MAST telur meðhöndlun skrautfugla ekki örugga og vill þá úr landi eða aflífaða ella Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. maí 2018 12:14 Fuglarnir eru í sóttkví í Holtagörðum. Sníkjudýrið sem nefnist norræni fuglamítillinn greindist í einum þeirra. Matvælastofnun lsegir meðhöndlun ekki örugga og vill þá úr landi. Matvælastofnun ætlar ekki að meðhöndla skrautfugla sem hafa verið í sóttkví í Dýraríkinu í rúma þrjá mánuði vegna þess að fuglamítill fannst á einum þeirra. Ekki sé tryggt að meðhöndlun skili árangri.Fuglamítill fannst á einum fugli Þórarinn Þór eigandi Dýraríkisins flutti um 360 fugla inn frá Hollandi í febrúar sem voru settir í sóttkví eins og lög gera ráð fyrir. Við eftirlitsheimsókn dýralæknis Matvælastofnunar tilkynnti Þórarinn að einhvers konar óværa hefði fundist á dauðum kanarífugli í sóttkvínni. Við rannsókn kom í ljós að á fuglinum var norræni fuglamítillinn. Í marslok gaf MAST svo gæludýraversluninni nokkurra daga frest til að flytja fuglana úr landi eða aflífa þá ella.Þórarinn Þór, eigandi Dýraríkisins.Deila um hvort meðhöndlun sé möguleg Þórarinn Þór hefur frá upphafi haldið því fram að hægt sé að meðhöndla fuglana við meintu smiti. MAST hefur hins vegar hafnað því, ekki sé nógu tryggt að meðhöndlun beri árangur. Við sögðum svo frá því í síðustu viku að Þórarinn Þór hefði sent Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu stjórnsýslukæru vegna þeirrar ákvörðunar. Þá sendi hann yfirdýralækni MAST bréf þar sem kom fram að Dýraríkið hyggðist kæra yfirdýralækninn fyrir brot á lögum um dýravelferð nema hann fyrirskipaði tafarlausa meðferðá fuglunum.Geti valdið miklu tjóni og þurfi því úr landi Matvælastofnun hefur svarað fyrirspurn fréttastofu vegna málsins og þar kemur fram að eftir mikla ígrundun hafi stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að ekki sé nægilega tryggt að meðhöndlun beri árangur. Mítillinn geti borist á önnur dýr, fólk og ýmis konar búnað og þannig breiðst út. Bærist slíkt smit í fugla hér á landi geti það haft alvarlegar afleiðingar hvort sem litið sé til dýraheilbrigðis, dýravelferðar eða fjárhagslegs tjóns. Vegna þess mikla tjóns sem landnám þessa mítils geti valdið fuglum hér á landi fari Matvælastofnun því fram á að viðkomandi fuglar verði fluttir úr landi eða aflífaðir ella. Dýr Tengdar fréttir Ekki hægt að koma í veg fyrir að mítillinn berist úr sóttkvínni Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli sem fluttur var hingað til lands fyrir um einum og hálfum mánuði var norrænn fuglamítill af tegundinni Ornithonyssus sylviarum. 28. mars 2018 14:48 Erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun gegn fuglamítlinum beri árangur Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli í gæludýraverslun í Holtagörðum var norrænn fuglamítill sem aldrei áður hefur greinst hér á landi. Málið ber að líta alvarlegum augum að sögn yfirdýralæknis sem segir afar erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun beri árangur. 28. mars 2018 20:00 Hyggjast kæra yfirdýralækni fyrir brot á lögum um dýravelferð Eigendur Dýraríkisins hyggjast kæra yfirdýralækni MAST fyrir brot á lögum um dýravelferð nema viðkomandi fyrirskipi tafarlausa meðferð á innfluttum fuglum gæludýraverslunarinnar. Fuglarnir hafa verið í sóttkví í tæpa þrjá mánuði eftir að fuglamítill fannst á einum þeirra. 18. maí 2018 20:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Matvælastofnun ætlar ekki að meðhöndla skrautfugla sem hafa verið í sóttkví í Dýraríkinu í rúma þrjá mánuði vegna þess að fuglamítill fannst á einum þeirra. Ekki sé tryggt að meðhöndlun skili árangri.Fuglamítill fannst á einum fugli Þórarinn Þór eigandi Dýraríkisins flutti um 360 fugla inn frá Hollandi í febrúar sem voru settir í sóttkví eins og lög gera ráð fyrir. Við eftirlitsheimsókn dýralæknis Matvælastofnunar tilkynnti Þórarinn að einhvers konar óværa hefði fundist á dauðum kanarífugli í sóttkvínni. Við rannsókn kom í ljós að á fuglinum var norræni fuglamítillinn. Í marslok gaf MAST svo gæludýraversluninni nokkurra daga frest til að flytja fuglana úr landi eða aflífa þá ella.Þórarinn Þór, eigandi Dýraríkisins.Deila um hvort meðhöndlun sé möguleg Þórarinn Þór hefur frá upphafi haldið því fram að hægt sé að meðhöndla fuglana við meintu smiti. MAST hefur hins vegar hafnað því, ekki sé nógu tryggt að meðhöndlun beri árangur. Við sögðum svo frá því í síðustu viku að Þórarinn Þór hefði sent Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu stjórnsýslukæru vegna þeirrar ákvörðunar. Þá sendi hann yfirdýralækni MAST bréf þar sem kom fram að Dýraríkið hyggðist kæra yfirdýralækninn fyrir brot á lögum um dýravelferð nema hann fyrirskipaði tafarlausa meðferðá fuglunum.Geti valdið miklu tjóni og þurfi því úr landi Matvælastofnun hefur svarað fyrirspurn fréttastofu vegna málsins og þar kemur fram að eftir mikla ígrundun hafi stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að ekki sé nægilega tryggt að meðhöndlun beri árangur. Mítillinn geti borist á önnur dýr, fólk og ýmis konar búnað og þannig breiðst út. Bærist slíkt smit í fugla hér á landi geti það haft alvarlegar afleiðingar hvort sem litið sé til dýraheilbrigðis, dýravelferðar eða fjárhagslegs tjóns. Vegna þess mikla tjóns sem landnám þessa mítils geti valdið fuglum hér á landi fari Matvælastofnun því fram á að viðkomandi fuglar verði fluttir úr landi eða aflífaðir ella.
Dýr Tengdar fréttir Ekki hægt að koma í veg fyrir að mítillinn berist úr sóttkvínni Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli sem fluttur var hingað til lands fyrir um einum og hálfum mánuði var norrænn fuglamítill af tegundinni Ornithonyssus sylviarum. 28. mars 2018 14:48 Erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun gegn fuglamítlinum beri árangur Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli í gæludýraverslun í Holtagörðum var norrænn fuglamítill sem aldrei áður hefur greinst hér á landi. Málið ber að líta alvarlegum augum að sögn yfirdýralæknis sem segir afar erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun beri árangur. 28. mars 2018 20:00 Hyggjast kæra yfirdýralækni fyrir brot á lögum um dýravelferð Eigendur Dýraríkisins hyggjast kæra yfirdýralækni MAST fyrir brot á lögum um dýravelferð nema viðkomandi fyrirskipi tafarlausa meðferð á innfluttum fuglum gæludýraverslunarinnar. Fuglarnir hafa verið í sóttkví í tæpa þrjá mánuði eftir að fuglamítill fannst á einum þeirra. 18. maí 2018 20:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Ekki hægt að koma í veg fyrir að mítillinn berist úr sóttkvínni Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli sem fluttur var hingað til lands fyrir um einum og hálfum mánuði var norrænn fuglamítill af tegundinni Ornithonyssus sylviarum. 28. mars 2018 14:48
Erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun gegn fuglamítlinum beri árangur Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli í gæludýraverslun í Holtagörðum var norrænn fuglamítill sem aldrei áður hefur greinst hér á landi. Málið ber að líta alvarlegum augum að sögn yfirdýralæknis sem segir afar erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun beri árangur. 28. mars 2018 20:00
Hyggjast kæra yfirdýralækni fyrir brot á lögum um dýravelferð Eigendur Dýraríkisins hyggjast kæra yfirdýralækni MAST fyrir brot á lögum um dýravelferð nema viðkomandi fyrirskipi tafarlausa meðferð á innfluttum fuglum gæludýraverslunarinnar. Fuglarnir hafa verið í sóttkví í tæpa þrjá mánuði eftir að fuglamítill fannst á einum þeirra. 18. maí 2018 20:00