Gott traust skapast á milli flokkanna fjögurra Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2018 21:59 Dagur B. Eggertsson er bjartsýnn á viðræður flokkanna fjögurra. Vísir/Sigtryggur Ari Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir að það yrði styrkur fyrir borgina að ná saman meirihluta sem kemur úr ólíkum áttum. Hann segir gott traust hafa skapast á milli flokkanna fjögurra sem hafa nú ákveðið að hefja formlega viðræður um meirihlutasamstarf. Samfylkingin, Viðreisn, Vinstri græn og Píratar tilkynntu í kvöld að flokkarnir ætli að hefja formlegar viðræður á morgun. Slíkur meirihluti hefði tólf borgarfulltrúa og eins manns meirihluta í borgarstjórn. Tveir fulltrúar frá hverjum flokki taka þátt í viðræðunum. „Það hefur skapast gott traust á milli okkar undanfarna daga. Það skiptir mjög miklu máli. Ég held að það væri styrkur fyrir borgina að ná saman meirihluta sem kemur úr svolítið ólíkum áttum. Þetta er auðvitað nýtt upphaf þannig að ég er bara bjartsýnn og spenntur fyrir því að setjast niður á morgun,“ segir hann. Spurður að því hvort að erfiðara verði fyrir flokkana fjóra að ná saman um einhver ákveðin mál frekar en önnur telur Dagur svo ekki vera. „Ég held að það sé hægt að finna fleti hjá fólki jafnvel þó að það nálgist hlutina úr ólíkri átt ef viljinn til að gera vel fyrir borgina er í efsta sæti hjá öllum. Ég finn það mjög sterkt hjá þessum hópi þannig að ég kvíði því ekki,“ segir Dagur. Hann játar því að góður samhljómur sé á milli flokkanna í samgöngu- og skipulagsmálum. Allir sem hafi fylgst með kosningabaráttunni hafi séð að flokkarnir eigi ýmislegt sameiginlegt þó að þeir séu einnig ólíkir að ýmsu leyti. „Við erum náttúrulega búin að hittast og tala saman undanfarna daga og værum ekki að stíga þetta skref nema af því að við höfum trú á því og erum bjartsýn að ná til lands,“ segir Dagur.Misjöfn reynsla af því að ráða sveitarstjóra Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, hafnaði því við Vísi í dag að flokkurinn hefði gert kröfu um að Dagur viki til hliðar og borgarstjóri utan flokkanna yrði ráðinn eins og Kjarninn hafði greint frá. Dagur segir að ekki sé byrjað að ræða verkaskiptingu á milli flokkanna og ekki hafi komið fram nein krafa af þessu tagi. Hann bendir á að reynsla sveitarfélaga af því að ráða utanaðkomandi sveitarstjóra sé misjöfn. „Við förum bara inn í þetta til að leysa þetta eins og öll önnur mál,“ segir hann. Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Slæmar fréttir fyrir borgarbúa“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir formlegar viðræður á milli Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna, ekki vera í anda þess sem fólkið kaus. 30. maí 2018 19:16 Formlegar viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG hefjast Óformlegar viðræður oddvita flokkanna um málefnagrunn leiddu til þeirrar sameiginlegu niðurstöðu að hefja formlegar viðræður á morgun. 30. maí 2018 18:55 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir að það yrði styrkur fyrir borgina að ná saman meirihluta sem kemur úr ólíkum áttum. Hann segir gott traust hafa skapast á milli flokkanna fjögurra sem hafa nú ákveðið að hefja formlega viðræður um meirihlutasamstarf. Samfylkingin, Viðreisn, Vinstri græn og Píratar tilkynntu í kvöld að flokkarnir ætli að hefja formlegar viðræður á morgun. Slíkur meirihluti hefði tólf borgarfulltrúa og eins manns meirihluta í borgarstjórn. Tveir fulltrúar frá hverjum flokki taka þátt í viðræðunum. „Það hefur skapast gott traust á milli okkar undanfarna daga. Það skiptir mjög miklu máli. Ég held að það væri styrkur fyrir borgina að ná saman meirihluta sem kemur úr svolítið ólíkum áttum. Þetta er auðvitað nýtt upphaf þannig að ég er bara bjartsýnn og spenntur fyrir því að setjast niður á morgun,“ segir hann. Spurður að því hvort að erfiðara verði fyrir flokkana fjóra að ná saman um einhver ákveðin mál frekar en önnur telur Dagur svo ekki vera. „Ég held að það sé hægt að finna fleti hjá fólki jafnvel þó að það nálgist hlutina úr ólíkri átt ef viljinn til að gera vel fyrir borgina er í efsta sæti hjá öllum. Ég finn það mjög sterkt hjá þessum hópi þannig að ég kvíði því ekki,“ segir Dagur. Hann játar því að góður samhljómur sé á milli flokkanna í samgöngu- og skipulagsmálum. Allir sem hafi fylgst með kosningabaráttunni hafi séð að flokkarnir eigi ýmislegt sameiginlegt þó að þeir séu einnig ólíkir að ýmsu leyti. „Við erum náttúrulega búin að hittast og tala saman undanfarna daga og værum ekki að stíga þetta skref nema af því að við höfum trú á því og erum bjartsýn að ná til lands,“ segir Dagur.Misjöfn reynsla af því að ráða sveitarstjóra Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, hafnaði því við Vísi í dag að flokkurinn hefði gert kröfu um að Dagur viki til hliðar og borgarstjóri utan flokkanna yrði ráðinn eins og Kjarninn hafði greint frá. Dagur segir að ekki sé byrjað að ræða verkaskiptingu á milli flokkanna og ekki hafi komið fram nein krafa af þessu tagi. Hann bendir á að reynsla sveitarfélaga af því að ráða utanaðkomandi sveitarstjóra sé misjöfn. „Við förum bara inn í þetta til að leysa þetta eins og öll önnur mál,“ segir hann.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Slæmar fréttir fyrir borgarbúa“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir formlegar viðræður á milli Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna, ekki vera í anda þess sem fólkið kaus. 30. maí 2018 19:16 Formlegar viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG hefjast Óformlegar viðræður oddvita flokkanna um málefnagrunn leiddu til þeirrar sameiginlegu niðurstöðu að hefja formlegar viðræður á morgun. 30. maí 2018 18:55 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
„Slæmar fréttir fyrir borgarbúa“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir formlegar viðræður á milli Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna, ekki vera í anda þess sem fólkið kaus. 30. maí 2018 19:16
Formlegar viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG hefjast Óformlegar viðræður oddvita flokkanna um málefnagrunn leiddu til þeirrar sameiginlegu niðurstöðu að hefja formlegar viðræður á morgun. 30. maí 2018 18:55