Jón Daði: Líður best þegar ég get gefið af mér Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. maí 2018 14:00 Jón Daði Böðvarsson. Það var létt yfir Selfyssingnum Jóni Daða Böðvarssyni fyrir æfingu íslenska liðsins í dag þó svo að norskan hafi verið svolítið ryðguð hjá honum. „Ég var nokkð ryðgaður í henni. Ég þarf að fara að rifja hana upp,“ sagði Jón Daði léttur en hann var þá nýkominn úr viðtali við norskan blaðamann. „Þetta er búið að vera mikið af viðtölum en það bjuggust allir við því og eru undirbúnir fyrir það. Það er mikil athygli á mótinu og okkur. Það er bara jákvæð umfjöllun.“ Jón Daði átti frábært tímabil hjá Reading og mætir í toppstandi til liðs við landsliðið. „Mér líður mjög vel eftir gott tímabil hjá mér. Er í flottu formi og ekkert vesen. Ég held mér í formi núna og fer varlega með sjálfan mig.“ Jón Daði er heimakær og líður best heima hjá fjölskyldunni á Selfossi. „Ég er búinn að vera heima hjá mömmu og fá góðan mömmumat í rólegheitum þar,“ segir Jón Daði en hann gaf af sér um síðustu helgi er hann áritaði myndir af sér fyrir krakkana á Selfossi í kjörbúð þar í bæ. „Það var flott. Selfoss er æðislegt samfélag þar sem allir þekkja alla. Það er alltaf gott að keyra yfir Ölfusárbrúna og koma í andrúmsloftið á Selfossi. Það er ekkert betra en að vera á Selfossi. Heima er best.“ Jón Daði segir að það skipti sig máli að reyna að gefa af sér. „Krakkarnir voru ánægðir að hitta mig og það sem gerir þennan árangur extra sætan er að maður er ákveðin fyrirmynd og gefur öllum ungum krökkum von. Það sem lætur mér líða hvað best er þegar ég get gefið af mér. Þessi árangur gefur líka ungum krökkum mikið upp á framtíðina að gera.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar: Í hausnum á mér að ég nái fyrsta leik Eftir langa meðhöndlun vegna meiðsla erlendis þá er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kominn heim. Hann ætlar sér að ná opnunarleik Íslands á HM gegn Argentínu. 30. maí 2018 11:31 Birkir: Var ekki sáttur við að fá ekki að spila Síðasta helgi var afar svekkjandi fyrir Birki Bjarnason. Lið hans, Aston Villa, tapaði úrslitaleik á Wembley um sæti í efstu deild að ári og hann fékk ekkert að taka þátt í leiknum. 30. maí 2018 13:00 Hólmar Örn: Það eru skemmtilegir tímar framundan Hólmar Örn Eyjólfsson rétt missti af Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum en hann er í HM-hópi Heimis Hallgrímssonar. 30. maí 2018 14:30 Strákarnir ánægðir að sjá Aron Einar á svæðinu: Myndir frá æfingunni í dag Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er kominn heim til Íslands frá Katar og hann var á sinni fyrstu æfingu með íslenska liðinu í Laugardalnum í dag. 30. maí 2018 13:45 Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Sjá meira
Það var létt yfir Selfyssingnum Jóni Daða Böðvarssyni fyrir æfingu íslenska liðsins í dag þó svo að norskan hafi verið svolítið ryðguð hjá honum. „Ég var nokkð ryðgaður í henni. Ég þarf að fara að rifja hana upp,“ sagði Jón Daði léttur en hann var þá nýkominn úr viðtali við norskan blaðamann. „Þetta er búið að vera mikið af viðtölum en það bjuggust allir við því og eru undirbúnir fyrir það. Það er mikil athygli á mótinu og okkur. Það er bara jákvæð umfjöllun.“ Jón Daði átti frábært tímabil hjá Reading og mætir í toppstandi til liðs við landsliðið. „Mér líður mjög vel eftir gott tímabil hjá mér. Er í flottu formi og ekkert vesen. Ég held mér í formi núna og fer varlega með sjálfan mig.“ Jón Daði er heimakær og líður best heima hjá fjölskyldunni á Selfossi. „Ég er búinn að vera heima hjá mömmu og fá góðan mömmumat í rólegheitum þar,“ segir Jón Daði en hann gaf af sér um síðustu helgi er hann áritaði myndir af sér fyrir krakkana á Selfossi í kjörbúð þar í bæ. „Það var flott. Selfoss er æðislegt samfélag þar sem allir þekkja alla. Það er alltaf gott að keyra yfir Ölfusárbrúna og koma í andrúmsloftið á Selfossi. Það er ekkert betra en að vera á Selfossi. Heima er best.“ Jón Daði segir að það skipti sig máli að reyna að gefa af sér. „Krakkarnir voru ánægðir að hitta mig og það sem gerir þennan árangur extra sætan er að maður er ákveðin fyrirmynd og gefur öllum ungum krökkum von. Það sem lætur mér líða hvað best er þegar ég get gefið af mér. Þessi árangur gefur líka ungum krökkum mikið upp á framtíðina að gera.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar: Í hausnum á mér að ég nái fyrsta leik Eftir langa meðhöndlun vegna meiðsla erlendis þá er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kominn heim. Hann ætlar sér að ná opnunarleik Íslands á HM gegn Argentínu. 30. maí 2018 11:31 Birkir: Var ekki sáttur við að fá ekki að spila Síðasta helgi var afar svekkjandi fyrir Birki Bjarnason. Lið hans, Aston Villa, tapaði úrslitaleik á Wembley um sæti í efstu deild að ári og hann fékk ekkert að taka þátt í leiknum. 30. maí 2018 13:00 Hólmar Örn: Það eru skemmtilegir tímar framundan Hólmar Örn Eyjólfsson rétt missti af Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum en hann er í HM-hópi Heimis Hallgrímssonar. 30. maí 2018 14:30 Strákarnir ánægðir að sjá Aron Einar á svæðinu: Myndir frá æfingunni í dag Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er kominn heim til Íslands frá Katar og hann var á sinni fyrstu æfingu með íslenska liðinu í Laugardalnum í dag. 30. maí 2018 13:45 Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Sjá meira
Aron Einar: Í hausnum á mér að ég nái fyrsta leik Eftir langa meðhöndlun vegna meiðsla erlendis þá er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kominn heim. Hann ætlar sér að ná opnunarleik Íslands á HM gegn Argentínu. 30. maí 2018 11:31
Birkir: Var ekki sáttur við að fá ekki að spila Síðasta helgi var afar svekkjandi fyrir Birki Bjarnason. Lið hans, Aston Villa, tapaði úrslitaleik á Wembley um sæti í efstu deild að ári og hann fékk ekkert að taka þátt í leiknum. 30. maí 2018 13:00
Hólmar Örn: Það eru skemmtilegir tímar framundan Hólmar Örn Eyjólfsson rétt missti af Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum en hann er í HM-hópi Heimis Hallgrímssonar. 30. maí 2018 14:30
Strákarnir ánægðir að sjá Aron Einar á svæðinu: Myndir frá æfingunni í dag Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er kominn heim til Íslands frá Katar og hann var á sinni fyrstu æfingu með íslenska liðinu í Laugardalnum í dag. 30. maí 2018 13:45