Hvernig brugðust vinnustaðir við #metoo? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 8. júní 2018 07:00 BSRB og önnur heildarsamtök launafólks ásamt Kvenréttindafélagi Íslands buðu #metoo konum til fundar í vetur um næstu skref byltingarinnar. Niðurstaða fundarins fól í sér kröfur um aðgerðir atvinnurekenda, stjórnvalda, stéttarfélaga og einstaklinga. Háværasta krafan var sú að atvinnurekendur setji í forgang fyrirbyggjandi aðgerðir gegn kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni og öðru ofbeldi á vinnustöðum. Liður í því er að taka umræðuna á vinnustöðum, auka fræðslu, axla ábyrgð samkvæmt lögum með gerð áhættumats og skriflegrar áætlunar um forvarnir og grípa til sýnilegra aðgerða. Nýlega framkvæmdi Halla María Ólafsdóttir, MPM í verkefnastjórnun, rannsókn meðal 100 stærstu vinnustaða landsins til að kanna hvort #metoo umræðan hafi haft áhrif á vinnustaðamenningu þeirra. Niðurstöðurnar sýna meðal annars að rúmlega fjórðungur af þessum stærstu vinnustöðum landsins hefur ekki framkvæmt áhættumat og 12 prósent hafa ekki unnið áætlun um forvarnir líkt og þeim er skylt að gera. Stjórnendur telja almennt að mikil áhersla sé lögð á jafnrétti kynjanna á þeirra vinnustöðum. Þrátt fyrir það hefur um helmingur þeirra enga jafnlaunastefnu og 12 prósent enga jafnréttisstefnu sem þeim ber að hafa samkvæmt lögum. Rétt innan við helmingur vinnustaðanna hefur brugðist við #metoo umræðunni með því að bjóða upp á fræðslu og mótað eða breytt verkferlum. Um þriðjungur þeirra hefur ekki gert neitt af því sem spurt var um, til dæmis haldið fund, staðið fyrir fræðslu, mótað eða breytt verkferlum eða stofnað nefnd. Hér á landi eru um 17 þúsund launagreiðendur. Rannsóknin tók eingöngu til þeirra 100 stærstu, sem flestir ef ekki allir hafa mannauðsstjóra að störfum og jafnvel mannauðsdeild. Eftir stendur spurningin hvernig aðrir íslenskir vinnustaðir hafa brugðist við #metoo umræðunni. Niðurstöður Höllu Maríu sýna hversu mikilvægt það er að hafa eftirlit með atvinnurekendum til að tryggja að öryggi starfsfólks og jafnrétti kynjanna verði stóreflt líkt og hefur verið skýr krafa #metoo kvenna. Einnig þarf að breyta lögum til að stuðla að því að atvinnurekendur framfylgi skyldum sínum þannig að það varði þá háum sektum ef þeir sinna ekki forvörnum og upprætingu kynbundinnar áreitni, kynferðislegrar áreitni og annars ofbeldis á vinnustöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu MeToo Sonja Ýr Þorbergsdóttir Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
BSRB og önnur heildarsamtök launafólks ásamt Kvenréttindafélagi Íslands buðu #metoo konum til fundar í vetur um næstu skref byltingarinnar. Niðurstaða fundarins fól í sér kröfur um aðgerðir atvinnurekenda, stjórnvalda, stéttarfélaga og einstaklinga. Háværasta krafan var sú að atvinnurekendur setji í forgang fyrirbyggjandi aðgerðir gegn kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni og öðru ofbeldi á vinnustöðum. Liður í því er að taka umræðuna á vinnustöðum, auka fræðslu, axla ábyrgð samkvæmt lögum með gerð áhættumats og skriflegrar áætlunar um forvarnir og grípa til sýnilegra aðgerða. Nýlega framkvæmdi Halla María Ólafsdóttir, MPM í verkefnastjórnun, rannsókn meðal 100 stærstu vinnustaða landsins til að kanna hvort #metoo umræðan hafi haft áhrif á vinnustaðamenningu þeirra. Niðurstöðurnar sýna meðal annars að rúmlega fjórðungur af þessum stærstu vinnustöðum landsins hefur ekki framkvæmt áhættumat og 12 prósent hafa ekki unnið áætlun um forvarnir líkt og þeim er skylt að gera. Stjórnendur telja almennt að mikil áhersla sé lögð á jafnrétti kynjanna á þeirra vinnustöðum. Þrátt fyrir það hefur um helmingur þeirra enga jafnlaunastefnu og 12 prósent enga jafnréttisstefnu sem þeim ber að hafa samkvæmt lögum. Rétt innan við helmingur vinnustaðanna hefur brugðist við #metoo umræðunni með því að bjóða upp á fræðslu og mótað eða breytt verkferlum. Um þriðjungur þeirra hefur ekki gert neitt af því sem spurt var um, til dæmis haldið fund, staðið fyrir fræðslu, mótað eða breytt verkferlum eða stofnað nefnd. Hér á landi eru um 17 þúsund launagreiðendur. Rannsóknin tók eingöngu til þeirra 100 stærstu, sem flestir ef ekki allir hafa mannauðsstjóra að störfum og jafnvel mannauðsdeild. Eftir stendur spurningin hvernig aðrir íslenskir vinnustaðir hafa brugðist við #metoo umræðunni. Niðurstöður Höllu Maríu sýna hversu mikilvægt það er að hafa eftirlit með atvinnurekendum til að tryggja að öryggi starfsfólks og jafnrétti kynjanna verði stóreflt líkt og hefur verið skýr krafa #metoo kvenna. Einnig þarf að breyta lögum til að stuðla að því að atvinnurekendur framfylgi skyldum sínum þannig að það varði þá háum sektum ef þeir sinna ekki forvörnum og upprætingu kynbundinnar áreitni, kynferðislegrar áreitni og annars ofbeldis á vinnustöðum.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun