Sá á kvölina sem á völina Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 28. maí 2018 10:00 Helstu tíðindin úr kosningum helgarinnar voru þau, að þeir sem vilja efna til úlfúðar á grundvelli kynþátta eða trúarbragða urðu undir í kosningunum. Íslenska þjóðfylkingin, sem hafði að sínu helsta baráttumáli að draga til baka lóð undir mosku, og Frelsisflokkurinn, sem einnig er á móti mosku í Reykjavík og vill aðhald í málum hælisleitenda, urðu undir. Samanlagt tóku einungis 0,4 prósent kjósenda í Reykjavík undir þessi sjónarmið – hjáróma raddir hreinna sérvitringa. Ánægjulegt er að þessi málflutningur hafi ekki fengið meiri undirtektir hjá Reykvíkingum en raunin varð, því svona málflutningur á víða upp á pallborðið í löndunum í kringum okkur með 15 til 20 prósenta fylgi og jafnvel meira. Í sveitarstjórnarkosningunum 2014 varð andstaðan við mosku einnig hitamál hjá Framsókn og flugvallarvinum. Helstu kosningamálin voru flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni og að draga til baka ákvörðun um lóð undir mosku. Flokkurinn fékk þá rúm 10 prósent atkvæða. Það er ánægjuleg þróun að fjórum árum síðar er slíkum málflutningi hafnað. Þetta sýnir að fólk almennt á Íslandi hefur ærlegar taugar. Það er vitnisburður um þroskað samfélag. Ísland er því að mörgu leyti gott samfélag; samfélag sem er opið fyrir nýjungum og því sem er öðruvísi og fljótt að taka hlutina í sátt í fámenninu. Fleiri kynnast fólki af erlendu bergi, fólki með aðra trú og siði og kemst að því á eigin skinni að flest er þetta ágætisfólk og það spyrst út í litlu samfélagi. Það vinnur bug á fordómum. Pólitíkin á Íslandi hefur tekið miklum framförum síðustu ár. Hún er miklu betri og miklu þroskaðri en fyrir 20 eða 30 árum. Sem dæmi má nefna að í kosningunum 1982 náðu Sjálfstæðismenn aftur meirihluta í Reykjavík eftir fjögurra ára valdatíð vinstri manna. Helsta ágreiningsmálið í þeim kosningum var hvort reisa ætti nýja íbúabyggð við Rauðavatn. Sjálfstæðismönnum tókst ásamt sterku málgagni sínu, sem á þeim tíma fór inn á 80 prósent heimila í landinu, að telja kjósendum trú um að stórhættulegt væri að byggja á þekktu sprungusvæði. Núna hafa allir rödd, auðvelt er að leita sér upplýsinga og hægt að sannreyna allar upplýsingar sem koma fram. En þá að risunum tveim í reykvískri pólitík, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Hvorugur fékk hreinan meirihluta í kosningunum og þarf því að reiða sig á aðra flokka til samstarfs. Staðan er nokkuð flókin og þrátt fyrir fylgistap Samfylkingarinnar telja margir, og þar á meðal borgarstjóri sjálfur, að sjálfgefið sé að hann láti fyrst á það reyna hvort hann geti haldið meirihlutanum með því að fá fleiri til samstarfs í stað þess að stærsti flokkurinn reyni fyrst. Viðreisn er í lykilstöðu og getur hallað sér á hvora hliðina sem er. Staða Viðreisnar er þó ekki blátt áfram og einföld. Starfa þau til vinstri og gefa Sjálfstæðisflokknum eftir allan hægri vænginn? Eða ganga þau í eina sæng með gamla móðurskipinu og hætta á að verða gleypt í einum munnbita? Vegurinn er vandrataður og sem fyrr á sá kvölina sem á völina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Helstu tíðindin úr kosningum helgarinnar voru þau, að þeir sem vilja efna til úlfúðar á grundvelli kynþátta eða trúarbragða urðu undir í kosningunum. Íslenska þjóðfylkingin, sem hafði að sínu helsta baráttumáli að draga til baka lóð undir mosku, og Frelsisflokkurinn, sem einnig er á móti mosku í Reykjavík og vill aðhald í málum hælisleitenda, urðu undir. Samanlagt tóku einungis 0,4 prósent kjósenda í Reykjavík undir þessi sjónarmið – hjáróma raddir hreinna sérvitringa. Ánægjulegt er að þessi málflutningur hafi ekki fengið meiri undirtektir hjá Reykvíkingum en raunin varð, því svona málflutningur á víða upp á pallborðið í löndunum í kringum okkur með 15 til 20 prósenta fylgi og jafnvel meira. Í sveitarstjórnarkosningunum 2014 varð andstaðan við mosku einnig hitamál hjá Framsókn og flugvallarvinum. Helstu kosningamálin voru flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni og að draga til baka ákvörðun um lóð undir mosku. Flokkurinn fékk þá rúm 10 prósent atkvæða. Það er ánægjuleg þróun að fjórum árum síðar er slíkum málflutningi hafnað. Þetta sýnir að fólk almennt á Íslandi hefur ærlegar taugar. Það er vitnisburður um þroskað samfélag. Ísland er því að mörgu leyti gott samfélag; samfélag sem er opið fyrir nýjungum og því sem er öðruvísi og fljótt að taka hlutina í sátt í fámenninu. Fleiri kynnast fólki af erlendu bergi, fólki með aðra trú og siði og kemst að því á eigin skinni að flest er þetta ágætisfólk og það spyrst út í litlu samfélagi. Það vinnur bug á fordómum. Pólitíkin á Íslandi hefur tekið miklum framförum síðustu ár. Hún er miklu betri og miklu þroskaðri en fyrir 20 eða 30 árum. Sem dæmi má nefna að í kosningunum 1982 náðu Sjálfstæðismenn aftur meirihluta í Reykjavík eftir fjögurra ára valdatíð vinstri manna. Helsta ágreiningsmálið í þeim kosningum var hvort reisa ætti nýja íbúabyggð við Rauðavatn. Sjálfstæðismönnum tókst ásamt sterku málgagni sínu, sem á þeim tíma fór inn á 80 prósent heimila í landinu, að telja kjósendum trú um að stórhættulegt væri að byggja á þekktu sprungusvæði. Núna hafa allir rödd, auðvelt er að leita sér upplýsinga og hægt að sannreyna allar upplýsingar sem koma fram. En þá að risunum tveim í reykvískri pólitík, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Hvorugur fékk hreinan meirihluta í kosningunum og þarf því að reiða sig á aðra flokka til samstarfs. Staðan er nokkuð flókin og þrátt fyrir fylgistap Samfylkingarinnar telja margir, og þar á meðal borgarstjóri sjálfur, að sjálfgefið sé að hann láti fyrst á það reyna hvort hann geti haldið meirihlutanum með því að fá fleiri til samstarfs í stað þess að stærsti flokkurinn reyni fyrst. Viðreisn er í lykilstöðu og getur hallað sér á hvora hliðina sem er. Staða Viðreisnar er þó ekki blátt áfram og einföld. Starfa þau til vinstri og gefa Sjálfstæðisflokknum eftir allan hægri vænginn? Eða ganga þau í eina sæng með gamla móðurskipinu og hætta á að verða gleypt í einum munnbita? Vegurinn er vandrataður og sem fyrr á sá kvölina sem á völina.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun