Miðað við höfðatölu höfum við náð óeðlilega góðum árangri Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. júní 2018 10:30 Sara, Katrín Tanja og Annie Mist hafa allar komist á verðlaunapall á heimsleikunum undanfarin ár, þar af hafa Annie og Katrín unnið tvívegis en Evert er vongóður um að þessar þrjár geri atlögu að fyrsta sætinu í ágúst. Fréttablaðið/eyþór Ísland mun eiga einn tíunda af þátttakendum í keppninni um hraustustu konu heims á CrossFit-leikunum í Bandaríkjunum í ágúst en alls taka fjórar íslenskar konur þátt. Þá keppir Björgvin Karl Guðmundsson í karlaflokki ásamt því að tveir unglingar fara út og keppa í sínum aldursflokki, en þau eru á sextánda aldursári. Um er að ræða síðasta stig CrossFit-leikanna þar sem aðeins fjörutíu sterkustu einstaklingar heims komast að. Tvær íslenskar konur, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Annie Mist Þórisdóttir, stefna á gullið á ný en þær hafa báðar unnið keppnina tvívegis og með því hlotið titilinn hraustasta kona heims. Oddrún Eik Gylfadóttir keppir í fyrsta sinn í einstaklingsflokki en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir keppir fjórða árið í röð og reynir að bæta besta árangur sinn sem er þriðja sætið.Óeðlilega góður árangur Rúmar átta vikur eru í að heimsleikarnir hefjist en keppt er í unglinga- og einstaklingsflokki, flokki aldraðra og liðakeppni. Fara þarf í gegn um tvær undankeppnir til að komast inn á leikana sjálfa. „Þetta eru átta undanriðlar, fyrsta keppnin er opin öllum í heiminum og þar voru 340.000 manns sem voru skráðir til leiks. Bestu einstaklingarnir úr þeim komast í keppni sem er kölluð Regionals sem kláraðist um helgina og þar komast einstaklingar inn á leikana sjálfa, nú síðast Oddrún um helgina sem varð fimmti Íslendingurinn. Það má áætla að það séu um 170.000 sem byrji þetta og 40 standi eftir á leikunum sjálfum,“ sagði Evert Víglundsson, þjálfari og einn eigenda CrossFit Reykjavík, þegar Fréttablaðið heyrði í honum. „Þetta er orðið margra milljarða krónu virði, CrossFit-vörumerkið, og risastórt úti um allan heim,“ segir Evert en aðeins Bandaríkin eiga fleiri þátttakendur á leikunum. „Það er í raun magnað, það er engin önnur þjóð en Bandaríkjamenn sem á jafn marga sem keppa á leikunum og þar ofan á erum við með meirihluta verðlaunanna líka, sérstaklega kvennamegin. Í raun er þetta óeðlilega góður árangur í þessum keppnum, sérstaklega ef litið er til þess að við erum í raun jafn mörg og íbúar í þorpi í Bandaríkjunum.“ Hann var nokkuð vongóður fyrir hönd íslenska keppnisfólksins um að komast á verðlaunapall. „Ég tel miklar líkur á því, sérstaklega í kvennaflokki þar sem Annie, Katrín og Sara eru líklegar til að berjast um toppsætin. Það eru meiri líkur þar en í karlaflokki. Mat Fraser, sem hefur unnið undanfarin tvö ár, virðist vera ósnertanlegur (e. alpha male).“ Þá keppa tveir Íslendingar í unglingaflokki í flokki 16-17 ára og því er ljóst að framtíðin er björt. Einnig er keppt í flokki sextugra og eldri sem er elsti flokkurinn á heimsleikunum. Aðrar íþróttir Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Fleiri fréttir ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast Sjá meira
Ísland mun eiga einn tíunda af þátttakendum í keppninni um hraustustu konu heims á CrossFit-leikunum í Bandaríkjunum í ágúst en alls taka fjórar íslenskar konur þátt. Þá keppir Björgvin Karl Guðmundsson í karlaflokki ásamt því að tveir unglingar fara út og keppa í sínum aldursflokki, en þau eru á sextánda aldursári. Um er að ræða síðasta stig CrossFit-leikanna þar sem aðeins fjörutíu sterkustu einstaklingar heims komast að. Tvær íslenskar konur, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Annie Mist Þórisdóttir, stefna á gullið á ný en þær hafa báðar unnið keppnina tvívegis og með því hlotið titilinn hraustasta kona heims. Oddrún Eik Gylfadóttir keppir í fyrsta sinn í einstaklingsflokki en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir keppir fjórða árið í röð og reynir að bæta besta árangur sinn sem er þriðja sætið.Óeðlilega góður árangur Rúmar átta vikur eru í að heimsleikarnir hefjist en keppt er í unglinga- og einstaklingsflokki, flokki aldraðra og liðakeppni. Fara þarf í gegn um tvær undankeppnir til að komast inn á leikana sjálfa. „Þetta eru átta undanriðlar, fyrsta keppnin er opin öllum í heiminum og þar voru 340.000 manns sem voru skráðir til leiks. Bestu einstaklingarnir úr þeim komast í keppni sem er kölluð Regionals sem kláraðist um helgina og þar komast einstaklingar inn á leikana sjálfa, nú síðast Oddrún um helgina sem varð fimmti Íslendingurinn. Það má áætla að það séu um 170.000 sem byrji þetta og 40 standi eftir á leikunum sjálfum,“ sagði Evert Víglundsson, þjálfari og einn eigenda CrossFit Reykjavík, þegar Fréttablaðið heyrði í honum. „Þetta er orðið margra milljarða krónu virði, CrossFit-vörumerkið, og risastórt úti um allan heim,“ segir Evert en aðeins Bandaríkin eiga fleiri þátttakendur á leikunum. „Það er í raun magnað, það er engin önnur þjóð en Bandaríkjamenn sem á jafn marga sem keppa á leikunum og þar ofan á erum við með meirihluta verðlaunanna líka, sérstaklega kvennamegin. Í raun er þetta óeðlilega góður árangur í þessum keppnum, sérstaklega ef litið er til þess að við erum í raun jafn mörg og íbúar í þorpi í Bandaríkjunum.“ Hann var nokkuð vongóður fyrir hönd íslenska keppnisfólksins um að komast á verðlaunapall. „Ég tel miklar líkur á því, sérstaklega í kvennaflokki þar sem Annie, Katrín og Sara eru líklegar til að berjast um toppsætin. Það eru meiri líkur þar en í karlaflokki. Mat Fraser, sem hefur unnið undanfarin tvö ár, virðist vera ósnertanlegur (e. alpha male).“ Þá keppa tveir Íslendingar í unglingaflokki í flokki 16-17 ára og því er ljóst að framtíðin er björt. Einnig er keppt í flokki sextugra og eldri sem er elsti flokkurinn á heimsleikunum.
Aðrar íþróttir Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Fleiri fréttir ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast Sjá meira