Furða sig á seint framkomnu persónuverndarfrumvarpi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. maí 2018 06:00 Alþingishúsið við Austurvöll. Vísir/GVA Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu harðlega vinnubrögð ríkisstjórnarinnar á þingfundi í gær. Að þessu sinni var það seint framkomið frumvarp til persónuverndarlaga sem var skotspónninn. Frumvarpið var lagt fram á þinginu í fyrradag en með því er stefnt að innleiðingu á persónuverndarreglugerð Evrópuþingsins og -ráðsins. Reglugerðin tók gildi í flestum öðrum Evrópuríkjum þann 25. maí síðastliðinn. Þar sem frumvarpið var lagt fram eftir 1. apríl þurfti að leita samþykkis þingsins til að taka það á dagskrá. Við afgreiðslu á afbrigðunum tóku stjórnarandstæðingar til máls. „Hæstvirtum ráðherra getur ekki verið alvara með að ætla þinginu viku til að ljúka jafn viðamiklu máli og hér er um að ræða. Það er í raun með ólíkindum að eftir að það var ítrekað kallað eftir því að þetta mál kæmi fram tímanlega sé verið að mæla fyrir því viku fyrir þinglok,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. „Nú gífuryrðin sem eru hér alltaf sett fram varðandi vinnulag eiga auðvitað ekki við nokkur rök að styðjast,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. Þá benti Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, á að frumvarpið hefði verið í umsagnarferli í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar og hægt hefði verið að koma athugasemdum að þar. Þorsteinn benti þá á að fyrst málið hefði legið nær tilbúið í Samráðsgáttinni hefði verið hægt að mæla mun fyrr fyrir því. Þingmönnum væri ætluð vika til að kynna sér málið frá grunni, kalla eftir athugasemdum og vinna úr málinu í nefnd. „Ég hef aldrei séð jafnmikla fádæma vanvirðingu fyrir þinginu og í þessu máli,“ sagði hann. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34 Alþingi ræðir persónuupplýsingar um alla landsmenn Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um skammarleg vinnubrögð á Alþingi í dag. 29. maí 2018 19:33 Ný persónuverndarreglugerð vonandi innleidd fyrir þinglok Dómsmálaráðherra segist nokkuð bjartsýnn á að Alþingi takist að afgreiða nýtt persónuverndarfrumvarp fyrir þinglok. Nefndarmaður í allsherjar- og menntamálanefnd gagnrýnir vinnubrögðin. Reglugerðin felur í sér viðamiklar breytingar 26. maí 2018 08:30 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu harðlega vinnubrögð ríkisstjórnarinnar á þingfundi í gær. Að þessu sinni var það seint framkomið frumvarp til persónuverndarlaga sem var skotspónninn. Frumvarpið var lagt fram á þinginu í fyrradag en með því er stefnt að innleiðingu á persónuverndarreglugerð Evrópuþingsins og -ráðsins. Reglugerðin tók gildi í flestum öðrum Evrópuríkjum þann 25. maí síðastliðinn. Þar sem frumvarpið var lagt fram eftir 1. apríl þurfti að leita samþykkis þingsins til að taka það á dagskrá. Við afgreiðslu á afbrigðunum tóku stjórnarandstæðingar til máls. „Hæstvirtum ráðherra getur ekki verið alvara með að ætla þinginu viku til að ljúka jafn viðamiklu máli og hér er um að ræða. Það er í raun með ólíkindum að eftir að það var ítrekað kallað eftir því að þetta mál kæmi fram tímanlega sé verið að mæla fyrir því viku fyrir þinglok,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. „Nú gífuryrðin sem eru hér alltaf sett fram varðandi vinnulag eiga auðvitað ekki við nokkur rök að styðjast,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. Þá benti Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, á að frumvarpið hefði verið í umsagnarferli í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar og hægt hefði verið að koma athugasemdum að þar. Þorsteinn benti þá á að fyrst málið hefði legið nær tilbúið í Samráðsgáttinni hefði verið hægt að mæla mun fyrr fyrir því. Þingmönnum væri ætluð vika til að kynna sér málið frá grunni, kalla eftir athugasemdum og vinna úr málinu í nefnd. „Ég hef aldrei séð jafnmikla fádæma vanvirðingu fyrir þinginu og í þessu máli,“ sagði hann.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34 Alþingi ræðir persónuupplýsingar um alla landsmenn Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um skammarleg vinnubrögð á Alþingi í dag. 29. maí 2018 19:33 Ný persónuverndarreglugerð vonandi innleidd fyrir þinglok Dómsmálaráðherra segist nokkuð bjartsýnn á að Alþingi takist að afgreiða nýtt persónuverndarfrumvarp fyrir þinglok. Nefndarmaður í allsherjar- og menntamálanefnd gagnrýnir vinnubrögðin. Reglugerðin felur í sér viðamiklar breytingar 26. maí 2018 08:30 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34
Alþingi ræðir persónuupplýsingar um alla landsmenn Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um skammarleg vinnubrögð á Alþingi í dag. 29. maí 2018 19:33
Ný persónuverndarreglugerð vonandi innleidd fyrir þinglok Dómsmálaráðherra segist nokkuð bjartsýnn á að Alþingi takist að afgreiða nýtt persónuverndarfrumvarp fyrir þinglok. Nefndarmaður í allsherjar- og menntamálanefnd gagnrýnir vinnubrögðin. Reglugerðin felur í sér viðamiklar breytingar 26. maí 2018 08:30