Kæru samborgarar Kolbrún Baldursdóttir skrifar 25. maí 2018 10:00 Nú þegar komið er að ykkur að velja þann flokk sem þið treystið best til að taka utan um ykkar mál í Reykjavík langar mig að segja frá fyrir hvað ég stend sem manneskja og sem oddviti Flokks fólksins. Alveg frá því ég man eftir mér hef ég brunnið af sterkri réttlætiskennd. Hvers kyns óréttlæti, mismunun, óheiðarleiki og valdníðsla sem ég hef orðið vitni að á lífsleiðinni hefur vakið í brjósti mér kraft tígrisdýrsins. Með þessari samlíkingu er ég að reyna að lýsa því báli sem blossar upp finni ég mig í aðstæðum í starfi jafnt sem einkalífi þar sem fólki líður illa og þar sem beitt er ofbeldi eða óréttlæti. Sú staðreynd að margt fólk á hvorki í sig né á og þeir erfiðleikar sem það hefur í för með sér er hrein skömm fyrir gott samfélag. Ég mun beita mér af hörku að uppræta fátækt. Ég ætla að blanda mér í málið og læt með öllum mögulegum hætti til skarar skríða til að stöðva eða sporna við óréttlæti. Kjör aldraðra, öryrkja og láglaunafólks hafa versnað, húsnæðismál þessara hópa eru í ólestri og mun ég berjast af eldmóði í þágu þeirra verst settu. Ég er frökk, kjörkuð og verkglöð. Ég hef látið verkin tala. Hugmyndir nægja mér ekki, þær þarf að framkvæma. Ég hika ekki við að taka áhættu ef það er í þágu fólks. Í mér er óbilandi þrek og það vita allir sem þekkja mig. Sú barátta sem ég hef háð gegn einelti árum saman, sem margir þekkja mig af, lýsir þessu kannski best. Á þeim baráttuvettvangi hef ég látið einskis ófreistað til að þeim vágesti verði eytt. Árum saman barðist ég einnig fyrir réttlæti á vinnumarkaðnum í hlutverki mínu sem formaður Stéttarfélags Sálfræðinga. Á minni lífsleið með persónuleikaeinkenni eins og hér er lýst hef ég rekist á marga veggi og hef sannarlega ekki verið allra. En fyrir mér er það í lagi svo framarlega sem mér miðar áfram fyrir fólkið sem ég er að vinna fyrir og hjálpa. Í starfi mínu sem sálfræðingur hef ég verið farsæl og á hverjum degi er umbun þegar mætir mér bros og þakklæti og mér sagt að ég hafi hjálpað. Börn og unglingar eru minn skjólstæðingahópur til fjölda ára. Ég vil nú vaða upp á dekk í borgarstjórn og ekki linna látum fyrr en farið er að gera nauðsynlegar breytingar fyrir börnin í borginni. Við getum ekki liðið að því allra dýrmætasta sem við eigum, börnin, skulu mörg hver vera í mikilli vanlíðan. Málefni þeirra og fjölskyldna þeirra hafa einfaldlega ekki verið í forgangi, þau hafa verið vanrækt af stjórnvöldum. Ykkur kæru Reykvíkingar þrái ég að fá að þjóna, ég þrái að komast á þann stað þar sem ég get unnið fyrir marga í einu, barist fyrir fjöldann í þeim málum sem mér finnst verulega þurfa að taka til í. Hér má nefna húsnæðismálin sem við í Flokki fólksins ætlum að taka á af slíkum krafti að áður hefur ekki sést. Það hefur verið brotið á barnafjölskyldum, öryrkjum og eldri borgurum í mörg ár, fólk sem á hvergi fastan samastað. Í mér brennur bál óréttlætis og sorgar þegar ég hugsa til þess hvernig farið hefur verið með fólk í Reykjavík sem búið hefur við skerta örorku, lúsarlaun, fólk sem missti allt sitt í Hruninu og á annað hundrað eldri borgara sem bíða nú ýmist eftir hjúkrunar- og dvalarheimili eða þjónustu til að geta verið sem lengst heima. Við í Flokki fólksins höfum lagt okkur í líma við að kynna okkar baráttumál og hvet ég ykkur til að skoða stefnuskrána svo að þið getið tekið upplýsta, persónulega ákvörðun um hverjum þið treystið best til að vinna fyrir ykkur af heiðarleika, einlægni, kappi og elju. Mitt persónulega kosningaloforð er að ég mun berjast fyrir hagsmunum ykkar með kjafti og klóm, blóði, svita og tárum. Góðar stundir og gangi ykkur vel.Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Nú þegar komið er að ykkur að velja þann flokk sem þið treystið best til að taka utan um ykkar mál í Reykjavík langar mig að segja frá fyrir hvað ég stend sem manneskja og sem oddviti Flokks fólksins. Alveg frá því ég man eftir mér hef ég brunnið af sterkri réttlætiskennd. Hvers kyns óréttlæti, mismunun, óheiðarleiki og valdníðsla sem ég hef orðið vitni að á lífsleiðinni hefur vakið í brjósti mér kraft tígrisdýrsins. Með þessari samlíkingu er ég að reyna að lýsa því báli sem blossar upp finni ég mig í aðstæðum í starfi jafnt sem einkalífi þar sem fólki líður illa og þar sem beitt er ofbeldi eða óréttlæti. Sú staðreynd að margt fólk á hvorki í sig né á og þeir erfiðleikar sem það hefur í för með sér er hrein skömm fyrir gott samfélag. Ég mun beita mér af hörku að uppræta fátækt. Ég ætla að blanda mér í málið og læt með öllum mögulegum hætti til skarar skríða til að stöðva eða sporna við óréttlæti. Kjör aldraðra, öryrkja og láglaunafólks hafa versnað, húsnæðismál þessara hópa eru í ólestri og mun ég berjast af eldmóði í þágu þeirra verst settu. Ég er frökk, kjörkuð og verkglöð. Ég hef látið verkin tala. Hugmyndir nægja mér ekki, þær þarf að framkvæma. Ég hika ekki við að taka áhættu ef það er í þágu fólks. Í mér er óbilandi þrek og það vita allir sem þekkja mig. Sú barátta sem ég hef háð gegn einelti árum saman, sem margir þekkja mig af, lýsir þessu kannski best. Á þeim baráttuvettvangi hef ég látið einskis ófreistað til að þeim vágesti verði eytt. Árum saman barðist ég einnig fyrir réttlæti á vinnumarkaðnum í hlutverki mínu sem formaður Stéttarfélags Sálfræðinga. Á minni lífsleið með persónuleikaeinkenni eins og hér er lýst hef ég rekist á marga veggi og hef sannarlega ekki verið allra. En fyrir mér er það í lagi svo framarlega sem mér miðar áfram fyrir fólkið sem ég er að vinna fyrir og hjálpa. Í starfi mínu sem sálfræðingur hef ég verið farsæl og á hverjum degi er umbun þegar mætir mér bros og þakklæti og mér sagt að ég hafi hjálpað. Börn og unglingar eru minn skjólstæðingahópur til fjölda ára. Ég vil nú vaða upp á dekk í borgarstjórn og ekki linna látum fyrr en farið er að gera nauðsynlegar breytingar fyrir börnin í borginni. Við getum ekki liðið að því allra dýrmætasta sem við eigum, börnin, skulu mörg hver vera í mikilli vanlíðan. Málefni þeirra og fjölskyldna þeirra hafa einfaldlega ekki verið í forgangi, þau hafa verið vanrækt af stjórnvöldum. Ykkur kæru Reykvíkingar þrái ég að fá að þjóna, ég þrái að komast á þann stað þar sem ég get unnið fyrir marga í einu, barist fyrir fjöldann í þeim málum sem mér finnst verulega þurfa að taka til í. Hér má nefna húsnæðismálin sem við í Flokki fólksins ætlum að taka á af slíkum krafti að áður hefur ekki sést. Það hefur verið brotið á barnafjölskyldum, öryrkjum og eldri borgurum í mörg ár, fólk sem á hvergi fastan samastað. Í mér brennur bál óréttlætis og sorgar þegar ég hugsa til þess hvernig farið hefur verið með fólk í Reykjavík sem búið hefur við skerta örorku, lúsarlaun, fólk sem missti allt sitt í Hruninu og á annað hundrað eldri borgara sem bíða nú ýmist eftir hjúkrunar- og dvalarheimili eða þjónustu til að geta verið sem lengst heima. Við í Flokki fólksins höfum lagt okkur í líma við að kynna okkar baráttumál og hvet ég ykkur til að skoða stefnuskrána svo að þið getið tekið upplýsta, persónulega ákvörðun um hverjum þið treystið best til að vinna fyrir ykkur af heiðarleika, einlægni, kappi og elju. Mitt persónulega kosningaloforð er að ég mun berjast fyrir hagsmunum ykkar með kjafti og klóm, blóði, svita og tárum. Góðar stundir og gangi ykkur vel.Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavík.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun