Trump segist ekki þurfa mikinn undirbúning fyrir fundinn með Kim Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júní 2018 23:30 Shinzo Abe og Donald Trump héldu sameiginlegan blaðamannafund fyrir utan Hvíta húsið í dag. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki þurfa mikinn undirbúning í aðdraganda leiðtogafundar hans með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Ráðgjafar Trump eru sagðir hafa áhyggjur undirbúningi hans yrir fundinn. „Ég held að ég sé mjög vel undirbúinn en ég held að ég þurfi ekki mikinn undirbúning,“ sagði Trump á blaðamannafundi með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, í dag. „Þetta snýst um viðhorf. Að maður sé tilbúinn til þess að láta hluti gerast.“ Nú styttist óðum í fund leiðtoganna tveggja en fundurinn verður haldinn 12. júní næstkomandi. Hafa ráðgjafar Trump reynt að undirbúa hann vel fyrir fundinn.Í frétt CNN segir að þeir hafi útbúið kynningarefni fyrir hann svo hann geti kynnt sér kjarnorkuáætlanir Norður-Kóreu og mat njósnastofnanna Bandaríkjanna á Kim Jong-un. Allt svo að Trump verði sem best undirbúinn fyrir fundinn.Sagður telja sig þekkja Norður-Kóreu vegna fyrri viðskipta í Asíu Segir einnig í frétt CNN að ráðgjafar hans hafi hins vegar áhyggjur af því að Trump sé ekki að meðtaka kynningarefnið og ætli sér að mæta á fundinn án þess að vera nógu vel undirbúinn, að þeirra matiTrump bætti þó við á blaðamannafundinum að hann hafi verið að undirbúa sig undir fundinn í lengri tíma, án þess þó að tiltaka í hverju sá undirbúningur hafi falist.Í frétt CNN er Trump sagður hafa hreykt sér af því við nána samstarfsmenn sína að hann búi yfir miklum skilning á Norður-Kóreu vegna fyrri viðskipta hans í Asíu. Þá hefur Trump lengi haldið því fram að hann sé einstakur samningamaður.Hvort það skilar sér í góðum samningi fyrir Bandaríkin, Norður-Kóreu eða heimsbyggðina verður að koma í ljós en ljóst er að fundurinn verður sögulegur, hvernig sem fer, eftir áratuga löng stirð samskipti milli ríkjanna tveggja. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Segir að Kim hafi grátbeðið um fundinn Rudy Guiliani, einn af lögfræðingum Donald Trump,forseta Bandaríkjanna, segir að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu hafi grátbeðið Trump að setja áætlaðan fund þeirra aftur á dagskrá. 6. júní 2018 21:02 Blendnar tilfinningar Suður-Kóreumanna í aðdraganda fundar Trump og Kim Fólk vonast til þess að fundurinn muni draga úr spennu á svæðinu og mögulega leiða til friðar. 7. júní 2018 12:19 Kim og Trump funda á fimm stjörnu hóteli Hinn sögulegi fundur Bandaríkjaforsetans Donald Trump og norður-kóreska leiðtogans Kim Jong-un mun fara fram á fimm stjörnu hóteli á singapúrsku eyjunni Sentosa. 6. júní 2018 06:49 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki þurfa mikinn undirbúning í aðdraganda leiðtogafundar hans með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Ráðgjafar Trump eru sagðir hafa áhyggjur undirbúningi hans yrir fundinn. „Ég held að ég sé mjög vel undirbúinn en ég held að ég þurfi ekki mikinn undirbúning,“ sagði Trump á blaðamannafundi með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, í dag. „Þetta snýst um viðhorf. Að maður sé tilbúinn til þess að láta hluti gerast.“ Nú styttist óðum í fund leiðtoganna tveggja en fundurinn verður haldinn 12. júní næstkomandi. Hafa ráðgjafar Trump reynt að undirbúa hann vel fyrir fundinn.Í frétt CNN segir að þeir hafi útbúið kynningarefni fyrir hann svo hann geti kynnt sér kjarnorkuáætlanir Norður-Kóreu og mat njósnastofnanna Bandaríkjanna á Kim Jong-un. Allt svo að Trump verði sem best undirbúinn fyrir fundinn.Sagður telja sig þekkja Norður-Kóreu vegna fyrri viðskipta í Asíu Segir einnig í frétt CNN að ráðgjafar hans hafi hins vegar áhyggjur af því að Trump sé ekki að meðtaka kynningarefnið og ætli sér að mæta á fundinn án þess að vera nógu vel undirbúinn, að þeirra matiTrump bætti þó við á blaðamannafundinum að hann hafi verið að undirbúa sig undir fundinn í lengri tíma, án þess þó að tiltaka í hverju sá undirbúningur hafi falist.Í frétt CNN er Trump sagður hafa hreykt sér af því við nána samstarfsmenn sína að hann búi yfir miklum skilning á Norður-Kóreu vegna fyrri viðskipta hans í Asíu. Þá hefur Trump lengi haldið því fram að hann sé einstakur samningamaður.Hvort það skilar sér í góðum samningi fyrir Bandaríkin, Norður-Kóreu eða heimsbyggðina verður að koma í ljós en ljóst er að fundurinn verður sögulegur, hvernig sem fer, eftir áratuga löng stirð samskipti milli ríkjanna tveggja.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Segir að Kim hafi grátbeðið um fundinn Rudy Guiliani, einn af lögfræðingum Donald Trump,forseta Bandaríkjanna, segir að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu hafi grátbeðið Trump að setja áætlaðan fund þeirra aftur á dagskrá. 6. júní 2018 21:02 Blendnar tilfinningar Suður-Kóreumanna í aðdraganda fundar Trump og Kim Fólk vonast til þess að fundurinn muni draga úr spennu á svæðinu og mögulega leiða til friðar. 7. júní 2018 12:19 Kim og Trump funda á fimm stjörnu hóteli Hinn sögulegi fundur Bandaríkjaforsetans Donald Trump og norður-kóreska leiðtogans Kim Jong-un mun fara fram á fimm stjörnu hóteli á singapúrsku eyjunni Sentosa. 6. júní 2018 06:49 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Segir að Kim hafi grátbeðið um fundinn Rudy Guiliani, einn af lögfræðingum Donald Trump,forseta Bandaríkjanna, segir að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu hafi grátbeðið Trump að setja áætlaðan fund þeirra aftur á dagskrá. 6. júní 2018 21:02
Blendnar tilfinningar Suður-Kóreumanna í aðdraganda fundar Trump og Kim Fólk vonast til þess að fundurinn muni draga úr spennu á svæðinu og mögulega leiða til friðar. 7. júní 2018 12:19
Kim og Trump funda á fimm stjörnu hóteli Hinn sögulegi fundur Bandaríkjaforsetans Donald Trump og norður-kóreska leiðtogans Kim Jong-un mun fara fram á fimm stjörnu hóteli á singapúrsku eyjunni Sentosa. 6. júní 2018 06:49