Okkar stríð Magnús Guðmundsson skrifar 30. maí 2018 10:00 Kona fer í stríð er nýjasta kvikmynd Benedikts Erlingssonar leikstjóra. Nýjasta kvikmyndin sem sprettur í íslenska kvikmyndasumrinu og þú átt að sjá hana í bíó. Ekki vegna þess að hún er íslensk og þar er töluð íslenska í faðmi íslenskra fjalla, heldur vegna þess að þetta er frábær kvikmynd sem á erindi við okkur öll. Hún er vel skrifuð, vel leikin, vel leikstýrð og vel gerð í alla staði en það sem mestu skiptir er að hún er heillandi, bráðskemmtileg og mikilvæg. Kona fer í stríð vegna okkar og fyrir okkur. Vegna okkar sem erum á hraðri leið með að eyðileggja landið okkar. Eyðileggja þessa einu jörð sem við eigum í nafni hagvaxtar og okkar allra sem tökum velsæld og vellíðan fram yfir börnin okkar og komandi kynslóðir á hverjum degi. Þess vegna fer hún í stríð fyrir okkur sem sitjum heima í sófanum og höfum ekki einu sinni hugrekki til þess að skammast okkar fyrir aðgerðaleysið. Kona fer í stríð vegna þess að hún er með hjartað á réttum stað og það slær í takt við skáldin, fegurðina og landið. Hún fer í stríð vopnuð menningu okkar, sögu og listum. „Hver á sér fegra föðurland, / með fjöll og dal og bláan sand, / með norðurljósa bjarmaband / og björk og lind í hlíð?“ orti Hulda í tilefni af lýðveldisstofnun árið 1944 vegna þess að þjóðin þráði að vera ekki öðrum háð. Þjóðin sem hikar ekki við að virkja fallvötnin til þess að alþjóðleg stórfyrirtæki geti sett upp verksmiðjur sínar og eyðilagt þetta fagra föðurland. Kona fer í stríð vegna þess að við hin liggjum flöt í sófanum. Liggjum flöt fyrir lífsstílnum sem við höfum tamið okkur, ófáanleg til þess að standa upp, þó svo landið okkar spillist og jörðin sé að drukkna. Skítt með það, það er eitthvað annað í sjónvarpinu, segjum við okkur og treystum því að einhver annar fari í málið. Einhver eins og þessi kona sem er tilbúin til þess að fara í stríð fyrir framtíðina. Fyrir jörðina. Kona fer í stríð vegna þess að stjórnmálamenn og -konur eru ekkert annað en framlenging á okkur hinum. Bergmálið af skammsýni okkar og væntingum um áframhaldandi hagvöxt og huggulegheit þar sem við græðum á daginn og grillum á kvöldin. Þau þjónusta okkur og þrælslund okkar við þá sem þurfa að græða meira og meira en meira er samt aldrei nóg. Þau eru háð samþykki og velvild okkar fjöldans og þau munu því aldrei framkvæma þá byltingu sem þarf til þess að bjarga jörðinni. Það er því ekki við stjórnmálafólkið að sakast heldur ber hvert og eitt okkar þessa ábyrgð. Þau eru aðeins hirðfífl við hirð fjöldans sem vill enga byltingu. Engar breytingar óháð orsök og afleiðingum. Kona fer í stríð vegna þess að það þarf byltingu til þess að bjarga jörðinni. Það dugar ekkert minna til og hún þarf að koma frá okkur. Í þeirri byltingu þurfum við öll að færa fórnir. Bæði þú og ég þurfum að breyta lífsháttum okkar því jörðinni er að blæða út. Það verður að vera þess virði að berjast fyrir. Að breyta sér fyrir. Að gera byltingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Kona fer í stríð er nýjasta kvikmynd Benedikts Erlingssonar leikstjóra. Nýjasta kvikmyndin sem sprettur í íslenska kvikmyndasumrinu og þú átt að sjá hana í bíó. Ekki vegna þess að hún er íslensk og þar er töluð íslenska í faðmi íslenskra fjalla, heldur vegna þess að þetta er frábær kvikmynd sem á erindi við okkur öll. Hún er vel skrifuð, vel leikin, vel leikstýrð og vel gerð í alla staði en það sem mestu skiptir er að hún er heillandi, bráðskemmtileg og mikilvæg. Kona fer í stríð vegna okkar og fyrir okkur. Vegna okkar sem erum á hraðri leið með að eyðileggja landið okkar. Eyðileggja þessa einu jörð sem við eigum í nafni hagvaxtar og okkar allra sem tökum velsæld og vellíðan fram yfir börnin okkar og komandi kynslóðir á hverjum degi. Þess vegna fer hún í stríð fyrir okkur sem sitjum heima í sófanum og höfum ekki einu sinni hugrekki til þess að skammast okkar fyrir aðgerðaleysið. Kona fer í stríð vegna þess að hún er með hjartað á réttum stað og það slær í takt við skáldin, fegurðina og landið. Hún fer í stríð vopnuð menningu okkar, sögu og listum. „Hver á sér fegra föðurland, / með fjöll og dal og bláan sand, / með norðurljósa bjarmaband / og björk og lind í hlíð?“ orti Hulda í tilefni af lýðveldisstofnun árið 1944 vegna þess að þjóðin þráði að vera ekki öðrum háð. Þjóðin sem hikar ekki við að virkja fallvötnin til þess að alþjóðleg stórfyrirtæki geti sett upp verksmiðjur sínar og eyðilagt þetta fagra föðurland. Kona fer í stríð vegna þess að við hin liggjum flöt í sófanum. Liggjum flöt fyrir lífsstílnum sem við höfum tamið okkur, ófáanleg til þess að standa upp, þó svo landið okkar spillist og jörðin sé að drukkna. Skítt með það, það er eitthvað annað í sjónvarpinu, segjum við okkur og treystum því að einhver annar fari í málið. Einhver eins og þessi kona sem er tilbúin til þess að fara í stríð fyrir framtíðina. Fyrir jörðina. Kona fer í stríð vegna þess að stjórnmálamenn og -konur eru ekkert annað en framlenging á okkur hinum. Bergmálið af skammsýni okkar og væntingum um áframhaldandi hagvöxt og huggulegheit þar sem við græðum á daginn og grillum á kvöldin. Þau þjónusta okkur og þrælslund okkar við þá sem þurfa að græða meira og meira en meira er samt aldrei nóg. Þau eru háð samþykki og velvild okkar fjöldans og þau munu því aldrei framkvæma þá byltingu sem þarf til þess að bjarga jörðinni. Það er því ekki við stjórnmálafólkið að sakast heldur ber hvert og eitt okkar þessa ábyrgð. Þau eru aðeins hirðfífl við hirð fjöldans sem vill enga byltingu. Engar breytingar óháð orsök og afleiðingum. Kona fer í stríð vegna þess að það þarf byltingu til þess að bjarga jörðinni. Það dugar ekkert minna til og hún þarf að koma frá okkur. Í þeirri byltingu þurfum við öll að færa fórnir. Bæði þú og ég þurfum að breyta lífsháttum okkar því jörðinni er að blæða út. Það verður að vera þess virði að berjast fyrir. Að breyta sér fyrir. Að gera byltingu.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun