Skrautlegt tímabil að baki hjá Hauki Hjörvar Ólafsson skrifar 23. maí 2018 08:00 Haukur Helgi í leik með Cholet vísir/getty Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur nýverið lokið viðburðaríku keppnistímabili með liði sínu, Cholet, en liðið sogaðist ofan í fallbaráttu undir lok leiktíðarinnar eftir fína byrjun. Ýmislegt gekk á hjá franska liðinu á leiktíðinni sem var að ljúka, en Haukur Helgi og félagar hans sluppu sem betur fer við falldrauginn á endanum. Haukur Helgi var að hvíla lúin bein á Mallorca þegar Fréttablaðið forvitnaðist um stöðu mála hjá honum. „Þetta var ansi kaflaskipt tímabil og margt furðulegt sem gerðist hjá liðinu í vetur. Við vorum góðir fyrir áramót og vorum bara um miðja deild um áramótin. Svo fór að síga á ógæfuhliðina eftir áramót og þegar upp var staðið náðum við bara í fimm sigurleiki í sautján tilraunum á þessu ári og endum í því að vera í baráttu í neðri hluta deildarinnar. Þetta lið var ekki svona slakt og það voru meiðsli og veikindi til að mynda hjá mér sem settu strik í reikninginn,“ segir Haukur Helgi þegar hann rifjar upp keppnistímabilið. „Það var einnig nokkuð mikil velta á leikmönnum hjá okkur sem hjálpaði ekki til. Til þess að toppa vesenið á okkur á leikmannamarkaðnum þá gufaði bandarískur leikmaður sem hafði samið við félagið upp skömmu eftir hann kom til okkar. Liðsfélagi minn skutlaði honum bara á flugvöllinn og hann sagðist vera að fara í stutta ferð og kæmi svo aftur. Við sáum hann ekkert aftur og ég veit ekkert hvers vegna hann guggnaði á að koma,“ segir hann um vandræðaganginn hjá félaginu undanfarna mánuði. „Við náðum hins vegar að bjarga okkur fyrir horn og það er fyrir öllu. Ég er líka laus við meiðslin sem voru að plaga mig í upphafi árs og það er kærkomið að komast í smá frí eftir langt og strangt tímabil. Næst á dagskrá hjá mér eru landsleikir í júní og ég fer að huga að þeim í lok maí. Það eru breytingar í farvatninu hjá Cholet, þjálfaraskipti, og svo á að hleypa ungum og efnilegum frönskum leikmönnum að hjá liðinu,“ segir Haukur Helgi um framtíðina. „Aðstoðarþjálfarinn er að taka við liðinu og stefnan er að hleypa að leikmönnum sem hafa verið að gera það gott með unglingaliðinu undanfarin ár. Það er alveg spennandi að taka þátt í því og þeir hafa boðið mér að vera áfram hjá félaginu. Ég mun skoða hvernig landið liggur í lok júlí og ákveða mig hvað ég geri. Það eru fleiri lið að kroppa í mig, en mér liggur ekkert á að taka ákvörðun. Mig langar á einhverjum tímapunkti að fara aftur til Spánar og sanna mig þar. Ég var of ungur þegar ég fór þangað og það er í stefnuskránni að fara einhvern tímann þangað aftur, hvort það gerist í haust eða seinna kemur svo bara í ljós,“ segir Haukur Helgi enn fremur um framtíð sína. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur nýverið lokið viðburðaríku keppnistímabili með liði sínu, Cholet, en liðið sogaðist ofan í fallbaráttu undir lok leiktíðarinnar eftir fína byrjun. Ýmislegt gekk á hjá franska liðinu á leiktíðinni sem var að ljúka, en Haukur Helgi og félagar hans sluppu sem betur fer við falldrauginn á endanum. Haukur Helgi var að hvíla lúin bein á Mallorca þegar Fréttablaðið forvitnaðist um stöðu mála hjá honum. „Þetta var ansi kaflaskipt tímabil og margt furðulegt sem gerðist hjá liðinu í vetur. Við vorum góðir fyrir áramót og vorum bara um miðja deild um áramótin. Svo fór að síga á ógæfuhliðina eftir áramót og þegar upp var staðið náðum við bara í fimm sigurleiki í sautján tilraunum á þessu ári og endum í því að vera í baráttu í neðri hluta deildarinnar. Þetta lið var ekki svona slakt og það voru meiðsli og veikindi til að mynda hjá mér sem settu strik í reikninginn,“ segir Haukur Helgi þegar hann rifjar upp keppnistímabilið. „Það var einnig nokkuð mikil velta á leikmönnum hjá okkur sem hjálpaði ekki til. Til þess að toppa vesenið á okkur á leikmannamarkaðnum þá gufaði bandarískur leikmaður sem hafði samið við félagið upp skömmu eftir hann kom til okkar. Liðsfélagi minn skutlaði honum bara á flugvöllinn og hann sagðist vera að fara í stutta ferð og kæmi svo aftur. Við sáum hann ekkert aftur og ég veit ekkert hvers vegna hann guggnaði á að koma,“ segir hann um vandræðaganginn hjá félaginu undanfarna mánuði. „Við náðum hins vegar að bjarga okkur fyrir horn og það er fyrir öllu. Ég er líka laus við meiðslin sem voru að plaga mig í upphafi árs og það er kærkomið að komast í smá frí eftir langt og strangt tímabil. Næst á dagskrá hjá mér eru landsleikir í júní og ég fer að huga að þeim í lok maí. Það eru breytingar í farvatninu hjá Cholet, þjálfaraskipti, og svo á að hleypa ungum og efnilegum frönskum leikmönnum að hjá liðinu,“ segir Haukur Helgi um framtíðina. „Aðstoðarþjálfarinn er að taka við liðinu og stefnan er að hleypa að leikmönnum sem hafa verið að gera það gott með unglingaliðinu undanfarin ár. Það er alveg spennandi að taka þátt í því og þeir hafa boðið mér að vera áfram hjá félaginu. Ég mun skoða hvernig landið liggur í lok júlí og ákveða mig hvað ég geri. Það eru fleiri lið að kroppa í mig, en mér liggur ekkert á að taka ákvörðun. Mig langar á einhverjum tímapunkti að fara aftur til Spánar og sanna mig þar. Ég var of ungur þegar ég fór þangað og það er í stefnuskránni að fara einhvern tímann þangað aftur, hvort það gerist í haust eða seinna kemur svo bara í ljós,“ segir Haukur Helgi enn fremur um framtíð sína.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti