Gerð nýrra laga hefst í vikunni Grétar Þór Sigurðsson skrifar 28. maí 2018 06:00 Mikill fjöldi fólks fylgdist spenntur með fregnum af úrslitum kosninganna á Írlandi. Vísir/getty Meirihluti Íra kaus með afléttingu banns á fóstureyðingum í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu á föstudag. Kosið var um hvort fella ætti úr gildi áttunda viðauka stjórnarskrár landsins og voru tveir þriðju kjósenda fylgjandi því. Í viðaukanum sem verður felldur úr gildi er réttur ófædds barns til lífs staðfestur. Fóstureyðingar hafa því verið bannaðar með lögum í landinu frá því að viðaukinn kom til sögunnar eftir þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin var árið 1983. Fóstureyðingar hafa verið leyfðar með undantekningum, ef meðganga stefnir lífi móður alvarlega í hættu. Barry Ryan, formaður kjörstjórnar, kynnti úrslitin bæði á írsku og ensku í Dyflinnarkastala á laugardag. Mikill fjöldi safnaðist saman fyrir framan kastalann til að hlýða á niðurstöðuna og fagna úrslitunum í kjölfarið. Í mannmergðinni mátti meðal annars sjá spjöld þar sem kallað var eftir því að sambærilegar breytingar yrðu gerðar á Norður-Írlandi, en hvergi á Bretlandseyjum eru settar strangari skorður við fóstureyðingum en þar. Þess má geta að Donegal-hérað sem liggur nyrst á eyjunni, samsíða Norður-Írlandi, var eina kjördæmið af 40 þar sem niðurstaðan var gegn afnámi bannsins. Forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar, sagði daginn sögulegan fyrir Írland og niðurstöðurnar sýna að írska þjóðin bæri virðingu fyrir ákvörðunarrétti kvenna. „Ég fullvissa ykkur um að Írland í dag er það sama og það var í síðustu viku nema hvað að það er umburðarlyndara, opnara og virðingarfyllra,“ sagði forsætisráðherrann þegar hann ávarpaði mannfjöldann fyrir utan kastalann. Fyrir kosningarnar var herferðinni #HomeToVote hrundið af stað en tilgangur hennar var að fá brottflutta Íra heim til að kjósa. The Guardian metur það svo að alls hafi um 40 þúsund Írar búsettir erlendis skilað sér heim um lengri eða skemmri veg til að kjósa.Taki gildi fyrir lok árs Írar sem höfðu búið skemur en átján mánuði erlendis höfðu kosningarétt í atkvæðagreiðslunni en til þess að kjósa þurftu brottfluttir einstaklingar að skrá sig sérstaklega fyrirfram. Þrátt fyrir að samþykkt hafi verið að fella viðaukann úr gildi munu fóstureyðingar ekki verða aðgengilegar alveg strax. Stjórnvöld stefna að því að leggja fram frumvarp fyrir þingið sem heimilar fóstureyðingar fram að tólftu viku meðgöngu. Fram að 24. viku meðgöngu verða fóstureyðingar leyfilegar ef meðgangan ógnar heilsu móður eða ef líkur eru á að barn fæðist alvarlega vanskapað. Simon Harris, heilbrigðisráðherra Írlands, hefur sagt að vinna við gerð laganna geti hafist strax í þessari viku. Þá sér forsætisráðherrann fram á að lögin taki gildi fyrir lok ársins. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Theresa May óskar Írum til hamingju May sagði að kosningarnar væru glæsileg leið til þess að sýna hvernig lýðræðið virkar með skýrum og ótvíræðum niðurstöðum. 27. maí 2018 13:25 Yfirgnæfandi meirihluti Íra andvígur banni við fóstureyðingum Talsmaður þeirra sem börðust gegn niðurfellingu laganna hefur viðurkennt ósigur. 26. maí 2018 09:45 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Meirihluti Íra kaus með afléttingu banns á fóstureyðingum í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu á föstudag. Kosið var um hvort fella ætti úr gildi áttunda viðauka stjórnarskrár landsins og voru tveir þriðju kjósenda fylgjandi því. Í viðaukanum sem verður felldur úr gildi er réttur ófædds barns til lífs staðfestur. Fóstureyðingar hafa því verið bannaðar með lögum í landinu frá því að viðaukinn kom til sögunnar eftir þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin var árið 1983. Fóstureyðingar hafa verið leyfðar með undantekningum, ef meðganga stefnir lífi móður alvarlega í hættu. Barry Ryan, formaður kjörstjórnar, kynnti úrslitin bæði á írsku og ensku í Dyflinnarkastala á laugardag. Mikill fjöldi safnaðist saman fyrir framan kastalann til að hlýða á niðurstöðuna og fagna úrslitunum í kjölfarið. Í mannmergðinni mátti meðal annars sjá spjöld þar sem kallað var eftir því að sambærilegar breytingar yrðu gerðar á Norður-Írlandi, en hvergi á Bretlandseyjum eru settar strangari skorður við fóstureyðingum en þar. Þess má geta að Donegal-hérað sem liggur nyrst á eyjunni, samsíða Norður-Írlandi, var eina kjördæmið af 40 þar sem niðurstaðan var gegn afnámi bannsins. Forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar, sagði daginn sögulegan fyrir Írland og niðurstöðurnar sýna að írska þjóðin bæri virðingu fyrir ákvörðunarrétti kvenna. „Ég fullvissa ykkur um að Írland í dag er það sama og það var í síðustu viku nema hvað að það er umburðarlyndara, opnara og virðingarfyllra,“ sagði forsætisráðherrann þegar hann ávarpaði mannfjöldann fyrir utan kastalann. Fyrir kosningarnar var herferðinni #HomeToVote hrundið af stað en tilgangur hennar var að fá brottflutta Íra heim til að kjósa. The Guardian metur það svo að alls hafi um 40 þúsund Írar búsettir erlendis skilað sér heim um lengri eða skemmri veg til að kjósa.Taki gildi fyrir lok árs Írar sem höfðu búið skemur en átján mánuði erlendis höfðu kosningarétt í atkvæðagreiðslunni en til þess að kjósa þurftu brottfluttir einstaklingar að skrá sig sérstaklega fyrirfram. Þrátt fyrir að samþykkt hafi verið að fella viðaukann úr gildi munu fóstureyðingar ekki verða aðgengilegar alveg strax. Stjórnvöld stefna að því að leggja fram frumvarp fyrir þingið sem heimilar fóstureyðingar fram að tólftu viku meðgöngu. Fram að 24. viku meðgöngu verða fóstureyðingar leyfilegar ef meðgangan ógnar heilsu móður eða ef líkur eru á að barn fæðist alvarlega vanskapað. Simon Harris, heilbrigðisráðherra Írlands, hefur sagt að vinna við gerð laganna geti hafist strax í þessari viku. Þá sér forsætisráðherrann fram á að lögin taki gildi fyrir lok ársins.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Theresa May óskar Írum til hamingju May sagði að kosningarnar væru glæsileg leið til þess að sýna hvernig lýðræðið virkar með skýrum og ótvíræðum niðurstöðum. 27. maí 2018 13:25 Yfirgnæfandi meirihluti Íra andvígur banni við fóstureyðingum Talsmaður þeirra sem börðust gegn niðurfellingu laganna hefur viðurkennt ósigur. 26. maí 2018 09:45 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Theresa May óskar Írum til hamingju May sagði að kosningarnar væru glæsileg leið til þess að sýna hvernig lýðræðið virkar með skýrum og ótvíræðum niðurstöðum. 27. maí 2018 13:25
Yfirgnæfandi meirihluti Íra andvígur banni við fóstureyðingum Talsmaður þeirra sem börðust gegn niðurfellingu laganna hefur viðurkennt ósigur. 26. maí 2018 09:45