Leynilegum upptökum lekið af fundi Boris Johnson Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júní 2018 06:00 Boris Johnson er ekki sagður hafa hjálpað ríkisstjórn sinni mikið með ummælum sínum. Vísir/Getty Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, óttast að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu verði ekki í takti við vonir harðlínumanna. Þvert á móti eru töluverðar líkur á að „mjúkt-Brexit“ verði ofan á, sem myndi leiða til þessa að Bretland yrði áfram á „sporgbaug um ESB, innan tollabandalagsins og að miklu leyti innan innri markaðarins.“ Það myndi þýða að Bretar hefðu ekki lengur fullt vald yfir utanríkisverslun sinni, „og ekki vald yfir lagarammanum heldur.“ Þetta er meðal þess sem sagt er hafa komið fram á leynilegri upptöku af fundi Johnson með tuttugu íhaldsmönnum á miðvikudag. Buzzfeed birtir glefsur úr upptökunni og segir þær til marks um það hvað Johnson „raunverulega finnist“ um margt sem við kemur utanríkismálum Breta. Á upptökunni er Johnson þannig sagður dásama Donald Trump og lýsa því hvernig virðing hans fyrir Bandaríkjaforseta hefur aukist statt og stöðugt. Johnson hafi þannig trú á því að ef Trump hefði haldið utan um Brexit-samningaferlið þá hefði það eflaust valdið glundroða - „en í raun myndi það leiða eitthvert. Það er mjög, mjög góð pæling,“ er haft eftir Johnson. Utanríkisráðherrann ræðir jafnframt um Vladímír Pútín og hina „miklu skömm“ Rússlandsforseta að fara með völdin í landi sem „sífellt minna máli skipti á alþjóðavettvangi.“ Hvað Brexit varðar segir Johnson að nú sé breska sendinefndin á leið inn í mikil átök í samningaferlinu í Brussel. Íhaldsmennirnir sem hann ávarpaði ættu að búa sig undir að ferlið gæti „farið úr böndunum“ (e. meltdown). Ef svo færi ættu þeir ekki þó ekki að grípast skelfingu, allt myndi á endanum bjargast. Engu að síður yrði Brexit, að mati utanríkisráðherrans, að öllum líkindum óafturkallanlegt. Það gæti þýtt að Bretar yrðu fastir í útgáfu af Brexit sem viðstaddir hefðu ekki barist fyrir. Frekar má fræðast um leynilegu upptökurnar á vef Buzzfeed. Brexit Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin kemur sér saman um Brexit-baktryggingu Deildar meiningar hafa verið innan stjórnar Theresu May um varaáætlun um tolla ef samningar við ESB nást ekki í tæka tíð. 7. júní 2018 14:38 Juncker vill að Bretar verði Belgar Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hvatti yfirvöld í Belgíu í gær til þess að gefa breskum starfsmönnum Evrópusambandsins, sem áhyggjur hafa af því hver staða þeirra verði eftir útgöngu Breta úr ESB, belgískan ríkisborgararétt. 4. maí 2018 06:00 Bæði útgerðarmenn og neytendur sagðir tapa á Brexit Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu gæti aukið heildarafla breska fiskveiðiflotans en um leið dregið úr arðsemi veiðanna og komið niður á neytendum og fiskvinnslufyrirtækjum. Allir myndu tapa ef Bretar lokuðu miðum sínum fyrir evrópskum fiskveiðiskipum. 24. apríl 2018 13:06 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, óttast að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu verði ekki í takti við vonir harðlínumanna. Þvert á móti eru töluverðar líkur á að „mjúkt-Brexit“ verði ofan á, sem myndi leiða til þessa að Bretland yrði áfram á „sporgbaug um ESB, innan tollabandalagsins og að miklu leyti innan innri markaðarins.“ Það myndi þýða að Bretar hefðu ekki lengur fullt vald yfir utanríkisverslun sinni, „og ekki vald yfir lagarammanum heldur.“ Þetta er meðal þess sem sagt er hafa komið fram á leynilegri upptöku af fundi Johnson með tuttugu íhaldsmönnum á miðvikudag. Buzzfeed birtir glefsur úr upptökunni og segir þær til marks um það hvað Johnson „raunverulega finnist“ um margt sem við kemur utanríkismálum Breta. Á upptökunni er Johnson þannig sagður dásama Donald Trump og lýsa því hvernig virðing hans fyrir Bandaríkjaforseta hefur aukist statt og stöðugt. Johnson hafi þannig trú á því að ef Trump hefði haldið utan um Brexit-samningaferlið þá hefði það eflaust valdið glundroða - „en í raun myndi það leiða eitthvert. Það er mjög, mjög góð pæling,“ er haft eftir Johnson. Utanríkisráðherrann ræðir jafnframt um Vladímír Pútín og hina „miklu skömm“ Rússlandsforseta að fara með völdin í landi sem „sífellt minna máli skipti á alþjóðavettvangi.“ Hvað Brexit varðar segir Johnson að nú sé breska sendinefndin á leið inn í mikil átök í samningaferlinu í Brussel. Íhaldsmennirnir sem hann ávarpaði ættu að búa sig undir að ferlið gæti „farið úr böndunum“ (e. meltdown). Ef svo færi ættu þeir ekki þó ekki að grípast skelfingu, allt myndi á endanum bjargast. Engu að síður yrði Brexit, að mati utanríkisráðherrans, að öllum líkindum óafturkallanlegt. Það gæti þýtt að Bretar yrðu fastir í útgáfu af Brexit sem viðstaddir hefðu ekki barist fyrir. Frekar má fræðast um leynilegu upptökurnar á vef Buzzfeed.
Brexit Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin kemur sér saman um Brexit-baktryggingu Deildar meiningar hafa verið innan stjórnar Theresu May um varaáætlun um tolla ef samningar við ESB nást ekki í tæka tíð. 7. júní 2018 14:38 Juncker vill að Bretar verði Belgar Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hvatti yfirvöld í Belgíu í gær til þess að gefa breskum starfsmönnum Evrópusambandsins, sem áhyggjur hafa af því hver staða þeirra verði eftir útgöngu Breta úr ESB, belgískan ríkisborgararétt. 4. maí 2018 06:00 Bæði útgerðarmenn og neytendur sagðir tapa á Brexit Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu gæti aukið heildarafla breska fiskveiðiflotans en um leið dregið úr arðsemi veiðanna og komið niður á neytendum og fiskvinnslufyrirtækjum. Allir myndu tapa ef Bretar lokuðu miðum sínum fyrir evrópskum fiskveiðiskipum. 24. apríl 2018 13:06 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Breska ríkisstjórnin kemur sér saman um Brexit-baktryggingu Deildar meiningar hafa verið innan stjórnar Theresu May um varaáætlun um tolla ef samningar við ESB nást ekki í tæka tíð. 7. júní 2018 14:38
Juncker vill að Bretar verði Belgar Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hvatti yfirvöld í Belgíu í gær til þess að gefa breskum starfsmönnum Evrópusambandsins, sem áhyggjur hafa af því hver staða þeirra verði eftir útgöngu Breta úr ESB, belgískan ríkisborgararétt. 4. maí 2018 06:00
Bæði útgerðarmenn og neytendur sagðir tapa á Brexit Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu gæti aukið heildarafla breska fiskveiðiflotans en um leið dregið úr arðsemi veiðanna og komið niður á neytendum og fiskvinnslufyrirtækjum. Allir myndu tapa ef Bretar lokuðu miðum sínum fyrir evrópskum fiskveiðiskipum. 24. apríl 2018 13:06