Áratugur breytinga: Er vinnan að drepa þig? Hallur Hallsson og Signý Lind Heimisdóttir og Vala Jónsdóttir skrifa 30. maí 2018 07:00 Umræðan um aukið vinnuálag hefur verið nokkuð áberandi að undanförnu og er vaxandi álag oft sett í samhengi við tæknibyltingu undanfarinna ára. Margir eru stöðugt „á vakt“ með vinnuna í snjallsímanum og mörkin milli vinnu- og einkalífs eru stöðugt óskýrari. Til að bregðast við þessum tæknibreytingum hafa Frakkar til að mynda sett bann við tölvupóstssendingum utan vinnutíma hjá fyrirtækjum með fleiri en 50 starfsmenn. Nýlega fór einnig fram umræða í Danmörku um að setja svipað bann í vinnulöggjöfina. Þessi umræða er ekki að ástæðulausu því vinnustreita hefur verið nefnd sem eitt af helstu heilsufarsvandamálum 21. aldarinnar.Signý Lind HeimisdóttirNiðurstöður rannsókna benda til að streita geti haft áhrif á þróun bæði andlegrar og líkamlegrar vanheilsu, t.d. kulnunar, sem getur valdið langvarandi fjarveru frá vinnumarkaði. Því er mikilvægt að vinnustaðir og stjórnendur séu meðvitaðir um vinnuálag og streituvaldandi þætti í starfsumhverfinu.Er vinnuálag að aukast? Gallup á Íslandi hefur gert vinnustaðagreiningar fyrir fyrirtæki og stofnanir í rúma tvo áratugi og býr yfir stórum gagnabanka um líðan starfsfólks, starfsumhverfi og stjórnun vinnustaða. Þó ekki sé hægt að álykta með fullri vissu um vinnumarkaðinn í heild út frá þessum gögnum eru þar vísbendingar um stöðuna meðal fólks á íslenskum vinnumarkaði. Einn af þeim þáttum sem Gallup metur er vinnuálag, en spurt er hvort það sé of mikið, hæfilegt eða of lítið. Þegar gögn þeirra 65.000 einstaklinga sem svara þessari spurningu í gagnabankanum eru skoðuð síðastliðinn áratug kemur í ljós að fólk upplifði marktækt meira vinnuálag árið 2017, þar sem 43% svöruðu að vinnuálag væri of mikið, samanborið við 32% árið 2008. Hlutfall þeirra sem sögðu of mikið hækkaði í 37% árið 2009.Vala JónsdóttirFleiri vísbendingar eru um vaxandi álag og afleiðingar þess. Samkvæmt könnunum sem Gallup gerði fyrir Eflingu stéttarfélag hefur hlutfall þeirra sem sögðust hafa verið frá vinnu vegna eigin veikinda á síðustu þremur mánuðum hækkað úr 26% árið 2010 í 50% árið 2017, en vinnutengt álag er ein orsök veikindafjarveru, þó fleiri þættir geti skýrt þessa aukningu. Kulnun (e. burnout) eða starfsþrot er alvarlegt ástand sem einkennist af andlegri og líkamlegri örmögnun, neikvæðu viðhorfi til vinnunnar og minnkaðri starfsgetu. Auknar kröfur í vinnuumhverfinu í bland við skort á björgum geta leitt til kulnunar. Reglulega eru lagðar spurningar fyrir Viðhorfahóp Gallup um nokkur einkenni kulnunar. Viðhorfahópurinn er valinn með tilviljunaraðferð úr þjóðskrá og þess gætt að svarendur endurspegli íslensku þjóðina. Meðal annars er spurt um örmögnun (þreytu), áhugaleysi á að mæta til vinnu, áhyggjur af vandamálum í vinnunni og neikvæð áhrif vinnu á frítíma og einkalíf. Það vekur athygli að upplifun á örmögnun var meiri árið 2017 samanborið við árið 2009, en fólk upplifði í auknum mæli í lok vinnudags að vera of þreytt til að gera nokkurn skapaðan hlut. Einnig dró úr vinnulöngun, en fleiri sögðust ekki langa í vinnuna næsta dag árið 2017 en 2009. Ekki gefa þó niðurstöður allra spurninga vísbendingar um aukin kulnunareinkenni. Þegar niðurstöður spurninga um tilfinningalegt álag eru skoðaðar voru færri árið 2017 sem höfðu áhyggjur af því að í vinnunni kæmu upp vandamál sem ekki væru auðleyst samanborið við árið 2009. Einnig voru færri árið 2017 sem áttu erfitt með að hætta að hugsa um vinnuna þannig að það hefði neikvæð áhrif á frítíma en árið 2009. Þetta er í takt við tölur úr gagnabanka Gallup þar sem jafnvægi milli vinnu og einkalífs er marktækt betra árið 2017 en það var árið 2009. Í ljósi þess að Ísland var í miðju efnahagshruni árið 2009 kemur ekki á óvart að fólk hafði meiri áhyggjur af vandamálum í vinnunni og hafi átt erfitt með að hætta að hugsa um vinnuna þá en í efnahagsuppsveiflunni árið 2017, enda reru margir vinnustaðir lífróður á þessum tíma.Álag, tækni og stjórnun Í könnunum Gallup má sjá vísbendingar um vaxandi vinnuálag, fjölgun veikindadaga og sumpart vaxandi einkenni kulnunar. Ekki er hægt að horfa fram hjá því að aukið áreiti vegna snjallsímavæðingar kunni að vera ein af orsökunum fyrir þessari þróun. Á móti kemur að í tækninýjungunum geta einnig falist tækifæri fyrir starfsfólk til að stýra vinnutíma sínum betur og ná bættu jafnvægi vinnu og einkalífs, eins og einnig virðist raunin. Þá gleymist oft að snjallsímavæðingin er ekki nema áratugar gömul og að snjallsímaeign óx úr 21% árið 2011 í 86% árið 2017. Á þessum stutta tíma hefur tæknin nú þegar breytt starfsumhverfi okkar, viðskiptaumhverfinu og okkar daglega lífi og eru enn meiri og hraðari breytingar fram undan. Þessa nýju tækni erum við enn að læra að nýta og umgangast. Því er mikilvægt að gleyma því ekki að við eigum að nýta tæknina, en tæknin á ekki að stýra okkur. Stjórnendur eru í lykilhlutverki þegar kemur að því að draga úr streitu starfsfólks og auka helgun á vinnustaðnum. Með því að styðja starfsfólk, gefa því tækifæri til að læra nýja hluti og veita því endurgjöf á frammistöðu, efla stjórnendur mikilvægar bjargir sem draga úr líkum á streitu af völdum langvarandi vinnuálags. Enn fremur skiptir miklu máli að stjórnendur skoði vel með hvaða hætti tæknin nýtist starfsfólki og hjálpar því að ná árangri, bæði heima og í vinnu, og með hvaða hætti tæknin veldur fólki álagi og streitu. Það er áskorun fyrir stjórnendur og vinnustaði að efla þá þætti sem styðja við starfsfólk, greina og meta álag og áreiti sem starfsfólk verður fyrir og sporna við streitu sem hefur slæmar afleiðingar í för með sér fyrir einstaklinga og vinnustaðinn ef ekkert er að gert. Með þeim hætti sköpum við eftirsóknarverðan vinnustað.Höfundar starfa hjá Gallup Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um aukið vinnuálag hefur verið nokkuð áberandi að undanförnu og er vaxandi álag oft sett í samhengi við tæknibyltingu undanfarinna ára. Margir eru stöðugt „á vakt“ með vinnuna í snjallsímanum og mörkin milli vinnu- og einkalífs eru stöðugt óskýrari. Til að bregðast við þessum tæknibreytingum hafa Frakkar til að mynda sett bann við tölvupóstssendingum utan vinnutíma hjá fyrirtækjum með fleiri en 50 starfsmenn. Nýlega fór einnig fram umræða í Danmörku um að setja svipað bann í vinnulöggjöfina. Þessi umræða er ekki að ástæðulausu því vinnustreita hefur verið nefnd sem eitt af helstu heilsufarsvandamálum 21. aldarinnar.Signý Lind HeimisdóttirNiðurstöður rannsókna benda til að streita geti haft áhrif á þróun bæði andlegrar og líkamlegrar vanheilsu, t.d. kulnunar, sem getur valdið langvarandi fjarveru frá vinnumarkaði. Því er mikilvægt að vinnustaðir og stjórnendur séu meðvitaðir um vinnuálag og streituvaldandi þætti í starfsumhverfinu.Er vinnuálag að aukast? Gallup á Íslandi hefur gert vinnustaðagreiningar fyrir fyrirtæki og stofnanir í rúma tvo áratugi og býr yfir stórum gagnabanka um líðan starfsfólks, starfsumhverfi og stjórnun vinnustaða. Þó ekki sé hægt að álykta með fullri vissu um vinnumarkaðinn í heild út frá þessum gögnum eru þar vísbendingar um stöðuna meðal fólks á íslenskum vinnumarkaði. Einn af þeim þáttum sem Gallup metur er vinnuálag, en spurt er hvort það sé of mikið, hæfilegt eða of lítið. Þegar gögn þeirra 65.000 einstaklinga sem svara þessari spurningu í gagnabankanum eru skoðuð síðastliðinn áratug kemur í ljós að fólk upplifði marktækt meira vinnuálag árið 2017, þar sem 43% svöruðu að vinnuálag væri of mikið, samanborið við 32% árið 2008. Hlutfall þeirra sem sögðu of mikið hækkaði í 37% árið 2009.Vala JónsdóttirFleiri vísbendingar eru um vaxandi álag og afleiðingar þess. Samkvæmt könnunum sem Gallup gerði fyrir Eflingu stéttarfélag hefur hlutfall þeirra sem sögðust hafa verið frá vinnu vegna eigin veikinda á síðustu þremur mánuðum hækkað úr 26% árið 2010 í 50% árið 2017, en vinnutengt álag er ein orsök veikindafjarveru, þó fleiri þættir geti skýrt þessa aukningu. Kulnun (e. burnout) eða starfsþrot er alvarlegt ástand sem einkennist af andlegri og líkamlegri örmögnun, neikvæðu viðhorfi til vinnunnar og minnkaðri starfsgetu. Auknar kröfur í vinnuumhverfinu í bland við skort á björgum geta leitt til kulnunar. Reglulega eru lagðar spurningar fyrir Viðhorfahóp Gallup um nokkur einkenni kulnunar. Viðhorfahópurinn er valinn með tilviljunaraðferð úr þjóðskrá og þess gætt að svarendur endurspegli íslensku þjóðina. Meðal annars er spurt um örmögnun (þreytu), áhugaleysi á að mæta til vinnu, áhyggjur af vandamálum í vinnunni og neikvæð áhrif vinnu á frítíma og einkalíf. Það vekur athygli að upplifun á örmögnun var meiri árið 2017 samanborið við árið 2009, en fólk upplifði í auknum mæli í lok vinnudags að vera of þreytt til að gera nokkurn skapaðan hlut. Einnig dró úr vinnulöngun, en fleiri sögðust ekki langa í vinnuna næsta dag árið 2017 en 2009. Ekki gefa þó niðurstöður allra spurninga vísbendingar um aukin kulnunareinkenni. Þegar niðurstöður spurninga um tilfinningalegt álag eru skoðaðar voru færri árið 2017 sem höfðu áhyggjur af því að í vinnunni kæmu upp vandamál sem ekki væru auðleyst samanborið við árið 2009. Einnig voru færri árið 2017 sem áttu erfitt með að hætta að hugsa um vinnuna þannig að það hefði neikvæð áhrif á frítíma en árið 2009. Þetta er í takt við tölur úr gagnabanka Gallup þar sem jafnvægi milli vinnu og einkalífs er marktækt betra árið 2017 en það var árið 2009. Í ljósi þess að Ísland var í miðju efnahagshruni árið 2009 kemur ekki á óvart að fólk hafði meiri áhyggjur af vandamálum í vinnunni og hafi átt erfitt með að hætta að hugsa um vinnuna þá en í efnahagsuppsveiflunni árið 2017, enda reru margir vinnustaðir lífróður á þessum tíma.Álag, tækni og stjórnun Í könnunum Gallup má sjá vísbendingar um vaxandi vinnuálag, fjölgun veikindadaga og sumpart vaxandi einkenni kulnunar. Ekki er hægt að horfa fram hjá því að aukið áreiti vegna snjallsímavæðingar kunni að vera ein af orsökunum fyrir þessari þróun. Á móti kemur að í tækninýjungunum geta einnig falist tækifæri fyrir starfsfólk til að stýra vinnutíma sínum betur og ná bættu jafnvægi vinnu og einkalífs, eins og einnig virðist raunin. Þá gleymist oft að snjallsímavæðingin er ekki nema áratugar gömul og að snjallsímaeign óx úr 21% árið 2011 í 86% árið 2017. Á þessum stutta tíma hefur tæknin nú þegar breytt starfsumhverfi okkar, viðskiptaumhverfinu og okkar daglega lífi og eru enn meiri og hraðari breytingar fram undan. Þessa nýju tækni erum við enn að læra að nýta og umgangast. Því er mikilvægt að gleyma því ekki að við eigum að nýta tæknina, en tæknin á ekki að stýra okkur. Stjórnendur eru í lykilhlutverki þegar kemur að því að draga úr streitu starfsfólks og auka helgun á vinnustaðnum. Með því að styðja starfsfólk, gefa því tækifæri til að læra nýja hluti og veita því endurgjöf á frammistöðu, efla stjórnendur mikilvægar bjargir sem draga úr líkum á streitu af völdum langvarandi vinnuálags. Enn fremur skiptir miklu máli að stjórnendur skoði vel með hvaða hætti tæknin nýtist starfsfólki og hjálpar því að ná árangri, bæði heima og í vinnu, og með hvaða hætti tæknin veldur fólki álagi og streitu. Það er áskorun fyrir stjórnendur og vinnustaði að efla þá þætti sem styðja við starfsfólk, greina og meta álag og áreiti sem starfsfólk verður fyrir og sporna við streitu sem hefur slæmar afleiðingar í för með sér fyrir einstaklinga og vinnustaðinn ef ekkert er að gert. Með þeim hætti sköpum við eftirsóknarverðan vinnustað.Höfundar starfa hjá Gallup
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun