Engar sannanir fyrir „njósnara“ í röðum Trump Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2018 20:41 Trey Gowdy. Vísir/AP Þingmaðurinn Trey Gowdy, formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og háttsettur Repúblikani, segir ekkert til í því að að Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hafi komið „njósnara“ fyrir meðal starfsmanna framboðs Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Trump sjálfur hefur ítrekað haldið því fram undanfarið og segir FBI hafa gert það til að reyna að hjálpa Hillary Clinton, mótframbjóðanda hans, að vinna forsetakosningarnar 2016. Gowdy var meðal þeirra sem starfsmenn FBI og dómsmálaráðuneytisins skýrðu málið fyrir í síðustu viku. Trump hefur básúnað undanfarna daga og vikur um að „njósnað“ hafi verið um forsetaframboð hans af pólitískum ástæðum. Forsetinn hefur kallað málið „njósnahneykslið“. Hvorki hann né Hvíta húsið hafa lagt fram nokkur gögn eða sannanir um að þær ásakanir eigi við rök að styðjast.Sjá einnig: Trump og bandamenn magna upp „njósnahneyksli“Engu að síður samþykktu alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið að veita þingmönnum upplýsingar um heimildarmann sem FBI notaði þegar hún rannsakaði fyrst vísbendingar um samskipti starfsmanna Trump-framboðsins við Rússa árið 2016 í síðustu viku. Fram hefur komið að eftir að FBI fékk upplýsingar um samskiptin leituðu rannsakendurnir til bandarísks fræðimanns með tengsl við Repúblikanaflokkinn. Hann ræddi við að minnsta kosti þrjá starfsmenn framboðsins og reyndi að afla upplýsinga um hvers eðlis samskiptin við Rússa hefðu verið. Heimildarmaðurinn starfaði hins vegar aldrei innan framboðsins eins og Trump og stuðningsmenn hans hafa ýjað að. Bandarískir embættismenn segja að ekkert hafi verið óeðlilegt við störf heimildarmannsins. Gowdy sagði í dag að hann væri fullviss um að starfsmenn FBI hefðu „gert það eina í stöðunni sem allir Bandaríkjamenn vildu að þeir gerðu þegar þeir fengu þær upplýsingar sem þeir fengu og það kemur Donald Trump ekkert við“ Þá sagði hann að lögregluembætti notuðust oft og títt við uppljóstrara. Eftir áðurnefndan fund þingmanna og starfsmanna Dómsmálaráðuneytisins og FBI hafa leiðtogar Repúblikanaflokksins grafið undan ásökunum forsetans. Gowdy sagði þá alla vera sammála. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Sjá meira
Þingmaðurinn Trey Gowdy, formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og háttsettur Repúblikani, segir ekkert til í því að að Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hafi komið „njósnara“ fyrir meðal starfsmanna framboðs Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Trump sjálfur hefur ítrekað haldið því fram undanfarið og segir FBI hafa gert það til að reyna að hjálpa Hillary Clinton, mótframbjóðanda hans, að vinna forsetakosningarnar 2016. Gowdy var meðal þeirra sem starfsmenn FBI og dómsmálaráðuneytisins skýrðu málið fyrir í síðustu viku. Trump hefur básúnað undanfarna daga og vikur um að „njósnað“ hafi verið um forsetaframboð hans af pólitískum ástæðum. Forsetinn hefur kallað málið „njósnahneykslið“. Hvorki hann né Hvíta húsið hafa lagt fram nokkur gögn eða sannanir um að þær ásakanir eigi við rök að styðjast.Sjá einnig: Trump og bandamenn magna upp „njósnahneyksli“Engu að síður samþykktu alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið að veita þingmönnum upplýsingar um heimildarmann sem FBI notaði þegar hún rannsakaði fyrst vísbendingar um samskipti starfsmanna Trump-framboðsins við Rússa árið 2016 í síðustu viku. Fram hefur komið að eftir að FBI fékk upplýsingar um samskiptin leituðu rannsakendurnir til bandarísks fræðimanns með tengsl við Repúblikanaflokkinn. Hann ræddi við að minnsta kosti þrjá starfsmenn framboðsins og reyndi að afla upplýsinga um hvers eðlis samskiptin við Rússa hefðu verið. Heimildarmaðurinn starfaði hins vegar aldrei innan framboðsins eins og Trump og stuðningsmenn hans hafa ýjað að. Bandarískir embættismenn segja að ekkert hafi verið óeðlilegt við störf heimildarmannsins. Gowdy sagði í dag að hann væri fullviss um að starfsmenn FBI hefðu „gert það eina í stöðunni sem allir Bandaríkjamenn vildu að þeir gerðu þegar þeir fengu þær upplýsingar sem þeir fengu og það kemur Donald Trump ekkert við“ Þá sagði hann að lögregluembætti notuðust oft og títt við uppljóstrara. Eftir áðurnefndan fund þingmanna og starfsmanna Dómsmálaráðuneytisins og FBI hafa leiðtogar Repúblikanaflokksins grafið undan ásökunum forsetans. Gowdy sagði þá alla vera sammála.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Sjá meira