Benitez: Þetta Liverpool lið betra en 2005 liðið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. maí 2018 09:30 Steven Gerrard lyftir bikarnum árið 2005 vísir/epa Rafael Benitez leiddi Liverpool til sigurs í Meistaradeild Evrópu árið 2005 í hinum fræga leik gegn AC Milan í Istanbúl. Jurgen Klopp gæti orðið fyrsti maðurinn til að leika það eftir þegar hann mætir með Liverpool til Kænugarðs og spilar við Real Madrid. Benitez er enn í miklum metum hjá mörgum stuðningsmönnum liðsins og hann segir þetta lið sem Jurgen Klopp er með í höndunum vera betra en það sem hann stýrði fyrir þrettán árum. „Þetta lið er betra að mínu mati. Við náðum okkar árangri og það er talað um kraftaverkið í Istanbúl, en þetta lið er betra,“ sagði Benitez við ESPN. „Við vorum auðvitað með Stevie [Steven Gerrard] og leikmenn með reynslu og gæði á borð við Xabi Alonso og Didi Hamann. Við vorum með lið sem lagði mikið á sig og vorum í góðu jafnvægi.“ „Þetta lið er líka í góðu jafnvægi en leikmennirnir þrír í framlínunni geta breytt leikjum upp á sitt einsdæmi. Við höfðum einn svoleiðis leikmann, þeir hafa þrjá,“ sagð Benitez og átti þá við þá Mohamed Salah, Roberto Firmino og Sadio Mane. Liverpool mætir liði sem hefur unnið Meistaradeildina síðustu tvö ár og er að fara í fjórða úrslitaleikinn á fimm árum. „Real Madrid hefur reynsluna og gæðin til þess að mæta þeim en Liverpool getur unnið. Þeir eru með ástríðuna og löngunina,“ sagði Rafael Benitez. Leikur Real Madrid og Liverpool fer fram á laugardagskvöld og er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Blaðamenn, ekki spyrja Klopp um Meistaradeildarsigur Liverpool frá 2005 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, stýrir liðinu í kvöld í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hann mætti á blaðamannafund í gær þar sem hann var ekki hrifinn af því að fjölmiðlamenn væru að spyrja hann um síðasta sigur Liverpool í Meistaradeildinni. 14. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Rafael Benitez leiddi Liverpool til sigurs í Meistaradeild Evrópu árið 2005 í hinum fræga leik gegn AC Milan í Istanbúl. Jurgen Klopp gæti orðið fyrsti maðurinn til að leika það eftir þegar hann mætir með Liverpool til Kænugarðs og spilar við Real Madrid. Benitez er enn í miklum metum hjá mörgum stuðningsmönnum liðsins og hann segir þetta lið sem Jurgen Klopp er með í höndunum vera betra en það sem hann stýrði fyrir þrettán árum. „Þetta lið er betra að mínu mati. Við náðum okkar árangri og það er talað um kraftaverkið í Istanbúl, en þetta lið er betra,“ sagði Benitez við ESPN. „Við vorum auðvitað með Stevie [Steven Gerrard] og leikmenn með reynslu og gæði á borð við Xabi Alonso og Didi Hamann. Við vorum með lið sem lagði mikið á sig og vorum í góðu jafnvægi.“ „Þetta lið er líka í góðu jafnvægi en leikmennirnir þrír í framlínunni geta breytt leikjum upp á sitt einsdæmi. Við höfðum einn svoleiðis leikmann, þeir hafa þrjá,“ sagð Benitez og átti þá við þá Mohamed Salah, Roberto Firmino og Sadio Mane. Liverpool mætir liði sem hefur unnið Meistaradeildina síðustu tvö ár og er að fara í fjórða úrslitaleikinn á fimm árum. „Real Madrid hefur reynsluna og gæðin til þess að mæta þeim en Liverpool getur unnið. Þeir eru með ástríðuna og löngunina,“ sagði Rafael Benitez. Leikur Real Madrid og Liverpool fer fram á laugardagskvöld og er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Blaðamenn, ekki spyrja Klopp um Meistaradeildarsigur Liverpool frá 2005 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, stýrir liðinu í kvöld í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hann mætti á blaðamannafund í gær þar sem hann var ekki hrifinn af því að fjölmiðlamenn væru að spyrja hann um síðasta sigur Liverpool í Meistaradeildinni. 14. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Blaðamenn, ekki spyrja Klopp um Meistaradeildarsigur Liverpool frá 2005 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, stýrir liðinu í kvöld í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hann mætti á blaðamannafund í gær þar sem hann var ekki hrifinn af því að fjölmiðlamenn væru að spyrja hann um síðasta sigur Liverpool í Meistaradeildinni. 14. febrúar 2018 11:30