Fögnuður og stóísk ró Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 18. júní 2018 10:00 Erlendur ferðamaður sem horfði á leik Íslands og Argentínu af risaskjá í miðborginni hafði á orði hversu heillandi væri að hafa orðið vitni að því fyrir leik hversu sannfærðir Íslendingar hefðu verið um velgengni sinna manna. Það er alveg rétt; þegar kom að þessum fyrsta leik Íslands á HM voru landsmenn og leikmenn sammála um að uppgjöf væri ekki valkostur. Íslendingar eru svo skemmtilega gerðir að þeir sáu litla hindrun í því að fyrsti leikur landsliðs þeirra á HM væri við eitt besta knattspyrnulið í heimi, sem þar að auki státar af einum snjallasta knattspyrnumanni nútímans, Lionel Messi. Viðhorfið var að þarna væri einmitt kjörið tækifæri til að sýna stórþjóð í fótboltanum að lítil þjóð hefði ýmislegt fram að færa. Það tókst með slíkum ágætum að þjóðin er enn í sigurvímu og umheimurinn hrífst með. Nú finnast hér á landi einstaklingar sem lítinn sem engan áhuga hafa á knattspyrnu. Af hyggindum hafa þeir ákveðið að vera ekkert sérstaklega að flagga því áhugaleysi og bíða rólegir eftir því að HM-æðið gangi yfir og þeir fái sínar sjónvarpsfréttir á réttum tíma. Jafnvel þessir einstaklingar hljóta að sjá heimspekilega fegurð í því að bæði hérlendis og erlendis er jafntefli í leik Íslands og Argentínu túlkað sem sigur fyrir Ísland, jafnvel stórsigur. Það skiptir máli hvernig menn berjast séu þeir í keppni. Lionel Messi segir að Ísland hafi nánast ekkert gert í leiknum. Þetta var ekki mat sérfræðinga á bresku sjónvarpsstöðvunum BBC og ITV sem hlóðu lofi á íslenska liðið. Þeir hrósuðu því fyrir jákvætt hugarfar, óbilandi þrek og sannan liðsanda í baráttu sem samkvæmt raunsæju mati hefði átt að vera fyrirfram töpuð. Þarna var talað eins og fótboltinn endurspeglaði lífið sjálft. Ef það er þannig þá eru skilaboðin sú að engin ástæða er til að leggja árar í bát þótt maður sé undir heldur halda áfram, verjast vel, nýta sóknarfæri og leitast þannig við að jafna leikinn. Það má finna hina fínustu heimspeki í fótboltanum. Íslendingar eru stundum sagðir lokaðir en geta líka verið gríðarlegt stemningsfólk. Þjóð, sem á til að hafa allt á hornum sér, er nú sameinuð í fölskvalausri gleði vegna árangurs landsliðsins. Stóísk ró er sannarlega ekki hugtak sem kemur upp í hugann þegar rýnt er í viðbrögð þjóðarinnar meðan á leik liðsins við Argentínu stóð og eftir að honum lauk. Þjóðin var að tapa sér í spennu og síðan taumlausri gleði, og það fer henni bara ansi vel. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson virtist þó allan tímann vera umvafinn stóískri ró. Meðan gríðarlegur fögnuður braust út meðal íslenskra áhorfenda þegar jöfnunarmark var skorað og víti varið þá brá Heimir ekki svip. Meðan aðrir misstu stjórn á sér sýndi þjálfarinn fullkomið æðruleysi. Að því má endalaust dást. Heimir Hallgrímsson var örugglega einn af mönnum þessa stórleiks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Erlendur ferðamaður sem horfði á leik Íslands og Argentínu af risaskjá í miðborginni hafði á orði hversu heillandi væri að hafa orðið vitni að því fyrir leik hversu sannfærðir Íslendingar hefðu verið um velgengni sinna manna. Það er alveg rétt; þegar kom að þessum fyrsta leik Íslands á HM voru landsmenn og leikmenn sammála um að uppgjöf væri ekki valkostur. Íslendingar eru svo skemmtilega gerðir að þeir sáu litla hindrun í því að fyrsti leikur landsliðs þeirra á HM væri við eitt besta knattspyrnulið í heimi, sem þar að auki státar af einum snjallasta knattspyrnumanni nútímans, Lionel Messi. Viðhorfið var að þarna væri einmitt kjörið tækifæri til að sýna stórþjóð í fótboltanum að lítil þjóð hefði ýmislegt fram að færa. Það tókst með slíkum ágætum að þjóðin er enn í sigurvímu og umheimurinn hrífst með. Nú finnast hér á landi einstaklingar sem lítinn sem engan áhuga hafa á knattspyrnu. Af hyggindum hafa þeir ákveðið að vera ekkert sérstaklega að flagga því áhugaleysi og bíða rólegir eftir því að HM-æðið gangi yfir og þeir fái sínar sjónvarpsfréttir á réttum tíma. Jafnvel þessir einstaklingar hljóta að sjá heimspekilega fegurð í því að bæði hérlendis og erlendis er jafntefli í leik Íslands og Argentínu túlkað sem sigur fyrir Ísland, jafnvel stórsigur. Það skiptir máli hvernig menn berjast séu þeir í keppni. Lionel Messi segir að Ísland hafi nánast ekkert gert í leiknum. Þetta var ekki mat sérfræðinga á bresku sjónvarpsstöðvunum BBC og ITV sem hlóðu lofi á íslenska liðið. Þeir hrósuðu því fyrir jákvætt hugarfar, óbilandi þrek og sannan liðsanda í baráttu sem samkvæmt raunsæju mati hefði átt að vera fyrirfram töpuð. Þarna var talað eins og fótboltinn endurspeglaði lífið sjálft. Ef það er þannig þá eru skilaboðin sú að engin ástæða er til að leggja árar í bát þótt maður sé undir heldur halda áfram, verjast vel, nýta sóknarfæri og leitast þannig við að jafna leikinn. Það má finna hina fínustu heimspeki í fótboltanum. Íslendingar eru stundum sagðir lokaðir en geta líka verið gríðarlegt stemningsfólk. Þjóð, sem á til að hafa allt á hornum sér, er nú sameinuð í fölskvalausri gleði vegna árangurs landsliðsins. Stóísk ró er sannarlega ekki hugtak sem kemur upp í hugann þegar rýnt er í viðbrögð þjóðarinnar meðan á leik liðsins við Argentínu stóð og eftir að honum lauk. Þjóðin var að tapa sér í spennu og síðan taumlausri gleði, og það fer henni bara ansi vel. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson virtist þó allan tímann vera umvafinn stóískri ró. Meðan gríðarlegur fögnuður braust út meðal íslenskra áhorfenda þegar jöfnunarmark var skorað og víti varið þá brá Heimir ekki svip. Meðan aðrir misstu stjórn á sér sýndi þjálfarinn fullkomið æðruleysi. Að því má endalaust dást. Heimir Hallgrímsson var örugglega einn af mönnum þessa stórleiks.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun