Forseti Íslands í viðtali á Ítalíu og rifjaði þar upp ítalskan fótboltasöng frá 1982 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2018 14:30 Forseti Íslands, Herra Guðni Th. Jóhannesson og Paolo Rossi með heimsmeistarabikarinn 1982. Samsett/Getty Forseti Íslands, Herra Guðni Th. Jóhannesson, var í viðtali hjá ítalska blaðinu La Gazzetta dello Sport í tilefni af HM í fótbolta í Rússlandi og þar sagði hann frá 36 ára gamalli upplifun sinni. Guðni Th. var nefnilega staddur á Ítalíu sumarið 1982 þegar Ítalir urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn eftir seinni heimsstyjöldina. Ítalir byrjuðu keppnina á Spáni illa en enduðu hana frábærlega með 3-1 sigri á Vestur Þýskalandi í úrslitaleiknum í Madríd. Mörk ítalska liðsins í úrslitaleiknum skoruðu þeir Paolo Rossi, Marco Tardelli og Alessandro Altobelli. Guðni rifjaði upp ítalskan fótboltasöng frá 1982 þar sem heimamenn sungu til markaskoraranna þriggja þessa ógleymanlegu sumardaga á Ítalíu. Þetta sumar var Guðni Th. fjórtán ára gamall. Það má sjá Guðna Th. segja frá þessu hér fyrir neðan en ítalski blaðamaðurinn birti þetta á Twitter.Rossi, Tardelli, Al-to-bel-li!! @PresidentISL has a message and a memory for us #FORZAISLANDA@Gazzetta_it@footballicelandpic.twitter.com/4652L5rjom — Filippo Conticello (@FilippoCont) May 28, 2018 Ítalir verða ekki með á HM í Rússlandi þar sem þeir sátu eftir í umspilinu eftir tap á móti Svíþjóð. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1958 þar sem ítalir eru ekki með í úrslitakeppni HM. Ítalir hafa fjórum sinnum orðið heimsmeistarar, fyrst 1934 og 1938, svo 1982 og síðast á HM í Þýskalandi 2006. Nú er bara spurning hvort að orð Guðna auki við áhuga Ítala á íslenska landsliðinu og hvort að Ísland verði jafnvel uppáhaldsslið Ítala á heimsmeistaramótinu í sumar. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Sjá meira
Forseti Íslands, Herra Guðni Th. Jóhannesson, var í viðtali hjá ítalska blaðinu La Gazzetta dello Sport í tilefni af HM í fótbolta í Rússlandi og þar sagði hann frá 36 ára gamalli upplifun sinni. Guðni Th. var nefnilega staddur á Ítalíu sumarið 1982 þegar Ítalir urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn eftir seinni heimsstyjöldina. Ítalir byrjuðu keppnina á Spáni illa en enduðu hana frábærlega með 3-1 sigri á Vestur Þýskalandi í úrslitaleiknum í Madríd. Mörk ítalska liðsins í úrslitaleiknum skoruðu þeir Paolo Rossi, Marco Tardelli og Alessandro Altobelli. Guðni rifjaði upp ítalskan fótboltasöng frá 1982 þar sem heimamenn sungu til markaskoraranna þriggja þessa ógleymanlegu sumardaga á Ítalíu. Þetta sumar var Guðni Th. fjórtán ára gamall. Það má sjá Guðna Th. segja frá þessu hér fyrir neðan en ítalski blaðamaðurinn birti þetta á Twitter.Rossi, Tardelli, Al-to-bel-li!! @PresidentISL has a message and a memory for us #FORZAISLANDA@Gazzetta_it@footballicelandpic.twitter.com/4652L5rjom — Filippo Conticello (@FilippoCont) May 28, 2018 Ítalir verða ekki með á HM í Rússlandi þar sem þeir sátu eftir í umspilinu eftir tap á móti Svíþjóð. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1958 þar sem ítalir eru ekki með í úrslitakeppni HM. Ítalir hafa fjórum sinnum orðið heimsmeistarar, fyrst 1934 og 1938, svo 1982 og síðast á HM í Þýskalandi 2006. Nú er bara spurning hvort að orð Guðna auki við áhuga Ítala á íslenska landsliðinu og hvort að Ísland verði jafnvel uppáhaldsslið Ítala á heimsmeistaramótinu í sumar.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Sjá meira