Segir stjórnmálamenn eiga að takast á um hluti á uppbyggilegan hátt Sylvía Hall skrifar 4. júní 2018 20:44 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir segir ríkisstjórnina vera svar við ákalli þjóðarinnar um pólitískan stöðugleika. Vísir/Vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, segir ríkisstjórnarsamstarfið vera svar við ákalli almennings um starfhæfa ríkisstjórn. Hún segir gott starf fara fram í nefndum þingsins en ekki takist alltaf vel til og henni þykir miður að frumvarp um veiðigjöld hafi verið afgreitt úr nefnd í ósætti. Þetta kom fram í ræðu hennar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. Hún segir það liggja í augum uppi að flokkarnir þrír séu til vegna ólíkra sjónarmiða um hvernig skuli haga málefnum samfélagsins. Samstarfið geti því tekið á, en þeim beri skylda til þess að komast að niðurstöðu og leiða mál til lykta á lýðræðislegan hátt. Flokkarnir hafi náð saman um ný fjárlög með skömmum fyrirvara í upphafi samstarfsins og það hafi gefið góð fyrirheit um farsælt samstarf. Í ræðu sinni segir hún megináherslu hafa verið lagða á uppbyggingu innviða samfélagsins og það að auka jöfnuð hérlendis. Störf ríkisstjórnarinnar sýni fram á það að þeim sé alvara í þeim efnum og nefnir í því samhengi framkvæmdir við nýtt þjóðarsjúkrahús, nýsköpun í velferðarþjónustu og áform um aukin útgjöld í menntakerfi og samgöngumál. Bjarkey segir það heyra til undantekninga að þingstörf fari í uppnám vegna mála á borð við frumvarp um lækkun veiðigjalda og mál séu almennt leyst án mikilla átaka. Hún telur slíkar deilur móta mest þá mynd sem fólk hefur af störfum Alþingis. „Vissulega er tekist á á Alþingi en lang oftast eru málin leyst án þess að þingsalurinn verði vettvangur átaka. Það fer líka best á því, og þótt stjórnmál snúist alltaf að einhverju leyti um að skiptast á skoðunum og takast á um stefnu og leiðir, ber okkur að gera það á uppbyggilegan hátt.” Alþingi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, segir ríkisstjórnarsamstarfið vera svar við ákalli almennings um starfhæfa ríkisstjórn. Hún segir gott starf fara fram í nefndum þingsins en ekki takist alltaf vel til og henni þykir miður að frumvarp um veiðigjöld hafi verið afgreitt úr nefnd í ósætti. Þetta kom fram í ræðu hennar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. Hún segir það liggja í augum uppi að flokkarnir þrír séu til vegna ólíkra sjónarmiða um hvernig skuli haga málefnum samfélagsins. Samstarfið geti því tekið á, en þeim beri skylda til þess að komast að niðurstöðu og leiða mál til lykta á lýðræðislegan hátt. Flokkarnir hafi náð saman um ný fjárlög með skömmum fyrirvara í upphafi samstarfsins og það hafi gefið góð fyrirheit um farsælt samstarf. Í ræðu sinni segir hún megináherslu hafa verið lagða á uppbyggingu innviða samfélagsins og það að auka jöfnuð hérlendis. Störf ríkisstjórnarinnar sýni fram á það að þeim sé alvara í þeim efnum og nefnir í því samhengi framkvæmdir við nýtt þjóðarsjúkrahús, nýsköpun í velferðarþjónustu og áform um aukin útgjöld í menntakerfi og samgöngumál. Bjarkey segir það heyra til undantekninga að þingstörf fari í uppnám vegna mála á borð við frumvarp um lækkun veiðigjalda og mál séu almennt leyst án mikilla átaka. Hún telur slíkar deilur móta mest þá mynd sem fólk hefur af störfum Alþingis. „Vissulega er tekist á á Alþingi en lang oftast eru málin leyst án þess að þingsalurinn verði vettvangur átaka. Það fer líka best á því, og þótt stjórnmál snúist alltaf að einhverju leyti um að skiptast á skoðunum og takast á um stefnu og leiðir, ber okkur að gera það á uppbyggilegan hátt.”
Alþingi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira