Vinstri græn leggja áherslu á aukið samstarf Hersir Aron Ólafsson skrifar 22. maí 2018 22:28 Frambjóðendur Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu vilja leggja áherslu á aukið samstarf sveitarfélaganna í umhverfismálum og aðgerðir sem miða að því að gera höfuðborgarsvæðið umhverfisvænna. Oddvitar í fjórum sveitarfélögum kynntu í dag sameiginlegar áherslur sínar í málaflokknum. Oddvitar flokksins í Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Reykjavík og Kópavogi kynntu áherslur sínar á blaðamannafundi í dag. Þau voru sammála um að umhverfismál hefðu ekki fengið nægilegt vægi í kosningabaráttunni og vilja leggja aukna áherslu á umræður um málaflokkinn fyrir kosningarnar á laugardag. „Við ætlum að vera mjög stórtæk í innviðauppbyggingu. Það liggur fyrir að við þurfum að fara í orkuskipti í samgöngum og hætta að nota bensín og dísel á bíla og þá þurfum við að gera fólki kleift að hafa það aðgengilegt við hús fólks meðal annar í þéttbýli. Að þar geti það hlaðið bílana sína,“ segir Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík. Líf telur mikilvægt að borgarbúar axli ábyrgð á loftlagsbreytingum af mannavöldum, meðal annars með uppbyggingu og fjárfestingu á nýjum innviðum - til að mynda borgarlínu. Á fundinum hafði hún jafnframt orð á því að hlutirnir gætu gengið betur ef höfuðborgarsvæðið allt væri eitt sveitarfélag. „Þetta er eitt atvinnusvæði til að mynda. Svifrykið náttúrulega ferðast á milli, það eru engin landamæri varðandi umhverfisáhrifin. En samstíga getum við gert svo mikið betur.“ Líf er forseti núverandi borgarstjórnar. Hún segir hins vegar að tvímælalaust hefði mátt gera ýmislegt betur á sviði umhverfismála á kjörtímabilinu, t.a.m. hefði mátt taka með afdráttarlausari hætti fyrir nagladekkjanotkun og innkaup borgarinnar á plasti og einnota umbúðum. „Þetta er svona, þú veist. Þegar einn dregur vagninn þá þokast þetta hægt. Við þurfum að vera fleiri sem drögum vagninn í umhverfismálum.“ Kosningar 2018 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira
Frambjóðendur Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu vilja leggja áherslu á aukið samstarf sveitarfélaganna í umhverfismálum og aðgerðir sem miða að því að gera höfuðborgarsvæðið umhverfisvænna. Oddvitar í fjórum sveitarfélögum kynntu í dag sameiginlegar áherslur sínar í málaflokknum. Oddvitar flokksins í Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Reykjavík og Kópavogi kynntu áherslur sínar á blaðamannafundi í dag. Þau voru sammála um að umhverfismál hefðu ekki fengið nægilegt vægi í kosningabaráttunni og vilja leggja aukna áherslu á umræður um málaflokkinn fyrir kosningarnar á laugardag. „Við ætlum að vera mjög stórtæk í innviðauppbyggingu. Það liggur fyrir að við þurfum að fara í orkuskipti í samgöngum og hætta að nota bensín og dísel á bíla og þá þurfum við að gera fólki kleift að hafa það aðgengilegt við hús fólks meðal annar í þéttbýli. Að þar geti það hlaðið bílana sína,“ segir Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík. Líf telur mikilvægt að borgarbúar axli ábyrgð á loftlagsbreytingum af mannavöldum, meðal annars með uppbyggingu og fjárfestingu á nýjum innviðum - til að mynda borgarlínu. Á fundinum hafði hún jafnframt orð á því að hlutirnir gætu gengið betur ef höfuðborgarsvæðið allt væri eitt sveitarfélag. „Þetta er eitt atvinnusvæði til að mynda. Svifrykið náttúrulega ferðast á milli, það eru engin landamæri varðandi umhverfisáhrifin. En samstíga getum við gert svo mikið betur.“ Líf er forseti núverandi borgarstjórnar. Hún segir hins vegar að tvímælalaust hefði mátt gera ýmislegt betur á sviði umhverfismála á kjörtímabilinu, t.a.m. hefði mátt taka með afdráttarlausari hætti fyrir nagladekkjanotkun og innkaup borgarinnar á plasti og einnota umbúðum. „Þetta er svona, þú veist. Þegar einn dregur vagninn þá þokast þetta hægt. Við þurfum að vera fleiri sem drögum vagninn í umhverfismálum.“
Kosningar 2018 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira