu sem nú gengur yfir þjóðina. „Ég var bara komin með utanbókarlærða rullu eftir þennan kúrs hjá honum og gat náttúrulega slegið um mig á leiksýningu um kvöldið og svo náttúrulega öskraði ég svoleiðis af gleði yfir leiknum.“ Birtist í Fréttablaðinu Fálkaorðan Menning Tengdar fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35 Edda Björgvins borgarlistarmaður 2018 Edda Björgvinsdóttir var sæmd Fálkaorðu og hlaut titilinn borgarlistamaður Reykjavíkur 2018. 17. júní 2018 15:04 Mætir í kaffibolla til Guðna á morgun og innheimtir fálkaorðuna Stór dagur er nú að kvöldi kominn hjá Eddu Björgvinsdóttur, leikkonu og skemmtikrafti. Edda var útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur í dag auk þess sem hún hlaut heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar leiklistar. Edda segist hrærð og þakklát yfir heiðrinum á báðum vígstöðvum – en fyrst og fremst opinmynnt af undrun. 17. júní 2018 21:15 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
„Ég get ekki fullþakkað að hann skuli fá að upplifa að einkadóttir hans skyldi vera valin borgarlistamaður og fá heiðursorðu,“ segir Edda Björgvinsdóttir, leikkona, nýr handhafi fálkaorðu og nafnbótarinnar borgarlistamaður Reykjavíkur, um 95 ára gamlan föður sinn. Listaferill Eddu er öllum kunnur, en hún hefur að undanförnu einbeitt sér æ meir að jákvæðri sálfræði og hamingjufræðum. Það stendur ekki á svörum þegar hún er innt eftir fræðilegri úttekt á gengi íslenska karlalandsliðsins. „Alvöru hamingjumælingar sýna að undirstaðan er að eiga alvöru tengsl við fólk. Í íþrótta- og listaheiminum þar sem virkilega er lögð áhersla á þessar mannlegu tengingar sést að það ræður úrslitum í öllu sem maður gerir,“ segir Edda og bætir við: „Af því við erum svo fá og smá þá erum með svo miklu sterkari og betri svona tengingar. Ég er gersamlega handviss um að þetta er lykillinn að því hvað við eigum mikið af ótrúlega frábæru afreksfólki.“Sjá einnig: Mætir í kaffibolla til Guðna á morgun og innheimtir fálkaorðuna Edda segir ekkert yfirnáttúrulegt við þetta heldur sé um líkamlegt, hormónatengt fyrirbæri að ræða. „Svo er lögð mikil áhersla á þetta hér bæði hjá þjálfurum og stjórnendum í listum, að vera kærleiksríkur og umfaðma aðra. Það bætir líka sjálfsmyndina og eykur sjálfstraust.“ Edda er nýorðin sérfræðingur í knattspyrnu eftir hraðsoðinn þriggja kortera kúrs þegar sjúkraþjálfarinn hennar varð þess áskynja að hún var ekki nægilega vel inni í æðinu sem nú gengur yfir þjóðina. „Ég var bara komin með utanbókarlærða rullu eftir þennan kúrs hjá honum og gat náttúrulega slegið um mig á leiksýningu um kvöldið og svo náttúrulega öskraði ég svoleiðis af gleði yfir leiknum.“
Birtist í Fréttablaðinu Fálkaorðan Menning Tengdar fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35 Edda Björgvins borgarlistarmaður 2018 Edda Björgvinsdóttir var sæmd Fálkaorðu og hlaut titilinn borgarlistamaður Reykjavíkur 2018. 17. júní 2018 15:04 Mætir í kaffibolla til Guðna á morgun og innheimtir fálkaorðuna Stór dagur er nú að kvöldi kominn hjá Eddu Björgvinsdóttur, leikkonu og skemmtikrafti. Edda var útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur í dag auk þess sem hún hlaut heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar leiklistar. Edda segist hrærð og þakklát yfir heiðrinum á báðum vígstöðvum – en fyrst og fremst opinmynnt af undrun. 17. júní 2018 21:15 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35
Edda Björgvins borgarlistarmaður 2018 Edda Björgvinsdóttir var sæmd Fálkaorðu og hlaut titilinn borgarlistamaður Reykjavíkur 2018. 17. júní 2018 15:04
Mætir í kaffibolla til Guðna á morgun og innheimtir fálkaorðuna Stór dagur er nú að kvöldi kominn hjá Eddu Björgvinsdóttur, leikkonu og skemmtikrafti. Edda var útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur í dag auk þess sem hún hlaut heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar leiklistar. Edda segist hrærð og þakklát yfir heiðrinum á báðum vígstöðvum – en fyrst og fremst opinmynnt af undrun. 17. júní 2018 21:15